| | |

Almennar upplýsingar

Starfsmaður Rannsókna og nýsköpunarsjóðs Vestur- Barðastrandasýslu er Valgeir Ægir Ingólfsson valgeir@atvest.is Sími: 865-2490.

Nafn og heimilisfang

 • Rannsókna- og nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu, kt. 551208-0520, Aðalstræti 63, Patreksfirði
 • Skammstöfun sjóðsins er R&N V-Barð
 • Heimasíða sjóðsins er www.atvest.is

Stofnaðilar:

 • Stofnendur sjóðsins er sveitarfélögin Vesturbyggð kt. 510694-2369 og Tálknafjarðarhreppur kt. 640269-6779.

Hlutverk

 • Hlutverk Rannsókna- og nýsköpunarsjóðs Vestur-Barðastrandasýslu er að fjölga atvinnutækifærum með því að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastandasýslu.
 • Áherslu skal leggja á verkefni sem tengjast nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningu svæðisins.
 • Sjóðurinn tekur að sér að úthluta fjárframlagi ríkisins, sem veitt var til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar þorskaflaheimilda til verkefnisins “Rannsóknir vegna eldis sjávardýra”.

Stjórn og úthlutunarnefnd.

 • Úthlutunarnefnd er skipuð fjórum einstaklingum og fjórum varamönnum og er úthlutunarnefnd jafnframt stjórn sjóðsins. Skipa skal varamenn fyrir hvern einstakan aðalmann í stjórn sjóðsins og skal varamaður taka sæti í forföllum aðalmanns.
 • Í úthlutunarnefndinni situr bæjarstjóri Vesturbyggðar, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, einn fulltrúi atvinnulífs Vestur-Barðastrandasýslu skipaður af stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, einn fulltrúi háskólasamfélagsins á Vestfjörðum skipaður af stjórn Háskólaseturs Vestfjarðar.

Styrkveitingar

 • Úthlutun styrkja úr sjóðnum skal fara fram tvisvar á ári, svo lengi sem verðugar umsóknir berast. Auglýsa skal eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með minnst fjögura vikna fyrirvara á vefsíðum atvest, Háskólaseturs Vestfjarða, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
 • Að öðru leyti er árleg fjárhæð til styrkveitinga og til reksturs sjóðsins ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni.
 • Heimilt er að styrkja stofnkostnað á búnaði og tækjum vegna þróunarstarfa og nýsköpunar.
 • Styrkupphæð getur almennt ekki orðið hærri en 50% af heildarkostnaði verkefna.
 • Úthlutunarnefndin setur sér nánari reglur um úthlutun, sem hún skal vinna eftir. Reglur þessar skulu birtar hverju sinni á vefsíðu eða með öðrum aðgengilegum hætti sem úthlutunarnefndin ákveður.
 • Umsækjendur skulu fara í einu og öllu eftir reglum sjóðsins hvað varðar uppsetningu og frágang umsóknar. Þær reglur eru aðgengilegar á heimasíðum aðstandenda sjóðsins
 • Úthlutunarnefndin skal afgreiða allar umsóknir með skriflegu svari innan 10 vikna frá auglýstum umsóknarfresti.