| | |

ATVEST fréttir neðar !

Neðar á forsíðu ATVEST er að finna fyrirsagnir frétta. Efnisflokka eins og listi af stuðningssjóðum gerð viðskiptaáætlana, og greiningar eru ýmist á svarta borðanum að ofan eða neðst á forsíðunni. Greiningar, úttektir og fleiri verkefni eru að stærstum hluta unnin með stuðningi og fjármagni frá Sóknaráætlun landshlutanna og í samræmi við Sóknaráætlun Vestfjarða. Ársreikningar og starfsskýrslur eru hér einnig. 

Nánar »

Viðskiptaáætlanir

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (ATVEST) styður við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir. Starfsmenn veita faglega ráðgjöf handa frumkvöðlum sem hyggja á stofnun fyrirtækis og starfsemi sem eflir atvinnulíf og menningu.  

Nánar »

Viðburðir

Kynning á sjóðum RANNÍS - nýir styrktarflokkar 25. ágúst kl 10

Opið er í umsóknir til Rannís fram til 15. september. Stutt kynning var haldin í húsi Þróunarseturs Vestfjarða fimmtudag 25. ágúst kl 10. Sjá fréttir hér neðar

Opið málþing um sjávareldi maí 2016

Nánar »

Kynningarfundur um Vestfjarðastofu, Hótel Ísafirði kl 12.00 fyrir aðalfund 22. júní

Hugmyndir um sameiginlega Vestfjarðastofu sem tengir byggðamál og atvinnuþróun voru mótaðar meðal þingfulltrúa á liðnu fjórðungsþingi og jafnframt meðal starfsmanna Fjórðungssambandsins og ATVEST. Ráðgjafastofan Capacent hefur haldið utan um hugmyndavinnuna og leiðir umræður og skýrsluskrif um málið. Mikil og gagnleg samskipti hafa skapast um málið og því er kynningin mikilvægur áfangi á þessari vegferð. 

Tilkynning um aðalfund ATVEST 22.júní

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf, verður haldinn  fimmtudaginn 22. júní 2017 á Hótel Ísafirði, við Silfurtorg kl 13.30 Athugið að fyrir fundinn verður kynning á humyndum um Vestfjarðastofu  á sama stað kl 12. 

Ársreikningur ATVEST