| | |

Ráðgjöf við gerð viðskiptaáætlana

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (ATVEST) styður við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir. ATVEST veitir frumkvöðlum faglega rágjöf til framkvæmda sem ættu að styrkja atvinnulíf á Vestfjörðum. 

Nýsköpun er mikilvægur þáttur í vexti og uppbyggingu hagkerfa og nauðsynlegt að nýsköpunarhugmyndir fái allan þann stuðning sem mögulegt er að bjóða.

Reynslusögur frumkvöðla eru oftast á þann veg að það sé erfitt að fá fjármagn til að hefja rekstur og koma viðskiptahugmynd á það stig að hún laði að fjárfesta. Vel framsett viðskiptaáætlun er því afar mikilvægt plagg og getur auðveldað leitina að fjármagni til að framkvæma góða hugmynd. Hér er tengill í kennsluhefti um hvernig setja skal upp viðskiptaáætlun.

Það eru einkum eftirfarandi atriði sem fjalla þarf um:

  • Kjarna hugmyndinnar, starfsemina og hvaða þörf viðskiptavinar er verið að uppfylla sem og sérstöðu 
  • Markhópur vöru og þjónustu og leiðir til að ná til hans og jafnframt leiðir til birgja 
  • Lög, reglugerðir og leyfi sem gilda
  • Frumkvöðullinn, kostir og bakgrunnur, hvaða aðstöða er til eða þarf, tæki, hvers konar menntun meðal starfsfólks 
  • Stærð og umfang viðskiptanna, markmið frumkvöðuls í vexti viðskiptanna á 3-5 árum
  • Tekjur og útgjöld, fjármögnun í upphafi - í hvað færi hún?
  • Samvinnu- og samstarfsaðilar og kostir þeirra
  • Raunhæf tímaáætlun, - algengt er að byggja upp fyrirtæki á 5-10 árum