| | |

Reglur og leiðbeiningar

Áherslur sjóðsins eru bundnar við nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningu svæðisins. Innan þessa ramma ákveður stjórn sjóðsins sértækar áherslur og þema viðkomandi styrkveitingar. 

Hverjir geta sótt um?

Styrkir R&N V-Barð eru ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Mat á umsóknum:

Við mat á umsóknum leggur stjórn R&N V-Barð sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði: 

  • Umsóknin sé innan ramma og þema viðkomandi styrkveitingar.
  • Umsóknin sé nákvæmlega unnin með tilliti til tíma- og kostnaðarramma og að ljóst sé að full fjármögnun sé trygg.
  • Ljóst sé af umsókninni að um raunverulegt verkefni sé að ræða, þar sem færð eru rök fyrir markaðslegum ávinningi af verkefninu, nýtingu nýrra tækifæra og nýsköpunar í hugsun og framleiðslu. 

R&N V-Barð gerir kröfu um að niðurstöður séu birtar og hafðar aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins í 12 mánuði eftir að verkefni lýkur, svo lengi sem eðli verkefna er ekki trúnaðarmál og gefur færi á opinberri birtingu. Niðurstöður skulu þó í öllu falli vera aðgengilegar 12 mánuðum frá verkefnislokum.