| | |

Reykskemman Stað Reykhólasveit

Stað S:893-1389

Netfang: stadur@simnet.is

Í torfhúsum á Stað, húsum sem endurbyggð voru nýlega á grunni gamalla torfhúsa, er lítið fyrirtæki, Reykskemman. Í skemmunni er framleitt hangikjöt og reyktur rauðmagi. Allt hráefni er úr heimabyggð og á vel við enda hafa Breiðfirðingar langa hefð af matargerð og -áti.

Framleiðsluaðferðunum má kannski lýsa sem daðri nútímans við gamlar hefðir og verklag. Reykti rauðmaginn er sjaldan á borðum Íslendinga og nú er hægt að ráða bót á því. Hópar og fjölskyldur á leið hjá geta kíkt við, keypt nokkra pakka til að taka með heim og jafnvel fengið að skoða framleiðsluna og kynnast aðferðunum.