| | |

Við Pollinn Ísafirði

Silfurtorgi 2. S:456-3360 

Heimasíða: www.vidpollinn.is

Netfang: vidpollinn@vidpollinn.is

Strax í byrjun sumars fara Ísfirðingar að hlakka til að fá nýveiddan lundann úr eynni Vigur í Ísafjarðardjúpi. Veitingamennirnir Við Pollinn á Ísafirði eru að sjálfsögðu í þessum hópi, enda eru lundabringurnar með vinsælli réttum á matseðlinum. Þá hafa innlendir sem og erlendir ferðamenn dásamað ísfirska saltfiskinn, spenntir smakkað á hrefnukjötinu sem hefur verið borið fram hrátt og gert nýjum silungi góð skil. Vilji fólk gera einstaklega vel við sig er síðan hægt að láta fara með sig í þriggja rétta óvissuferð þar sem kokkarnir setja saman matseðil úr ferskasta hráefni dagsins.