| | |

Hótel Laugarhóll

Bjarnarfirði. S: 451-3380

Heimasíða: www.laugarholl.is

Netfang: laugarholl@laugarholl.is

Hótel Laugarhóll er heimilislegt sveitahótel á Ströndum. Á hótelinu er vinalegt kaffihús og veitingastaður þar sem áhersla er lögð á hráefni af svæðinu. Fiskurinn kemur ferskur frá Drangsnesi, lambakjötið kemur frá Strandalambi, berin koma úr nærliggjandi hlíðum, kartöflurnar eru heimaræktaðar og rabbabarinn er úr hótelgarðinum.

Hér er góð gistiaðstaða fyrir 32 gesti í 16 tveggja manna herbergjum, svefnpokapláss fyrir allt að 20 manns, og veitingastaður í notalegum borðsal.

Hótel Laugarhóll hentar einstaklega vel til funda- og ráðstefnuhalds eða annars konar samkomuhalds.  Við hótelið er ylvolg 25 metra sundlaug og náttúrulegur heitur pottur.