| | |

Gerð umsóknar

 

Umsókn til Rannsóknar og Nýsköpunarsjóðs Vestur Barðastrandar (RannNýs V-Barð)

Úthlutun 2013
Atvinnuþróun og nýsköpun í V-Barð
Nota skal eftirfarandi uppsetningu við umsóknaskrif, og fara í einu og öllu eftir þessari uppröðun efnis.
Efnisyfirlit umsóknar:
1.       Forsíða sem hefur að geyma allar grunnupplýsingar
2.       Hvers vegna á RannNýsV-Barð að styrkja verkefnið?
3.       Umsókn – lýsing á verkefni, verkþættir, kostnaðaryfirlit ofl.
 
1. FORSÍÐA
Á fremstu síðu umsóknarinnar skal standa:
 1. Heiti verkefnis (stutt en lýsandi – hámark 50 slög)
 2. Markmið verkefnisins (hámark 50 orð)
 3. Umsækjandi og samstarfsaðilar (skrá þarf alla þá sem koma að verkefninu)
  1. Nöfn einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna. Tilgreina þarf hver er verkefnisstjóri verkefnisins, en hann er jafnframt ábyrgðarmaður.
  2. Upplýsa þarf um þann aðila sem hefur bókhaldsumsjón með verkefninu.
  3. Æskilegt er að verkefnisstjóri skili inn ferilskrá í sérstöku viðhengi.
  4. Útfylla þarf töfluna hér að neðan fyrir alla þátttakendur verkefnisins
 
Verkefnisstjóri eða meðumsækjandi
Nafn
 
Kennitala
 
Fyrirtæki
 
Sími
 
Heimilisfang
 
GSM
 
Póstnúmer
 
Netfang
 
Staður
 
Land
 
 
 1. Kostnaðaryfirlit
Fylla þarf út eftirfarandi töflu:
Ártal
Eigið framlag
Sótt um til annarra*
Sótt um til RannNýsVBarð
Heildarkostnaður
 
 
 
 
 
* Taka þarf fram ef verkefnið fær stuðning frá öðrum sjóðum eða ef ætlunin er að sækja um til annarra.
 
2. Hvers vegna á RannNýsVBarð að styrkja þetta verkefni?
 1. Hvernig styrkir þetta verkefni atvinnuþróun og nýsköpun í Vestur-Barðastrandasýslu?
RannNýsVBarð hefur það að markmiði að auka atvinnuþróun og nýsköpun í V-Barðastrandasýslu  ( Hámark 2 A4 síður lágmarks leturstærð 11 punktar og línubil 1,5)
Gerið grein fyrir hvernig verkefnið mætir þessum markmiðum sjóðsins. Gerið grein fyrir áætlaðri verðmætaaukningu eða störfum í tölum ef hægt er annars með sannfærandi rökstuðningi. Æskilegt er að fram komi m.a. í þessum texta:
a.       Áhrif á atvinnuþróun og nýsköpun – líkindi á að verkefnið skili aukinni atvinnu/verðmætum.
b.      Afurð verkefnisins – ný/bætt framleiðsla, tækni, þjónusta, markaður, þekking o.s.frv.
c.       Hvernig er aukið verðmæti (atvinnuþróun) metið? – rökstuðningur eða reikniaðferð.
d.      Nýtist afurð verkefnisins Vestur-Barðastrandasýslu í heild sinni eða er afrakstur verkefnisins fyrst og fremst ávinningur fyrir umsækjanda / fyrirtæki.
 
Við mat á umsóknum er í fyrstu umferð mats eingöngu skoðað hvernig umsækjendum tekst að svara spurningunni „Hvers vegna á RannNýsVBarð að styrkja verkefnið?“ og lagt er mat á atvinnuþróun og verðmæti annars vegar og nýnæmi og nýsköpun hins vegar, ef þessi hluti umsóknar skilar einkunn sem er 7,5 eða hærra þá er lagt mat á seinni hluta umsóknarinnar.
Metið er samkvæmt eftirfarandi:
Verðmæti - atvinnuþróun
0-20
21-40
41-60
61-80
81-100
Líkur á að markmið umsóknar um verðmæti og atvinnuþróun náist og að verkefnið skili hagnýtanlegri afurð
Engar líkur á að verðmæti/atvinna náist, engin aukin verðmæti fyrir Vestur-Barðastrandasýslu
Litlar líkur á að aukin verðmæti/ at­vinna náist, rök­stuðningur lítið sann­færandi, greinlega lítið bol­magn til að ná þeim árangri sem stefnt er að
Nokkrar líkur á að verðmæti/atvinna aukist, væntingar full bjartsýnar og bolmagn að nokkru leyti til staðar
Góð rök og góðar líkur á að verðmæti/atvinna náist, allnokkur verðmæti, bolmagn að mestu leyti til staðar
Ítarleg og trúverðug rök fyrir auknu verðmæti/atvinnu, mikil verðmæti, bolmagn og allar forsendur til staðar
 
Nýnæmi - nýsköpun
0-20
21-40
41-60
61-80
81-100
Tækni / Ferlar / Afurð / Markaðir
Engin breyting
Nýtir þekkta tækni eða ferla á nýjan máta / hefðbundnar afurðir á þekkta markaði
Umbætur á þekktri tækni eða ferlum / lítið breyttar afurðir á þekkta markaði
Allnokkrar umbætur á þekktri tækni eða ferlum / nýjar eða nokkuð breyttar afurðir á þekkta og nýja markaði, þekktar afurðir á nýja markaði
Verulegar umbætur eða þróun á nýrri tækni, ferlum og afurðum sem leiða til mikils verðmætaauka á þekktum og nýjum mörkuðum
Verðmæti/Atvinnuþróun hefur vægið 4 og nýnæmið vægið 2. Dæmi um útreikning á einkunn:  Ef mat á verðmæti/atvinnuþróun er 80 og nýnæmi 85 þá er niðurstaðan: ((80 x 4) + (85 x 2)) / 60 = 8,2 og öll umsóknin er metin, en ef mat verðmæti - atvinnuþróun er 65 og nýnæmið 80 þá er niðurstaðan 7,0 og umsóknin ekki skoðuð frekar.
3. UMSÓKN
 1. Almenn lýsing á verkefninu í heild (hámarkslengd 1.000 orð)
a.       Hver er staða þekkingar innlendrar og/eða erlendrar?
b.      Hver er staða einkaleyfa?
c.       Lýsa helstu verkþáttum
d.      Lýsa samstarfsaðilum og faglegu framlagi þeirra til verkefnisins
e.      Lýsa stjórnun verkefnisins, hver ber ábyrgð á verkefninu í heild, og hvernig er gert ráð fyrir verkaskiptingu (nánari lýsing í hverjum verkþætti fyrir sig)
Viðauki: Ef umsækjendur telja þörf á að koma frekari upplýsingum um verkefnið en rúmast innan 1.000 orða rammans þá er æskilegt að hafa þær upplýsingar í viðauka með umsókninni. Ef umsækjendur vilja skila inn viðskiptaáætlun þá er það að sjálfsögðu heimilt.
 1. Verkþættir og vörður verkefnisins
Mjög mikilvægt er að skipta verkefninu í verkþætti þar sem gerð er grein fyrir þátttöku allra umsækjenda í hverjum verkþætti fyrir sig.
Taflan á hér fyrir neðan sýnir hvernig best er að sýna þátttöku samstarfsaðila í hverjum verkþætti. Lagt er til að hver verkþáttur sé hafður á einni síðu og efst á síðunni sé tafla sambærilegri þeirri sem er hér fyrir neðan. Ef þessi hluti umsóknar er ritaður með þessum hætti þá er mun auðveldara að meta verkefnið og framvindu þess.
Verkþáttur 1 (nafn á verkþætti)
Upphaf: (hvaða mánuður verkefnisins)*
Lok: (Hvaða mánuður verkefnisins)*
Umsækjendur
Fyrirtæki 1
Fyrirtæki 2
Fyrirtæki 3
Fyrirtæki 4
Samtals
Fj. mannmánuða
 
 
 
 
 
* Upphaf og lok þar er átt við nr. mánaðar í verkefninu t.d. mán. nr. 3 frá upphafi verkefnisins, það er ekki átt við mánuði ársins eins og t.d. mars 2014.
Undir töflunni hér fyrir ofan þarf að gera nánar grein fyrir verkþættinum, þ.e.
                                                               i.      Markmið verkþáttar
                                                             ii.      Lýsing á verkþætti og undirverkþáttum, hvað á að gera og hvernig.
                                                            iii.      Stjórnun, hér skal gera grein fyrir hver ber ábyrgð á verkþættinum og hver á að gera hvað.
                                                           iv.      Gerið grein fyrir kostnaði verkþáttarins hvað varðar aðföng, áætluð tímanotkun kemur fram í töflunni hér fyrir ofan.
                                                             v.      Afrakstur verkþáttarins (t.d. að hvaða niðurstöðu er stefnt?)
                                                           vi.      Munið að gera grein fyrir verkþætti sem tekur á kynningu, eða birtingu niðurstaðna, hvað á að birta, hvar og hvenær. RannNýsVBarð gerir kröfu um að öll verkefni skili niðurstöðum og niðurstöður úr þeim megi birta á almennum vettvangi.
 
 
 
 
 1. Tímaáætlun fyrir verkefnið í heild
Myndin hér fyrir neðan sýnir dæmi um hvernig hægt er að setja upp tímaáætlun fyrir verkefnið í heild.
Mikilvægt er að setja inn vörður fyrir verkefnið, þ.e. hvenær ákveðnum þætti verkefnisins er lokið, sem getur haft áhrif á framvinduna.
 
 
 1. Yfirlit um kostnað og fjármögnun
Gera þarf grein fyrir hvernig kostnaður skiptist milli þátttakenda, mikilvægt er að nota töflu eins og hér fyrir neðan, en jafnframt er nauðsynlegt að skýra með orðum það sem fram kemur í töflunni.
  1. Setja þarf fram þátttöku annarra og hvort aðrir sjóðir, fyrirtæki eða einstaklingar leggi fé til verkefnisins og þá hve mikið.
  2. Koma þarf skýrt fram hve mikið er sótt um til RannNýsVBarð.
  3. Gerð er krafa um að séð sé fyrir endann á heildarfjármögnun verkefnisins eða þeim verkhluta, sem sótt er um styrk til.
 
Þátttakendur í verkefninu
Greining kostnaðar
Heildar
kostn.
samtals
Sótt um til RannNýs
Sótt um til annarra
Eigin fjárm.
Launa-
kostn.
Fjár-
festing
Ferða-
kostn.
Aðkeypt
þjónusta
Fyrirtæki 1
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrirtæki 2
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrirtæki 3
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrirtæki 4
 
 
 
 
 
 
 
 
Samtals
 
 
 
 
 
 
 
 
Ath. RannNýsVBarð styður ekki kaup á tækjum eða búnaði. En hægt er að telja til kostnað vegna afskrifta sérhæfðra tækja og búnaðar sem afla þarf vegna verkefnisins.
 1. Nýting niðurstaðna
  1. Gera þarf grein fyrir hverjir munu nýta sér niðurstöður verkefnisins og með hvaða hætti.
  2. Gera þarf grein fyrir birtingu niðurstaðna og skal slíkt bundið í samning sé þess óskað.
  3. Gera þarf grein fyrir hver mun eiga niðurstöðurnar og hvort ætla megi að þær geti orðið grundvöllur einkaleyfis.
 
 1. Yfirlit yfir viðauka og fylgigögn
Heimilt er að senda öll þau gögn sem umsækjandi telur að geti nýst við mat á umsókn umfram það sem kemur fram í umsókninni sjálfri og skulu þau tilgreint hér.
 
Mikilvæg minnisatriði:
1.       Nauðsynlegt er að stilla lengd umsóknar í hóf.
2.       Ef umsókn er ekki unnin í samræmi við ofangreindar leiðbeiningar og mikilvægar upplýsingar vantar, er RannNýsVBarð heimilt að hafna umsókninni án þess að gefa umsækjendum kost á að senda inn leiðréttingar eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
3.       Umsóknin verður eingöngu metin á grundvelli þeirra gagna sem afhent verða.
4.       Umsóknum skal skilað með eftirfarandi hætti:
a.       Senda skal umsókn ásamt öllum fylgiskjölum, ef einhver eru, sem viðhengi til atvest@atvest.is fyrir kl. 23:59 þann dag sem frestur rennur út.
b.      Senda skal undirritað eintak, sem skal í öllum atriðum vera eins og rafræna eintakið til Atvest, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður.
Vinsamlegast bindið EKKI aðsend gögn í möppur eða gorma!
  
 
Umsækjendum er heimilt að senda gögn í viðauka, ef þau eru talin útskýra og/eða styðja við umsóknina. Þau gögn ber að útskýra vel og aðgreina frá umsókninni sjálfri.
 
Reglur og leiðbeiningar unnar og samþykktar af Stjórn R&N V-Barð
 
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Guðmundur Magnússon, stjórnarmaður
 
Háskólasetur Vestfjarða
Peter Weiss, forstöðumaður
 
Vesturbyggð
Ásthildur Sturludóttir, Bæjarstjóri
 
Tálknafjarðarhreppur
 Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Oddviti