| | |

Styrkúthlutanir 2011

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar sjóðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra verkefna liggur fyrir. Úthlutanir sjóðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni.

Alls bárust 11 umsóknir og í þeim hópi fjöldi góðra og spennandi verkefna. Veitt eru framlög til 4 verkefna, samtals að upphæð 8.100.000 m.kr.  Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2011 að úthlutunarreglur miðuðu að  eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Umsóknir vegna starfsársins 2012 verða auglýstar á komandi haustmánuðum.   

Stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu stefnir á að halda málþing fyrir lok árs 2012, þar sem úthlutanir sjóðsins verða til umræðu og hvernig sjóðurinn hefur nýst til nýsköpunar og rannsókna á starfssvæði hans.      

Í stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  sitja Guðmundur Valgeir Magnússon formaður, Eyrún  Ingibjörg Sigþórsdóttir, Peter Weiss og Ásthildur Sturludóttir, starfsmaður sjóðsins er Valgeir Ægir Ingólfsson. Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur sjóðsins og styrkveitingar hverju sinni.