| | |

Rekstrarlíkan og Viðskiptaáætlanir

Stjörnusetinbrjótur
Stjörnusetinbrjótur

Rekstrarlíkan

Við mælum með rekstrar- og fjárhagsáætlunarlíkani sem Impra og Nýsköpunarmiðstöð hefur þróað en það er mjög gagnlegt hjálpartæki við gerð viðskiptaáætlana. Með því er mögulegt að stilla upp áætluðum rekstrar- og efnahagsreikningi og áætluðu sjóðsstreymi. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja líkaninu og hægt er að nálgast það á krækjunni hér fyrir neðan. Athugið að vista líkanið ávallt sem Excel 2003 skjal svo ekki sé hætta á að virkni á fjölvum detti út.

http://nmi.is/studningur/enn-ad-hugsa/reiknilikoen/.

Ítarlegar leiðbeiningar fylgja með líkaninu en fólki er einnig bent á verkefnastjóra Atvest til að fá frekari aðstoð. 

Viðskiptaáætlun

Inná vef Impru er jafnframt að finna kennsluhefti í gerð viðskiptaáætlana, heftið má nálgast á þessari krækju http://nmi.is/media/4533/GerdVidskiptaa%C3%A6tlana.pdf.

Fólk er einnig hvatt til að hafa samband við verkefnastjóra Atvest ef það vantar aðstoð við gerð viðskiptaáætlanar. Hjá þeim er einnig hægt að fá beinagrind af Viðskiptaáætlun, sem hægt er að miða við þegar áætlun er í bígerð.

Viðskiptaáætlun á ensku

Eins viljum við benda á að þessi heimasíða býður einnig sniðmót til gerð viðskiptaáætlana á ensku fyrir þá sem vilja og geta nýtt sér það.

Slóðin er http://plan2biz.com