| | |

Kaffi Norðurfjörður

Norðurfirði. S: 692-6096

Heimasíða: www.nordurfjordur.is

Netfang: kaffi@nordurfjordur.is

Kaffi Norðurfjörður er starfandi kaffi- og veitingahús í Norðurfirði, Árneshreppi. Kaffihúsið hefur verið starfrækt frá árinu 2008 yfir sumarmánuðina og er nú opinn frá júníbyrjun til ágústloka.  Megin áherslur Kaffi Norðurfjarðar eru matur og matargerð úr héraði og “fair trade” verslun við bændur. Lambakjöt er keypt beint frá bónda og fiskurinn úr Norðurfirði.  Kaffið er meira að segja keypt frá býli í Kólumbíu með aðeins einn millilið, Kaffismiðju Íslands.   Brauð, kökur og annað gómsæti er að sjálfsögðu bakað á staðunum ásamt því að kjötmeti og aðrir réttir eru ryddaðir m.a. með jurtum og grösum úr nærliggjandi umhverfi.  Svo er aldrei að vita nema búið sé að sulta frægu púrtvíns-rabbarbarasultuna sem þið getið svo tekið með ykkur heim, nú eða rekaviðarreykja nokkur lambalæri.