| |

Umsókn um styrk

Fjórðungssamband Vestfjarða
Fjórðungssamband Vestfjarða
1 af 3

Fjármagn í þróunarverkefni – Vaxtarsamningur Vestfjarða 2014

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða auglýsir eftir nýsköpunarverkefnum og verkefnum sem auka samkeppnishæfni atvinnulífsins á Vestfjörðum.

Stutt verður eftirfaraandi tegund verkefna:
1. Verkefni sem fela í sér samstarf fyrirtækja og rannsóknaraðila þ.m.t. háskólastofnana.
2. Stofnun nýrra fyrirtækja sem byggja á nýsköpun. Með nýsköpun er átt við nýjar vörur, nýtt þjónustuframboð fyrir vel skilgreinda markaði eða endurbætur á framleiðslu- og þjónustuferlum. Gætt verður sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum og ekki verður stutt við verkefni sem eru í svæðisbundinni samkeppni.
3. Vöruþróun starfarfandi fyrirtækja sem byggja á samstarfi eins og lýst er í lið 1.

Við forgangsröðun og mat verkefna verður horft til eftirfarandi áherslna og að verkefnin takið mið af einu eða fleirum af neðangreindum þáttum;

1. Auka útflutningstekjur eða eru gjaldeyrisskapandi.
2. Eru á sviði líftækni.
3. Skapa viðskiptatækifæri og verðmæti á sviði skapandi greina .
4. Skapa störf fyrir háskólamenntaðar konur.
5. Styðji við samkeppnishæfni sjávarútvegs
6. Byggi upp afþreyingarfyrirtæki sem hafi tilvísun í menningararf og menningu svæðisins.

Nánari upplýsingar og ráðgjöf varðandi uppsetningu verkefna veita starfsmenn Atvest á starfsstöðvum félagsins á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði. Umsóknarfrestur er til og með 21. Nóvember og óskast sent rafrænt á umsokn@atvest.is.

Umsóknareyðublað er að finna hér.

Styrkir geta numið 50% af heildarverkefnakostnaði.


Til upplýsingar er bent á umfjöllun um eldri verkefni hér á síðunni.

Verkefnið er hluti af Sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árið 2014.