| | |

Fiskvinnslan Drangur Drangsnesi

Aðalbraut 30 S:451-3239

Heimasíða: www.drangur.is

Netfang: drangur@snerpa.is

Á hinni árlegu Bryggjuhátíð, sem haldin hefur verið á Drangsnesi í rúman áratug, er lögð sérstök áhersla á að njóta þess sem sjórinn gefur og leyfa gestum að kynnast nýjungum eða rifja upp kynnin við gleymt lostæti. Fiskvinnslan Drangur hefur stutt við hátíðina með ýmsum hætti en hjá fiskvinnslunni eru mestmegnis unnar afurðir úr bolfiski. Hinn hefðbundni flatti saltfiskur auk léttsaltaðra þorskflaka eiga alltaf upp á pallborðið matgæðingum auk ýsunnar góðu. Þá hefur Drangur verið einn stærsti verkandi grásleppuhrogna á Íslandi og má raunar rekja upphafið á nýtingu þeirra til Drangsness.