| |

Um Vaxtarsamning Vestfjarða

Markmið

Markmið samningsins er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og auka hagvöxt með virku samstarfi fyrirtækja, háskóla, sveitarféalga og ríkisins.   Leiðir að þessu markmiði skulu m.a. vera.:  

  1. Efla samstarf fyrirtækja, háskóla og opinberra stofnana um þróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins.
  2. Þróa áfram og efla klasasamstarf vaxtargreina svæðisins og efla svæðisbundna sérþekkingu á vel skilgreindum styrkleikasviðum.
  3. Fjölga samkeppnishæfum fyrirtækjum og störfum og efla framboð á vörum og þjónustu.
  4. Stuðla að útflutningi vöru og þjónustu og gjaldeyrisskapandi starfsemi.
  5. Nýta möguleika sem skapast með aðild að alþjóðlegum verkefnum.
  6. Laða að alþjóðlega fjárfestingu og þekkingu.

Stjórn

Arna Lára Jónsdóttir - formaður, Aðalsteinn Óskarsson, Sigurður Viggósson, Matthildur Helga- og Jónudóttir og Jenný Jensdóttir.

Sérstakar áherslur

Áhersla lögð á uppbyggingu klasa og framgang rannsókna og þróunar á eftirfarandi sviðum:

Sjávarútvegur: Klasasamstarf á sviði sjávarútvegs á Vestfjörðum hefur byggst á svæðisbundnum styrkleikum, þekking og reynslu innan svæðisins. Aukið samstarf rannsóknastofnana, fræðastofnana, háskóla og  opinberra aðila á að leiða af sér miðstöð sérhæfðra rannsókna og sérhæfða þekkingu á sjávarútvegssviði. Kjarninn í verkefnavali mun byggjast á þessum svæðisbundna styrkleika.

Klasasamstarfið á leiða af sér aukin viðskiptatækifæri, og hagnýtar rannsóknar – og þróunarniðurstöður sem auka samkeppnishæfni iðnaðarins og ímynd þess sem hágæða matvælaiðnaðar.   Menningartengd ferðaþjónusta: Markmiðið er að byggja upp heildstæðan ferðaþjónustuklasa með áframhaldandi áherslu á menningartengd klasaverkefni.

Aukið samstarf atvinnulífsins, stofnana, samtaka á sviði menninga og áhugafólks er lykillinn að árangri. Kjarninn í verkefnavali mun byggjast á þeirri menningu- og sögu sem svæðið býr yfir, sem eykur um leið menningarvitund og þekkingu íbúa og ferðamanna. Klasasamstarfið á að leiða af sér aukin viðskiptatækifæri og hagnýtar rannsóknar- og þróunarniðurstöður sem eykur samkeppnishæfni iðnaðarins og ímynd svæðisins sem áfangastað ferðamanna. Gætt verður samræmis við sóknaráætlanavinnu landshluta og byggðaáætlunar við starf Vaxtarsamnings Vestfjarða og verkefnaval.

Vaxtarsamningur Vestfjarðar styrkir ekki stofnfjárfestingar né fjárfestingu í eignum og tækjum. Jafnframt eru ekki veittir rekstrarstyrkir. Fjárfestingar og rekstur er ekki metið sem mótframlag í þróunarverkefni. Fyrir aðrar sértækar áherslur er vísað í auglýsingar um styrki.