| | |

Malarkaffi Drangsnesi

Grundargötu 17. S:451-3238 

Heimasíða: www.malarhorn.is

Netfang: malarhorn@malarhorn.is

Á pallinum á Malarkaffi er útsýnið frábært yfir Steingrímsfjörðinn, yfir Grímsey og Húnaflóann. Burðarásinn í ferðaþjónustunni á Drangsnesi eru hjónin Ásbjörn og Valgerður, sem meðfram gistihúsarekstri og því að bjóða upp á bátsferðir út í Grímsey, bjóða gesti velkomna á Malarkaffi.

Fiskurinn er ferskur og veiddur af þorpsbúunum og lambakjötið frá Strandalambi. Áhugaverðust er þó grásleppan sem í boði er, nú eða signi fiskurinn sem borinn er fram með selspiki að hætti heimamanna. Selspikið, grásleppan og signi fiskurinn eru að sjálfsögðu framleidd á staðnum eftir gömlum hefðum og tilheyrandi list.