| | |

Heydalur

Mjóifjörður, Ísafjarðardjúp. S:456-4824 

Heimasíða: www.heydalur.is

Netfang: heydalur@heydalur.is

Heydalur er ævintýradalur í öllum skilningi þess orðs. Í Heydal er hægt að róa kajak eða fara á hestbak, veiða silung í vötnum og ám, skoða fugla og plöntur. Áður en lagst er til hvílu í fjósinu (engar áhyggur; það er búið að gera það upp sem nokkur svefnherbergi með baði) er tilvalið að láta þreytuna líða úr sér í heitu náttúrulegu baðlauginni í dalnum.

Veitingastaðurinn er í gömlu hlöðunni. Á matseðlinum er fjölbreytt úrval góðgætis úr hráefni úr héraði. Víða um dalinn, bæði utan húss og innan, er grænmetisrækt. Ræktaðar eru margar tegundir af salati, krydd, gulrætur, blómkál, spergilkál og rabarbari. Þá eru á matseðlinum réttir úr bláberjum, einiberjum og sveppum úr dalnum.

Kjötið og fiskurinn er úr heimabyggð. Þannig er laxinn og silungurinn úr ánni sem liðast niður dalinn, fiskurinn kemur utanaf Ísafirði, lundinn úr Vigur og lambakjötið frá Strandalambi. Brauð er að stórum hluta heimabakað sem og allar kökur.