| | |

Café Riis Hólmavík

Hafnarbraut 19. S:451-3567 

Heimasíða: www.caferiis.is

Í hjarta Hólmavíkur stendur Riis-húsið þar sem veitingastaðurinn Kaffi Riis hefur verið rekinn undanfarin ár. Húsið er það elsta í þorpinu, byggt árið 1897 og það er því sjálfgefið að þar sé boðið upp á þjóðlega rétti beint úr héraði; lambakjöt, lunda með bláberjasósu, rækjurétti, pönnusteikta bleikju og bláberjaostaköku í eftirmat. Langi gesti til að kynnast framandi eldamennsku má einnig finna á matseðlinum rétti sem sækja meðal annars innblástur frá Mexíkó, Ítalíu og Asíu. Það er því, svo við notumst við mestu klisju ferðabransans, eitthvað fyrir alla á Kaffi Riis.