| | |

Um Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

Tilgangur félagsins er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum og að styrkja forsendur byggðar með því að bæta jarðveg viðskipta til framtíðar 

Félagið býður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum fjölbreytta þjónustu á sviði viðskiptaráðgjafar og rannsókna.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða...

  • Tekur þátt í og er leiðandi við mótun atvinnustefnu á Vestfjörðum.
  • Hefur frumkvæði í leit að sóknarfærum í atvinnulífinu.
  • Stendur fyrir sérstökum rannsóknar- og þróunarverkefnum, sem stuðla að þróun atvinnutækifæra.
  • Aðstoðar fyrirtæki, einstaklinga, sveitarfélög, félagasamtök og stofnanir við að kanna nýjungar í atvinnurekstri.
  • Veitir fyrirtækjum og einstaklingum almenna viðskiptaráðgjöf svo sem ráðgjöf varðandi vöruþróun, fjármögnun, markaðssetningu og rekstur.
  • Hefur frumkvæði að samvinnu við aðila í atvinnulífinu og eflir samstarf milli þeirra.
  • Er tengiliður milli tækni- og þjónustustofnana atvinnulífsins og þeirra sem eru í atvinnurekstri eða starfa að atvinnumálum.
  • Miðlar upplýsingum um tækni, rekstur og fjármögnunarmöguleika og aðstoðar við gerð umsókna og lána.
  • Stendur fyrir uppbyggingu fagþekkingar og stjórnunarkunnáttu með námskeiðahaldi og annarri fræðslustarfsemi.

Þjónusta félagsins er öllum opin endurgjaldslaust að ákveðnu marki.