| | |

Styrkúthlutanir 2010

Stjórn Rannsókna- og Nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu ákvað samkvæmt starfsreglum að árið 2010 skyldu veittir styrkir til verkefna í tveimur úthlutunum.

Stjórn sjóðsins lagði áherslu á að umsóknir endurspegluðu með skýrum hætti verkefni og tengdust áherslum stofnsamþykkta sjóðsins og Atvinnu og Sjávarútvegsráðuneytis.

Fyrri úthlutun 2010

Árherslur fyrir fyrri hluta voru eftirfarandi:

  • Þorskeldi. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hagkvæmni þess að fara í seiðaeldi á Vestfjörðum
  • Áframeldi í þorski
  • Eldi fyrir nýja markaði
  • Kræklingarækt. Sérstök áhersla er lögð á að efla fyrirtæki sem eru að hefja ræktun.
  • Nýjar, óhefðbundnar tegundir
  • Laxeldi. Áhersla á verkefni sem stuðla að uppbyggingu í laxeldi á svæðinu.

Stjórn sjóðsins fundaði reglulega eftir þeim starfsreglum sem stjórn setti sér 2009 og beitti verklagi við mat á umsóknum og afgreiðslu á styrkjum í samræmi við það. Stjórn sjóðsins skipa:

  • Þorgeir Pálsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, formaður
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps
  • Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
  • Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Í kjölfar sveitarstjórnakosninga varð sú breyting að Ragnar lét af störfum og við tók Ásthildur Sturludóttir, nýr Bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún kom formlega inn í stjórn sjóðsins í október.

Eftirfarandi umsóknir bárust í fyrri hluta starfsárs 2010 og tölur vísa í upphæð styrks sem veittur var.

Fyrirtæki/Verkefni

Styrkupphæð

Íslenskur Kræklingur/Verkefnastjórn við útleigu og notkun nútíma framleiðslutækja í kræklingarækt.

800.000

Nýskel/Framleiðslustj., rekjanleiki í krækilingaræktunar. Þróun hugbúnaðar

500.000

Hafrannsóknarstofnun/Rannsóknir á kynþroskaferli og hrygningu kræklings í Steingrímsfirði og Patreksfirði.

1.000.000

Skelfiskur/Söfnun á rekskel-stytting á framleiðslutíma í kræklingarækt.

1.000.000

Arnarlax/Rannsóknir á laxeldi í Arnarfirði

2.500.000

Samtals veittir styrkir:

5.800.000

Einni umsókn var hafnað, en umsækjandi hvattur til að sækja um í seinni úthlutun 2010. Sem fyrr fengu allir umsækjendur skriflegt svar og umsögn.

Seinni úthlutun árið 2010

Eftirfarandi umsóknir bárust í verkefni seinni hluta starfsárs 2010 og tölur vísa í upphæð styrks sem veittur var.

Fyrirtæki/Verkefni

Styrkupphæð

Fjarðalax ehf/Sjálfbært Laxeldi – undirbúningur vottunar í sátt við samfélagið

700.000

Mardöll ehf/Vinnsla á innfjarðarrækju á Bíldudal/Styrkur ekki nýttur!

-750.000

Hafkalk/Mat á möguleikum til ræktunar þara í Arnarfirði

1.000.000

Oddi hf/Nýting hrognkelsisafurða

1.000.000

Oddi hf/Þorskmagar fyrir Japansmarkað/Styrkur ekki nýttur!

-750.000

Náttúrustofa Vestfjarða/ Sedimentation processes under sea-cages

2.500.000

Samtals veittir styrkir

3.700.000