| | |

Hótel Djúpavík

Árneshreppi. S:451-4037 

Heimasíða: www.djupavik.com

Netfang: djupavik@djupavik.com

Í skjólgóðri vík á Ströndum lúrir Hótel Djúpavík í friðsælu og afskekktu umhverfi. Réttirnir sem eru í boði á hótelinu eru flestir eldaðir úr hráefni úr næsta nágrenni. Má þar nefna villijurtakryddað lambalæri frá bændum í sveitinni, sultur, skyr og ostakökur úr berjum tíndum við víkina, krækling sem er tíndur beint af bryggjustaurunum við hótelið og fisk úr firðinum.

Þeir gestir sem veiða sjálfir fisk í nágrenninu geta jafnvel fengið hann matreiddan ofan í sig af matreiðslumönnum hótelsins. Á Hótel Djúpavík geta gestir dvalið í góðri sátt við náttúruna; sérstök umhverfisstefna hefur verið mótuð á hótelinu þar sem lögð er áhersla á að taka ávalt tillit til náttúrunnar.