| |

Vaxtasamningur Vestfjarða

Vaxtarsamningur Vestfjarða er samstarfsverkefni Iðnaðarráðuneytisins og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða um uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Unnið er samkvæmt kenningum um fyrirtækjaklasa með samvinnu fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga um eflingu atvinnulífs og bætt umhverfi fyrir atvinnustarfsemi. Lögð er áhersla á þær atvinnugreinar sem eru nú þegar sterkar á Vestfjörðum og styðja þær enn frekar til að takast á við alþjóðlega samkeppni.

Framtíðarsýn

Fyrir árið 2020 verði íbúatala Vestfjarða um 8300, í fjölskylduvænu og sjálfbæru samfélagi sem verður eftirsótt vegna góðrar þjónustu, möguleika til menntunar og nýtingu frítíma, sem byggist á fjölbreyttu, og samkeppnishæfu atvinnulífi.