| | |

Byggðasafn Vestfjarða Ísafirði

Turnhús S.896-3291

Heimasíða: www.nedsti.is

Netfang: jon@isafjordur.is

Eyrin í Skutulsfirði, þar sem Ísafjörður stendur, byggðist upp í kringum saltfisksverkun. Eyrin þver og endilöng var notuð til að þurrka þorsk sem fluttur var út. Á Byggðasafni Vestfjarða í Neðstakaupstað er fiskur flattur og þurrkaður upp á gamla mátann. Þegar þurrt er í veðri er fiskinum dreift á hnullunga í kringum húsin og hann svo tekinn inn að kvöldi. Sólþurrkaður fiskurinn er seldur í kílóapakkningum gestum og gangandi.

Nokkrum sinnum á sumri eru haldnar Saltfisksveislur, þar sem listakokkar bæjarins, annaðhvort meðal fagmanna eða áhugamanna, elda saltfisk á ýmsa vegu. Sérstök saltfiskshljómsveit leikur íslensk og suður-evrópsk lög, sem á vel við, enda Suður-Evrópa mikilvægur kaupandi fisksins í gegnum tíðina.


Fiskverkun EG Flateyri

Flateyrarodda. S. 456-7671 

Heimasíða: www.blossi.net 

Netfang: gp@snerpa.is

Það er indælt á sumrin við Önundarfjörð, þegar aftansól gullroða sveipar um jörð. Löng hefð er fyrir fiskverkun í Önundarfirði og hjá Fiskverkun EG á Flateyri er hjallþurrkaður harðfiskur verkaður eftir aldagamalli vestfirskri hefð. Þetta litla fjölskyldufyrirtæki framleiðir einnig ferskan og frosin fisk og svo getur þjóðlega týpan fengið kæsta skötu fyrir skötuveisluna.

Eigendur fiskverkunarinnar vilja auðvitað að sem flestir kynnist handbragði vestfirskra sjómanna sem og óumdeilanlegum gæðum íslenska fisksins. Því er boðið upp á sjóstangveiðiferðir á Blossa ÍS fyrir þá sem vilja veiða sér sjálfir í soðið, nú, eða á grillið ef vel viðrar.


Fiskvinnslan Drangur Drangsnesi

Aðalbraut 30 S:451-3239

Heimasíða: www.drangur.is

Netfang: drangur@snerpa.is

Á hinni árlegu Bryggjuhátíð, sem haldin hefur verið á Drangsnesi í rúman áratug, er lögð sérstök áhersla á að njóta þess sem sjórinn gefur og leyfa gestum að kynnast nýjungum eða rifja upp kynnin við gleymt lostæti. Fiskvinnslan Drangur hefur stutt við hátíðina með ýmsum hætti en hjá fiskvinnslunni eru mestmegnis unnar afurðir úr bolfiski. Hinn hefðbundni flatti saltfiskur auk léttsaltaðra þorskflaka eiga alltaf upp á pallborðið matgæðingum auk ýsunnar góðu. Þá hefur Drangur verið einn stærsti verkandi grásleppuhrogna á Íslandi og má raunar rekja upphafið á nýtingu þeirra til Drangsness.


Harður Patreksfirði

Aðalstræti 129

S:897-2427

Netfang: gretargud@simnet.is

Hjallþurrkaður harðfiskur, reyktur rauðmagi og sigin grásleppa.


Oddi hf Patreksfirði

Eyrargata 1

S: 450-2108

Heimasíða: www.oddihf.is

Netfang:skjoldur@oddi.is

Fiskvinnsla sem vinnur ýsu, steinbít og þorsk af Vestfjarðamiðum.


Reykskemman Stað Reykhólasveit

Stað S:893-1389

Netfang: stadur@simnet.is

Í torfhúsum á Stað, húsum sem endurbyggð voru nýlega á grunni gamalla torfhúsa, er lítið fyrirtæki, Reykskemman. Í skemmunni er framleitt hangikjöt og reyktur rauðmagi. Allt hráefni er úr heimabyggð og á vel við enda hafa Breiðfirðingar langa hefð af matargerð og -áti.

Framleiðsluaðferðunum má kannski lýsa sem daðri nútímans við gamlar hefðir og verklag. Reykti rauðmaginn er sjaldan á borðum Íslendinga og nú er hægt að ráða bót á því. Hópar og fjölskyldur á leið hjá geta kíkt við, keypt nokkra pakka til að taka með heim og jafnvel fengið að skoða framleiðsluna og kynnast aðferðunum.


Strandalamb

Húsavík, 510 Hólmavík

S:451-3393

Heimasíða:www.strandalamb.is

Netfang:husavik@simnet.is

Í Húsavík á Ströndum, rétt fyrir utan Hólmavík, er stundaður fjárbúskapur. Fé sem gengur á Ströndum er af mörgum talið einkar bragðmikið og gott enda bithagar mjög góðir. Í Húsavík er hægt að kaupa skrokka í heilu eða minni bitum, sem og hangikjöt.

Flaggskipið er þó Lostalengjurnar sem framleiddar eru í Húsavík. Lostalengjur eru unnar úr hryggvöðvum af ám af Ströndum. Lengjurnar eru látnar liggja í kryddlegi meðal annars úr aðalbláberjum, en aðalbláber eru mjög heilnæm og innihalda mikið magn andoxunarefna. Eftir maríneringu eru þær reyktar og eftir þurrkun eru þær tilbúnar. Lostalengjur eru sérlega góðar í forrétti og smárétti.


Tungusilungur Tálknafirði

Strandgötu 39

S:456-2664

Netfang: tungusilungur@simnet.is

Bleikju og regnbogaeldi þar sem afurðir eru fullunnar eins og reykt bleikja og regnbogapaté.


Þórsberg Tálknafirði

Strandgötu 25

S: 450-2700

Netfang: ari@thorsberg.is

Framleiðsla á afurðum úr þorski, ýsu, löngu, keilu og steinbít.