| | |

Hlutverk Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Hlutverk 
„Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða aðstoðar og leiðbeinir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í hugmyndavinnu, nýsköpun og atvinnuþróun og beinir hugmyndum þeirra og verkefnum í viðeigandi farveg innan þeirrar virðiskeðju sem félagið og hagsmunaaðilar þess starfa innan“ 

Framtíðarsýn
“Eitt, stórt og öflugt atvinnuþróunar- og þekkingarfélag á Vestfjörðum” 

Við sjáum Atvest fyrir okkur innan 10 ára sem:

  • Alhliða ráðgjafaaðili við öll þróunarviðfangsefni fyrirtækja, frumkvöðla, stofnana og sveitarfélaga. Starfsmannafjöldi 15-20. Aukin fjárráð og bragur Atvest meira eins og hjá fyrirtæki. Mun víðara starfssvið þar sem þekking og reynsla félagins leiði af sér meiri tiltrú á skoðunum og verkefnum félagsins. Aukin tengsl við stjórnsýslu, háskólaumhverfið og grasrótina. 
  • Með fulltrúa í alþjóðlegu samstarfi, starfsemin deildaskipt með skýra sérhæfingu deilda. atvest reki eins konar “greiningarstofu” sem framkvæmir haglýsingar á Vestfjörðum í samstarfi við erlenda aðila, vinnur lengra og dýpra með fyrirtækjum, á fulltrúa í stjórnum þeirra og hefur skýrari faglega rödd. Félagið verði með leiðandi áhættufjárfestingasjóð á landvísu. Fjárfestingar leiða til viðurkenningar vestfirskra fyrirtækja erlendis. 

Hvernig næst þessi framtíðarsýn? 

  • Með auknu samstarfi við sveitastjórnir og milli sveitastjórna á Vestfjörðum.
  • Með stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda um framtíð Vestfjarða sem atvinnu- og þekkingarsamfélags.