| | |

Framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Stjórn Vestfjarðastofu ses. auglýsir eftir framkvæmdastjóra til þess að leiða starfsemi Vestfjarðastofu sem tók til starfa 1. desember sl. Vestfjarðastofa varð til við sameiningu verkefna sem áður heyrðu undir Fjórðungssamband Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf

Upplýsingar veita: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is og Geirlaug Jóhannsdóttir geirlaug@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 18. des. nk.

Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og einnar blaðsíðu kynningarbréf þar sem á kerfisbundinn hátt er gerð grein fyrir því hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur starfsins. Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál. 

Tengill inn á síðu Hagvangs

 

Nánar »

Íbúafundur á Ísafirði um fiskeldi og samfélag

Fjórðungssambandið hefur boðað til íbúaþings um samfélagsmál og fiskeldi á Ísafirði sunnudaginn 24. september kl 14 í íþróttahúsinu. Sjá betur á vef Fjórðungssambandsins og hér: Íbúafundur 

Nánar »

ATVEST fréttir birtast neðar !

Neðar á forsíðu ATVEST er að finna fyrirsagnir frétta. Efnisflokkar eins og listi af stuðningssjóðum gerð viðskiptaáætlana, og greiningar eru ýmist á svarta borðanum að ofan eða neðst á forsíðunni. Greiningar, úttektir og fleiri verkefni eru að stærstum hluta unnin með stuðningi og fjármagni frá Sóknaráætlun landshlutanna og í samræmi við Sóknaráætlun Vestfjarða. Ársreikningar og starfsskýrslur eru hér einnig. 

Nánar »

Íbúakönnun

Niðurstöður íbúakönnunar eru væntanlegar. Þátttakan var nokkuð misjöfn en reyndist lang best á norðanverðum Vestfjörðum og lökust á svæðinu Árneshreppur-Kaldrananes- Strandabyggð og Reykhólahreppur. Vegna slælegrar þátttöku í þessum fámennu sveitarfélögum er ekki hægt að skilja að svörin milli þessara 4 sveitarfélaga. 

Opið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð

Ein úthlutun verður úr sjóðnum fyrir 2018 og rennur umsóknarfrestur út 21. nóv 2017. Auðveldast er að fara á síðu Fjórðungssambandsins og skoða þar reglur og áhersluatriði. 

Auglýst er eftir umsóknum í framkævmdasjóð ferðamála

Nú má sækja um styrki til að ganga betur frá nýjum áfangastöðum ferðamanna á landinu.