| | |

Hótel Núpur

Dýrafirði. S:456-8235 

Heimasíða: www.hotelnupur.is

Netfang: info@hotelnupur.is

Í gamla héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði er nú rekið huggulegt hótel og veitingastaður. Á veitingastaðnum er lögð sérstök áhersla á að matseðillinn endurspegli umhverfið og að flest sem í boði er, sé lagað úr dýrfirsku hráefni. Fiskurinn er veiddur í firðinum og hótelstjórinn velur sjálfur lambakjötið frá bæjum í nágrenninu. Þá er kæfa hússins að sjálfsögðu framleidd á staðnum og gómsætar sultur eru soðnar úr berjum tíndum í vestfirskum fjallshlíðum. Á Núpi geta nýjungagjarnir einnig fengið eitthvað fyrir sinn smekk, en hálf landsframleiðsla Íslands af kiðlingakjöti var keypt til veitingastaðarins síðasta haust.