| | |

Strandalamb

Húsavík, 510 Hólmavík

S:451-3393

Heimasíða:www.strandalamb.is

Netfang:husavik@simnet.is

Í Húsavík á Ströndum, rétt fyrir utan Hólmavík, er stundaður fjárbúskapur. Fé sem gengur á Ströndum er af mörgum talið einkar bragðmikið og gott enda bithagar mjög góðir. Í Húsavík er hægt að kaupa skrokka í heilu eða minni bitum, sem og hangikjöt.

Flaggskipið er þó Lostalengjurnar sem framleiddar eru í Húsavík. Lostalengjur eru unnar úr hryggvöðvum af ám af Ströndum. Lengjurnar eru látnar liggja í kryddlegi meðal annars úr aðalbláberjum, en aðalbláber eru mjög heilnæm og innihalda mikið magn andoxunarefna. Eftir maríneringu eru þær reyktar og eftir þurrkun eru þær tilbúnar. Lostalengjur eru sérlega góðar í forrétti og smárétti.