| | |

Gamla gistihúsið Ísafirði

Á Gamla gistihúsinu er morgunmaturinn mikilvægasta máltíð dagsins. Gestir hafa aðgang að eldunaraðstöðu allan sólarhringinn, en morgunmaturinn skipar samt alltaf heiðurssess.

Í bland við hefðbundinn morgunmat eins og morgunkorn, kaffi og súrmjólk er kostur úr héraði. Þannig er brauðið nýbakað úr Gamla Bakaríinu (og já, Ísfirðingar virðast ekki geta fundið upp frumlegri nöfn á fyrirtækin sín en gamla þetta og gamla hitt!) og sulturnar allar úr nálægum dölum og skriðum.

Spaðaásinn er þó án vafa þorsklifrin sem mælt er með að sett sé ofan á rúgbrauðssneið og pipar á hnífsoddi stráð yfir. Þetta er, svo notuð séu orð gestgjafans Ingu, „algjört sælgæti“.