| | |

Byggðasafn Vestfjarða Ísafirði

Turnhús S.896-3291

Heimasíða: www.nedsti.is

Netfang: jon@isafjordur.is

Eyrin í Skutulsfirði, þar sem Ísafjörður stendur, byggðist upp í kringum saltfisksverkun. Eyrin þver og endilöng var notuð til að þurrka þorsk sem fluttur var út. Á Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað er fiskur flattur og þurrkaður upp á gamla mátann. Þegar þurrt er í veðri er fiskinum dreift á hnullunga í kringum húsin og hann svo tekinn inn að kvöldi. Sólþurrkaður fiskurinn er seldur í kílóapakkningum gestum og gangandi.

Nokkrum sinnum á sumri eru haldnar Saltfisksveislur, þar sem listakokkar bæjarins, annaðhvort meðal fagmanna eða áhugamanna, elda saltfisk á ýmsa vegu. Sérstök saltfiskshljómsveit leikur íslensk og suður-evrópsk lög, sem á vel við, enda Suður-Evrópa mikilvægur kaupandi fisksins í gegnum tíðina.