| | |

Fiskverkun EG Flateyri

Flateyrarodda. S. 456-7671 

Heimasíða: www.blossi.net 

Netfang: gp@snerpa.is

Það er indælt á sumrin við Önundarfjörð, þegar aftansól gullroða sveipar um jörð. Löng hefð er fyrir fiskverkun í Önundarfirði og hjá Fiskverkun EG á Flateyri er hjallþurrkaður harðfiskur verkaður eftir aldagamalli vestfirskri hefð. Þetta litla fjölskyldufyrirtæki framleiðir einnig ferskan og frosin fisk og svo getur þjóðlega týpan fengið kæsta skötu fyrir skötuveisluna.

Eigendur fiskverkunarinnar vilja auðvitað að sem flestir kynnist handbragði vestfirskra sjómanna sem og óumdeilanlegum gæðum íslenska fisksins. Því er boðið upp á sjóstangveiðiferðir á Blossa ÍS fyrir þá sem vilja veiða sér sjálfir í soðið, nú, eða á grillið ef vel viðrar.