| | |

Merkið

 • Merkinu er ætlað að vera gæðastimpill fyrir vestfirsk matvæli sem og þá aðila sem bjóða upp á vestfirsk matvæli.
 • Merkið er notað til að vekja athygli á Vestfirskum matvælum og þeim aðilum sem bjóða upp á vestfirsk matvæli.
 • Merkið geta þeir einir notað sem starfa samkvæmt lögum um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.

Hverjir mega nota merkið?

Framleiðendur

 • Afurðir skulu upprunnar, framleiddar eða verkaðar á Vestfjörðum og unnar við bestu aðstæður samkvæmt lögum og reglum.
 • Framleiðsluhúsnæðið skal staðsett á Vestfjörðum og samþykkt, með gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
 • Varan skal annaðhvort endurspegla það að verið er að endurvekja þjóðlega vestfirska hefð í matargerð eða að endurspegla vöruþróun sem hefur  skírskotun til svæðisins og upprunans.

Framreiðendur

 •  Framreiðendur sem nota merkið skulu vera með gilt starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða.
 • Vara skal vera sérmerkt og gert hátt undir höfði á matseðlum veitingahúsa.
 • Einungis skulu afurðir löglegra framleiðenda merkt merkinu á matseðlum. 
 • Enginn sjoppumatur, svo sem hamborgarar, pízzur og pylsur skulu merktar merkinu.
 • Upplýsingar um hráefni / rekjanleiki skulu liggja fyrir til að framfylgja eftirliti gæðamála.

Verslanir

 • Til að gæta samræmis við merkingar skulu verslanir sérmerkja vörur með þar til gerðum skiltum, borðum og öðru markaðsefni sem er staðlað og félagið hefur samþykkt. 
 • Vörunum skal gert tilhlýðilega hátt undir höfði við framstillingu í verslunum.