| | |

Um Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

Tilgangur félagsins er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum og að styrkja forsendur byggðar með því að bæta jarðveg viðskipta til framtíðar 

Félagið býður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum fjölbreytta þjónustu á sviði viðskiptaráðgjafar og rannsókna.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða...

 • Tekur þátt í og er leiðandi við mótun atvinnustefnu á Vestfjörðum.
 • Hefur frumkvæði í leit að sóknarfærum í atvinnulífinu.
 • Stendur fyrir sérstökum rannsóknar- og þróunarverkefnum, sem stuðla að þróun atvinnutækifæra.
 • Aðstoðar fyrirtæki, einstaklinga, sveitarfélög, félagasamtök og stofnanir við að kanna nýjungar í atvinnurekstri.
 • Veitir fyrirtækjum og einstaklingum almenna viðskiptaráðgjöf svo sem ráðgjöf varðandi vöruþróun, fjármögnun, markaðssetningu og rekstur.
 • Hefur frumkvæði að samvinnu við aðila í atvinnulífinu og eflir samstarf milli þeirra.
 • Er tengiliður milli tækni- og þjónustustofnana atvinnulífsins og þeirra sem eru í atvinnurekstri eða starfa að atvinnumálum.
 • Miðlar upplýsingum um tækni, rekstur og fjármögnunarmöguleika og aðstoðar við gerð umsókna og lána.
 • Stendur fyrir uppbyggingu fagþekkingar og stjórnunarkunnáttu með námskeiðahaldi og annarri fræðslustarfsemi.

Þjónusta félagsins er öllum opin endurgjaldslaust að ákveðnu marki.


Stofnun Atvinnuþróunarfélags á Vestfjörðum - Grein Guðrúnar Stellu Gissurardóttir

Eftirfarandi grein eftir Guðrúni Stellu Gissurardóttir birtist í blaðinu Bæjarins Besta þann 20.október 2015 (http://bb.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=104219)

 

Stofnun Atvinnuþróunarfélags á Vestfjörðum

Aðdragandi þess að hópur kvenna gekkst fyrir því að Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf var stofnað má rekja til átaksverkefnis sem hópur kvenna á Vestfjörðum stóð fyrir.


Hlutverk Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Hlutverk 
„Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða aðstoðar og leiðbeinir einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum í hugmyndavinnu, nýsköpun og atvinnuþróun og beinir hugmyndum þeirra og verkefnum í viðeigandi farveg innan þeirrar virðiskeðju sem félagið og hagsmunaaðilar þess starfa innan“ 

Framtíðarsýn
“Eitt, stórt og öflugt atvinnuþróunar- og þekkingarfélag á Vestfjörðum” 

Við sjáum Atvest fyrir okkur innan 10 ára sem:

 • Alhliða ráðgjafaaðili við öll þróunarviðfangsefni fyrirtækja, frumkvöðla, stofnana og sveitarfélaga. Starfsmannafjöldi 15-20. Aukin fjárráð og bragur Atvest meira eins og hjá fyrirtæki. Mun víðara starfssvið þar sem þekking og reynsla félagins leiði af sér meiri tiltrú á skoðunum og verkefnum félagsins. Aukin tengsl við stjórnsýslu, háskólaumhverfið og grasrótina. 
 • Með fulltrúa í alþjóðlegu samstarfi, starfsemin deildaskipt með skýra sérhæfingu deilda. atvest reki eins konar “greiningarstofu” sem framkvæmir haglýsingar á Vestfjörðum í samstarfi við erlenda aðila, vinnur lengra og dýpra með fyrirtækjum, á fulltrúa í stjórnum þeirra og hefur skýrari faglega rödd. Félagið verði með leiðandi áhættufjárfestingasjóð á landvísu. Fjárfestingar leiða til viðurkenningar vestfirskra fyrirtækja erlendis. 

Hvernig næst þessi framtíðarsýn? 

 • Með auknu samstarfi við sveitastjórnir og milli sveitastjórna á Vestfjörðum.
 • Með stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda um framtíð Vestfjarða sem atvinnu- og þekkingarsamfélags.