Úthlutanir 2009
Á árinu 2009 voru áherslur tvíþættar. Fyrri úthlutun náði til skammtímaverkefna, þar sem brýnt þótti að koma aðgerðum af stað, en seinni úthlutunin átti að höfða meira til þeirra sem vinna að langtíma- uppbyggingar verkefnum.
Árið 2009 var fyrsta heila starfsár sjóðsins (RNV-B). Stjórn sjóðsins fundaði reglulega og mótaði starfsreglur og verklag við mat á umsóknum og afgreiðslu á styrkjum. Stjórn sjóðsins árið 2009 skipuðu:
Fyrri úthlutun 2009
Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2009 að úthlutunarreglur miðuðu að eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.
Úthlutunarreglur taka mið af stofnsamþykkt sjóðsins og er samþykkt af Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneyti fyrir starfsárið 2009.
Þema fyrri úthlutunar
Alls bárust ‚ níu umsóknir og í þeim hópi góð og spennandi verkefni. Veitt voru framlög til átta verkefna, samtals að upphæð 4.320.000 m.kr. Því verkefni sem var hafnað, var umsóknaraðila gefin kostur á lagfæringu og úthlutun samþykkt til verkefnisins við seinni hluta starfsársins.
Verkefni sem hlutu styrk í fyrri úthlutun 2009 voru eftirfarandi.
Fyrirtæki/Verkefni |
Styrkupphæð kr. |
---|---|
Níels Ársælsson / Hjallar í víkingastíl |
100.000 |
Skrímslasetur Bíldudal / Gagnagerð |
600.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða / Kortagerð |
600.000 |
*Villimey / Rannsóknir á virkni smyrsla |
0 |
Dýrfiskur / Fiskeldi |
500.000 |
Þóroddur / Botndýra- rannsóknir |
1.000.000 |
Skelfiskur ehf / kaup á tækjum |
200.000 |
Skelfiskur ehf / kadmin rannsóknir |
820.000 |
Hafkalk / Framleiðslumál-kaup á tækjum |
500.000 |
Samtals veittir styrkir: |
4.320.000 |
*Styrkur færður til seinni úthlutunar.
Seinni úthlutun 2009
Í raun var það hið sama og áður og var einum umsækjanda *(Villimey) í raun beint í seinni úthlutunina þar sem umsóknin var ekki fullnægjandi. Það sama má segja um umsókn vegna Víkingahjalla.
Alls bárust níu umsóknir til sjóðsins á seinni hluta starfsársins. Styrkur var veittur til átta aðila og var tekið mið að starfsreglum sjóðsins og þeim áherlsum sem stjórn hans ákvað fyrir starfsárið 2009. Þó var einn af styrkþegum frá fyrri úthlutun starfsársins veittur verkefnastyrkur eftir lagfæringar á umsóknar-gögnum samkvæmt tillögum stjórnar sjóðsins.
Umsóknir seinni hluta voru fjölbreyttar líkt og í fyrri úthlutun. Tveimur umsóknum var hafnað, þar sem þær voru taldar utan ramma sjóðsins og þeirra úthlutunarreglna sem hann hefur sett sér.
Verkefnin sem hlutu styrk voru eftirfarandi.
Fyrirtæki/Verkefni |
Styrkupphæð kr. |
---|---|
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum/Rannsóknir í ferðaþjónustu |
500.000 |
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum/Mikilvægar uppeldisstöðvar nytjastofna í Vestur Barðastrandasýslu |
1.000.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða/Náttúru og fuglaskoðunarkort |
500.000 |
Hafrannsóknarstofnun/Rannsóknaraðstaða í kræklingarækt |
1.000.000 |
*Villimey/Rannsóknir á smyrslum |
1.000.000 |
Sigurlaug Guðmundsdóttir/Hjallar |
800.000 |
Gyða-Áhugamannafélag/Fiskeldi í Arnarfirði |
500.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða Fornleifadeild/Verminjar í Breiðavík |
0 |
Vesturorka-WesTide/Sjávarfallavirkjanir á Vestfjörðum |
500.000 |
Sveinseyri/Efnagreiningar á grunnvatni úr borholum |
400.000 |
Samtals |
6.200.000 |