| | |

Hótel Flókalundur

Vatnsfirði. S:456-2011 

Heimasíða: www.flokalundur.is

Netfang: flokalundur@flokalundur.is

Þegar besta hráefnið fæst nánast við húshornið er eðlilegt að bjóða gestum og gangandi að smakka á því besta sem Vestfirðir hafa að bjóða. Í Flókalundi er hótel og veitingastaður þar sem lögð er sérstök áhersla á að bjóða upp á ferskan fisk úr nágrenninu og villibráð úr héraði. Svo má ekki gleyma því að í nágrenni Flókalundar er á haustin einkar mikil berjaspretta. Ef Hrafna-Flóki væri enn uppi myndi hann að öllum líkindum koma við á kunnuglegum slóðum, ganga upp á næsta fjall og skima eftir hafís, og smakka í lok dags þjóðlega matinn í Flókalundi.