| |

Verkefni Vaxvest

Vaxtarsamningur Vestfjarða vinnur beint í eftirfarandi klasaverkefnum:  

  • Ferðaþjónustuklasi á Vestfjörðum, verkefnisstjóri Viktoría Rán Ólafsdóttir.
  • Vatnavinir Vestfjarða- klasaverkefni í ferðaþjónustu, verkefnisstjóri Viktoría Rán Ólafsdóttir.
  • Breiðarfjarðarfléggan - klasaverkefni í ferðaþjónusut, verkefnisstjóri Valgeir Ægir Ingólfsson.
  • Veisla að vestan – matartengd ferðaþjónusta, verkefnisstjóri Viktoría Rán Ólafsdóttir.
  • Sjávarútvegsklasi – samstarfsvettvangur sjávarútvegsfyrirtækja á Vestfjörðum, verkefnisstjóri Neil Shiran Þórisson hjá atvest.
  • Bláskeljaklasi – samstarfsvettvangur kræklingaræktenda um framþróun atvinnugreinarinnar, verkefnisstjóri Jón Páll Hreinsson.
  • Þorskeldisklasi – samstarfsvettvangur þorskeldisfyrirtækja um þróun á þorskeldi, verkefnisstjóri Neil Shiran Þórisson. 

Undir þessum verkefnum hafa fjölmörg undirverkefni verið unnið og fyrir frekari upplýsingar er bent á Útgefið efni á heimasíðunni. Þessu til viðbótar hefur Vaxtarsamningur Vestfjarða styrkt fjölmörg verkefni sem byggja á klasahugmyndafræðinni og tengjast framþróun sjávarútvegs, ferðaþjónustu, menntun og rannsóknum. 

Neðst á þessari síðu er hlekkur í pdf skjal sem inniheldur lista yfir verkefni frá 2006 til 2013. Nánari upplýsingar um einstök verkefni veitir framkvæmdastjóri Vaxvest, Neil Shiran Þórisson.

 

Ágrip verkefna

Í eftirfarandi upptalningu er að finna stutt ágrip verkefna sem unnið var á starfstíma Vaxvest 2010-2013. Öll verkefnin hafa farið í gegnum síu starfsmanns og stjórnar varðandi þau skilyrði sem sett eru í sjálfum Vaxtarsamningi Vestfjarða. Því til viðbótar er farið yfir samningana og tilvísun í samþykkt stjórnar í gegnum endurskoðunarferli samningsins.


Verkefni 2010

Nýtingaráætlun Strandsvæða unnin var áætlun um nýtingu Arnarfjarðar í tengslum við ýmis konar hafsækna starfsemi. Verkefnið var tilraunaverkefni sem aldrei hafði verið reynt áður.
Tengslanet rannsóknarstofnana var klasaverkefni þar sem komið var á laggirnar samstarfsvettvangi fyrir mennta- og rannsóknaraðila á svæðinu.
Ferðumst og fræðumst verkefnið þróaði menntatengda ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Unnin var greining á möguleikum Bolungarvíkurhafnar sem þjónustuhöfn fyrir iðnað á A-Grænlandi.
Styrktarsjóður fyrir námsmenn var sér undirverkefni sem styrkti 7 námsmenn við að vinna rannsóknarverkefni með áherslu á atvinnuþróun.
Unnið varð að prufa nýja tækni til að þróa kræklingarækt sem atvinnuuppbyggingarmöguleika á Vestfjörðum. Síðar á árinu var haldið áfram með prófarnir.
Gerð var úttekt á því hvað væri hægt að nýta rækjuúrgang í og umbreyta því í verðmætar afurðir. Seinna var stutt við frekari vinnu við að koma á fót Rækjumjölsverksmiðju.
Unnin var greining á möguleikum á sameiginlegum innkaupum fyrir Sjávarútvegsklasa Vestfjarða.
Rannsökuð voru vaxtarskilyrði fyrir krækling í Steingrímsfirði og þær niðurstöður notaðar til að byggja upp kræklingaræktun á Drangsnesi.
Unnið var að markaðssetningu á kræklingi undir sameiginlegu vörumerki og sendar voru tilraunasendingar til erlendra markaða.
Grunnvinna, þar með talin kortagerð og upplýsingabæklingagerð, var unnin í tengslum við Vestfirði sem áfangastað fyrir fuglaskoðara.
Stutt var við þróun Handverksbúða á Þingeyri.
Framkvæmdar voru haggreiningar með því að kaupa gögn og greina þau fyrir atvinnulífið í heild sinni og fyrir sjávarútvegsklasa Vestfjarða.

 

Verkefni 2011

Haldið áfram með rannsóknir á atvinnuþróunartækifærum í gegnum námsmannasjóð og styrkir til 7 nema.
Stutt var við þróun og greiningu á uppsetningu á Listakaupstað sem miðstöð fyrir menningarstarf og handverk.
Stutt var við þátttöku verslana í evrópuverkefni um verslun í dreifðum byggðum (e. Retail in Rural Regions).
Unnið var að markaðsþróun fyrir samkynhneigða ferðamenn á Vestfjörðum í samstarfi við Pink Iceland.
Stutt var við úttekt og fýsileikakönnun fyrir Hótel uppbyggingu á S-Vestfjörðum og Þarabaða á Reykhólum.
Gerð var fýsileikakönnun vegna Rækjuverkefnis í Arnarfirði.
Eyrin frumkvöðlasetur var fjármagnað sem þróunar- og tilraunaverkefni.
Komið var að uppbyggingu, þjálfunarvinnu og greiningarvinnu í tengslum við FAB LAB á Ísafirði.
Stutt var við þátttöku í evrópuverkefninu Ren Ren sem var samstarf um orkumál á köldum svæðum auk forverkefni um Marchain sem var evrópskt sjávarútvegsverkefni.
Samstarsverkefni um nýtingu á grásleppu var klárað og markaðir fundnir í Asíu.
Stutt var við þátttöku ferðaþjónustunnar í markaðstengslanetinu EDEN sem er evrópuverkefni.
Stutt var við Vestfirska matarmenningu með þátttöku í útgáfu á matreiðslu- og menningarbókinni Boðið Vestur.
Unnið var að kynningu á Bolungarvík fyrir fjárfestingaverkefni frá erlendum aðilum og nýtingu á lausu atvinnuhúsnæði þar.
Farið var í rannsóknarverkefni varðandi hráefnismeðhöndlun og nýtingu í rækjuvinnslu til þess að auka og bæta nýtingu.
Stutt var við þróun á námsleiði varðandi frístundaveiðar.
Klasamyndun á sviði rannsóknar- og menntastofnana hélt áfram.


Verkefni 2012

Þróuð var Matarferð í Sjávarþorpinu Suðureyri og hún markaðssett fyrir innlendum og erlendum ferðamönnum.
Haldið var áfram með verkefni sem hófst 2010 varðandi þróun markaða og markaðsfærslu á kræklingi í samstarfi við kræklingaklasa Vestfjarða og fyrirtækið Íslenskur Kræklingur. Jafnframt var unnið áfram í úttektum á aðstæðum og samantekt á upplýsingum fyrir ræktun á kræklingi, ásamt áframhaldandi þróun á ræktunartækni með fyrirtækinu Vesturskel.
Stutt var við markaðsþróun fyrir skútusiglingaferðaþjónustu fyrir fyrirtækið Borea Adventures.
Haldið var áfram stuðningi við rannsóknarklasa á Vestfjörðum fyrir mennta- og rannsóknastofnanir.
Haldið áfram með rannsóknir á atvinnuþróunartækifærum í gegnum námsmannasjóð og styrki til 8 nema.
Stutt var við markaðsfærslu nýrra ferðaþjónustupakka á Vestfjörðum í gegnum verkefni á vegum ferðaskrifstofunnar Wild Westfjords.
Stutt var við þróun og hönnum á Greenland kayak framleiðslu í samsarfi við iðnaðarfyrirtæki á svæðinu.
Nokkur rannsóknarverkefni voru styrkt í tengslum við starf Sjávarútvegsklasa Vestfjarða, þar á meðal var ný tækni við blóðgun á fiski um borð í smábátum, sem leiddi af sér nýja vörulínu fyrir 3X Technology. Auk þess að farið var í rannsóknir og prófanir á nýjum leiðum til að pakka ferskum fiski fyrir framleiðslu, sem var afleiðing af vöruþróunarvinnu fyrir stórkaupendur á ferskum fiski. Jafnframt var unnið að ítarlegum greiningum um stöðu og samkeppnishæfni sjávarútvegs á Vestfjörðum, sem leiddi til frekari verkefna á sviði þróunar á flutningsmálum og þá sér í lagi sjó fraktflutninga. Sjávarútvegsklasinn tók þátt í undirbúningi varðandi nýja námsbraut, Marine Innovation, þar sem lögð voru aukin áhersla á tengsl menntunar á svæðinu við nýsköpun og sjávarauðlindina.
IPA umsóknir voru undirbúnar í samstarfi við Fjórðungssamband Vestfirðinga. Fóru frá svæðinu tvær stórar umsóknir.
Stutt var við kynningu fjárfestingakosta sem leiddi til fjárfestinga á svæðinu í atvinnurekstri.
Haldin var Atvinnuþróunar og nýsköpunarhelgi þar sem 13 frumkvöðlar tóku þátt í verkefninu.
Unnin var fýsileikakönnun fyrir gagnaver á Ísafirði sem myndi duga til að þjóna Vestfirskum markaði með möguleiki á útvíkkun á þeirri starfsemi.
Stutt var við kortlagningu og þróun safnsins Melódíur Minninganna.
Þróað var nám fyrir frístundasiglingar sem svo var sett á laggirnar.
Haldið var úti frumkvöðlasetri þar sem nokkrir frumkvöðlar nýttu sér aðstöðuna vegna verkefna sinna, þar á meðal var Kerecis.
Stutt var við undirbúningsvinnu fyrir kalkþörungaverkefni í Ísafjarðardjúpi.


Verkefni 2013

Áframhaldandi uppbygging, þjálfun og þróun þjónustuframboðs Fablab.
Vestfiðringur var verkefni þar sem handverksfólk og listafólk var hvatt og aðstoðað við að þróa afurðir sínar.
Fiskeldisráðstefna var haldin á Patreksfirði sem var fjölmennasta fiskeldiráðstefna sem haldin hefur verið á Íslandi um málið. Jafnframt voru sérfræðingar fengnir til að veita ráðgjöf varðandi uppbyggingu eldis.
Smáforritið Galdrastafir var þróað um áfangastaði fyrir ferðamenn á Ströndum.
Farið var í markaðsátak fyrir Arnarfjörð gagnvart ferðamönnum.
Gerð var fýsileikakönnun fyrir alþjóðlegan skútu- og siglingaskóla á Ísafirði.
Farið var í greiningarvinnu sem snéri að skipulagi og sjóvörnum.
Námsmannaúthlutanir héldu áfram og það verkefni stækkað með samstarfi við Sóknaráætlun Vestfjarða 2013.
Haldin var Nýsköpunarkeppni Vestfjarða og það verkefni stækkað með samstarfi við Sóknaráætlun Vestfjarða 2013.
Stutt var við þróun á vatnshreinsibúnaði í fiskiðnaði.
Menningartengd ferðaþjónusta í tengslum við Þuríði Sundafylli í Bolungarvík var þróuð.
Nýir afþreyingarpakkar voru þróaðir sem urðu að hornsteini við stofnun ferðaskrifstofu á Patreksfirði, Westfjords Adventures.

 

 Verkefnalisti VaxVest 2006 - 2013