| | |

Fyrirkomulag

Hverjir geta verið með

 • Allir geta verið þátttakendur í verkefninu sem starfa að vestfirskum matvælum eða hafa hug á slíku.
 • Allir þátttakendur bera ábyrgð á að tilkynna frávik og galla sem varða gæði vörunnar og/eða misnotkunar á gæðamerki verkefnisins. Félögum er þannig treyst til að líta hver með öðrum.
 • Skrá þarf hverja nýja vöru til félagsins, sem fyrirtæki hyggst merkja með merki Veislu að Vestan.

Skráning félagsmanna og réttur

 • Skráning félagsmanna fer fram hjá verkefnastjóra verkefninsins, hægt er að senda beiðni um skráningu á viktoria@atvest.is .
 • Árgjald innifelur eftirfarandi
  • 1 atkvæði á aðalfundi
  • Merkið og leyfi til notkunar á því uppfylli umsækjandi lög um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla.
  • Startpakki með kynningarefni félagsins, límmiðar, spjöld og þ.h.
  • Forgang á sýningar og viðburði sem félagið stendur að.