| | |

Veisla að Vestan

Veisla að Vestan er þróunarverkefni í matartengdri ferðaþjónustu sem Atvest hefur unnið að ásamt góðum hópi fólks úr ýmsum atvinnugreinum. Tilgangur Veisla að Vestan er að auka sýnileika og gæðaímynd vestfiskra matvæla. Tilgangur samstarfsins er einnig að efla samstarf fyrirtækja á Vestfjörðum, matvælaframleiðenda, veitingahúsa, verslana og ferðaþjónustufyrirtækja og hvetja þau til frekari vöruþróunar og framleiðslu á vörum og þjónustu sem byggja á vestfirsku hráefni.

Hér eru öflug sjávarútvegsfyrirtæki og veiðar og vinnsla á sjávarafurðum, landbúnaðarframleiðsla og öflun matartengdra hlunninda hafa löngum verið undirstöðuatvinnugreinar hér á Vestfjörðum. Vestfirðingar búa yfir mikilli þekkingdu á sviði matvælaframleiðslu og hafa fulla ástæðu og burði til að hasla sér enn frekari völl á þessu sviði.

Með samvinnu þeirra fyrirtækja og einstaklinga sem vinna með vestfirskt hráefni má sameinast um ákveðin verkefni eins og vöruþróun, uppsetningu og samnýtingu á framleiðslutækjum, markaðsrannsóknir, sameiginlega markaðssetningu á vörumerki og skipulagða dreifingu svo dæmi séu nefnd.

Hafir þú áhuga á að kynna þér verkefnið frekar hafðu þá endilega samband við Viktoríu Rán Ólafsdóttur, verkefnastjóra með aðsetur á Hólmavík, viktoria@atvest.is, Sími: 451-0077