| | |

Framundan er úthlutun fjármagns Rannsókna-og nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu. Úthlutun fer fram í lok september 2013.

Áherslur við úthlutun sjóðsins styðjast við stofnskrá sjóðsins. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að umsóknir endurspegli verkefni sem tengjast með skýrum hætti nýtingu og rannsóknir á staðbundnum auðlindum einnig að verkefni stuðli að eflingu menntunar og mannauðs. Sérstök áhersla er lögð á:

 • Fiskeldi (eldis, umhverfis-og fóðurrannsóknir).
 • Úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins.
 • Ræktun og veiði skeldýra.
 • Ferðaþjónustu (markaðs, umhverfis-og þróunarverkefni).

Umsóknarfrestur er til miðnættis 31. júlí 2013 og skal umsóknum skilað til Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest), Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður eða með tölvupósti valgeir@atvest.is. Nánari upplýsingar veitir Valgeir Ægir Ingólfsson, valgeir@atvest.is

Að öðru leyti er vísað í hlutverk sjóðsins og reglur um úthlutanir á heimasíðum Atvest (www.atvest.is), Háskólaseturs Vestfjarða (www.uwestfjords.is), Tálknafjarðarhrepps (www.talknafjordur.is) og Vesturbyggðar (www.vesturbyggd.is).

7. júní 2013

Stjórn Rannsókna- og nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar sjóðsins árið 2013 og ákvörðun um framlög til einstakra verkefna liggur fyrir. Úthlutanir sjóðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni. 

Alls bárust 10 umsóknir og í þeim hópi fjöldi góðra og spennandi verkefna. Veitt eru framlög til 7 verkefna, samtals að upphæð 18.498.000 m.kr.  Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2013 að úthlutunarreglur miðuðu að  eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.

Breytingar urðu á stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur Barðastrandasýslu, Eyrún  Ingibjörg Sigþórsdóttir lauk sínu tímabili og við hennar stöðu tekur Indriði Indriðason, Peter Weiss lauk einnig sínu tímabili og hans stöðu tekur Dagný Arnarsdóttir.   Guðmundur Valgeir Magnússon situr áfram sem formaður, Ásthildur Sturludóttir situr einnig áfram. Starfsmaður sjóðsins er Valgeir Ægir Ingólfsson.  Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur sjóðsins og styrkveitingar hverju sinni.

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Umsóknir vegna starfsársins 2014 verða auglýstar síðar.

Eftirtalin verkefni fengu styrk 2013:

Náttúrustofa Vestfjarða, Umhverfisstofnun og Westfjords AdventuresFuglaskoðunarkort: Látrabjarg og nágrenni

650.000 kr.

Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóla Íslands og Arnarlax: Athugun á uppsöfnun á lífrænum leifum fráfiskeldi með kjarnasýnatöku

2.565.000 kr.

Náttúrustofa Vestfjarða og Matís: Möguleikar á ræktun purpurahimnu

2.268.000 kr.

Matís og Villimey:  Villimey slf, virknirannsóknir á smyrslum

4.000.000 kr.

Matís : Vor í lofti 2013, samstarfsverkefni um nýsköpun og verðmætaaukningu á svæðinu umhverfis Breiðafjörð

2.000.000 kr.

Akvaplan Niva, Hólaskóli, Fjarðalax og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða :Hrognkelsi-Lostætan lúsaætan (Lúsinfer)

6.000.000 kr.

Henry Fletcher, Westfjords Adventures og Borea Adventures:  Westfjords Wilderness Trail

1.015.000 kr.

Samtals veittir styrkir:

18.498.000 kr.

Engar úthlutanir voru á starfsárinu 2012. Stefnt er að úthlutun 2013.

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar sjóðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra verkefna liggur fyrir. Úthlutanir sjóðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni.

Alls bárust 11 umsóknir og í þeim hópi fjöldi góðra og spennandi verkefna. Veitt eru framlög til 4 verkefna, samtals að upphæð 8.100.000 m.kr.  Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2011 að úthlutunarreglur miðuðu að  eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.

Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Umsóknir vegna starfsársins 2012 verða auglýstar á komandi haustmánuðum.   

Stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu stefnir á að halda málþing fyrir lok árs 2012, þar sem úthlutanir sjóðsins verða til umræðu og hvernig sjóðurinn hefur nýst til nýsköpunar og rannsókna á starfssvæði hans.      

Í stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu  sitja Guðmundur Valgeir Magnússon formaður, Eyrún  Ingibjörg Sigþórsdóttir, Peter Weiss og Ásthildur Sturludóttir, starfsmaður sjóðsins er Valgeir Ægir Ingólfsson. Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur sjóðsins og styrkveitingar hverju sinni.

Stjórn Rannsókna- og Nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu ákvað samkvæmt starfsreglum að árið 2010 skyldu veittir styrkir til verkefna í tveimur úthlutunum.

Stjórn sjóðsins lagði áherslu á að umsóknir endurspegluðu með skýrum hætti verkefni og tengdust áherslum stofnsamþykkta sjóðsins og Atvinnu og Sjávarútvegsráðuneytis.

Fyrri úthlutun 2010

Árherslur fyrir fyrri hluta voru eftirfarandi:

 • Þorskeldi. Sérstök áhersla verður lögð á að skoða hagkvæmni þess að fara í seiðaeldi á Vestfjörðum
 • Áframeldi í þorski
 • Eldi fyrir nýja markaði
 • Kræklingarækt. Sérstök áhersla er lögð á að efla fyrirtæki sem eru að hefja ræktun.
 • Nýjar, óhefðbundnar tegundir
 • Laxeldi. Áhersla á verkefni sem stuðla að uppbyggingu í laxeldi á svæðinu.

Stjórn sjóðsins fundaði reglulega eftir þeim starfsreglum sem stjórn setti sér 2009 og beitti verklagi við mat á umsóknum og afgreiðslu á styrkjum í samræmi við það. Stjórn sjóðsins skipa:

 • Þorgeir Pálsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, formaður
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps
 • Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
 • Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Í kjölfar sveitarstjórnakosninga varð sú breyting að Ragnar lét af störfum og við tók Ásthildur Sturludóttir, nýr Bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún kom formlega inn í stjórn sjóðsins í október.

Eftirfarandi umsóknir bárust í fyrri hluta starfsárs 2010 og tölur vísa í upphæð styrks sem veittur var.

Fyrirtæki/Verkefni

Styrkupphæð

Íslenskur Kræklingur/Verkefnastjórn við útleigu og notkun nútíma framleiðslutækja í kræklingarækt.

800.000

Nýskel/Framleiðslustj., rekjanleiki í krækilingaræktunar. Þróun hugbúnaðar

500.000

Hafrannsóknarstofnun/Rannsóknir á kynþroskaferli og hrygningu kræklings í Steingrímsfirði og Patreksfirði.

1.000.000

Skelfiskur/Söfnun á rekskel-stytting á framleiðslutíma í kræklingarækt.

1.000.000

Arnarlax/Rannsóknir á laxeldi í Arnarfirði

2.500.000

Samtals veittir styrkir:

5.800.000

Einni umsókn var hafnað, en umsækjandi hvattur til að sækja um í seinni úthlutun 2010. Sem fyrr fengu allir umsækjendur skriflegt svar og umsögn.

Seinni úthlutun árið 2010

Eftirfarandi umsóknir bárust í verkefni seinni hluta starfsárs 2010 og tölur vísa í upphæð styrks sem veittur var.

Fyrirtæki/Verkefni

Styrkupphæð

Fjarðalax ehf/Sjálfbært Laxeldi – undirbúningur vottunar í sátt við samfélagið

700.000

Mardöll ehf/Vinnsla á innfjarðarrækju á Bíldudal/Styrkur ekki nýttur!

-750.000

Hafkalk/Mat á möguleikum til ræktunar þara í Arnarfirði

1.000.000

Oddi hf/Nýting hrognkelsisafurða

1.000.000

Oddi hf/Þorskmagar fyrir Japansmarkað/Styrkur ekki nýttur!

-750.000

Náttúrustofa Vestfjarða/ Sedimentation processes under sea-cages

2.500.000

Samtals veittir styrkir

3.700.000

Úthlutanir 2009

Á árinu 2009 voru áherslur tvíþættar. Fyrri úthlutun náði til skammtímaverkefna, þar sem brýnt þótti að koma aðgerðum af stað, en seinni úthlutunin átti að höfða meira til þeirra sem vinna að langtíma- uppbyggingar verkefnum.

Árið 2009 var fyrsta heila starfsár sjóðsins (RNV-B). Stjórn sjóðsins fundaði reglulega og mótaði starfsreglur og verklag við mat á umsóknum og afgreiðslu á styrkjum.  Stjórn sjóðsins árið 2009 skipuðu:

 • Þorgeir Pálsson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, formaður
 • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti Tálknafjarðarhrepps
 • Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
 • Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar. 

Fyrri úthlutun 2009

Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2009 að úthlutunarreglur miðuðu að eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.

Úthlutunarreglur taka mið af stofnsamþykkt sjóðsins og er samþykkt af Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneyti fyrir starfsárið 2009.

Þema fyrri úthlutunar

 • Eldi nýrra tegunda.  Verkefni skuli miða að því að skoða möguleika á eldi nýrra fisktegunda sem gætu opnað leiðir á nýja markaði, t.d. lúðu á Japansmarkað, eða ostrur á Frakklandsmarkað svo dæmi séu tekin. 
 • Fullvinnsla afurða.  Hér er höfðað til þeirrar staðreyndar, að stór hluti hráefnis í sjávarútvegi fer óunnin á markaði eða í vinnslu utan Vestfjarða.  Aukin vinnsla á svæðinu er í senn leið til atvinnu-sköpunar og verðmætaaukningar.
 • Markaðsrannsóknir og mótun dreifileiða á markaði.  Rökstuðningur þessa þema er eftirfarandi: „Í kjölfar efnahagshruns í heiminum, hefur atvinnulíf á Íslandi átt í erfiðleikum.  Sókn á markaði er mun erfiðari nú en áður, þar sem eftirspurn hefur dregist saman, verð því fallið á mörgum afurðum og skortur er á gjaldeyri.  Á sama tíma eru mörg fyrirtæki tilbúin með áhugaverðar vörur sem þau ná ekki að koma á markað.  Önnur fyrirtæki hafa ekki þá markaðsþekkingu sem þarf, til að nýta þau sölutækifæri sem þó finnast.  Stjórn R&N V-Barð telur brýnast við þessar aðstæður, að styrkja fyrirtæki til markaðsaðgerða með því að eyrnamerkja styrki úr fyrri úthlutun til markaðsrannsókna og tengslamyndunar á mörkuðum.“
 • Matartengd ferðaþjónusta.  Þessi hluti ferðaþjónustu er í mikilli sókn og ljóst að hér fara saman hagsmunir margra á svæðinu.

Alls bárust ‚ níu umsóknir og í þeim hópi  góð og spennandi verkefni. Veitt voru framlög til átta verkefna, samtals að upphæð 4.320.000 m.kr.  Því verkefni sem var hafnað, var umsóknaraðila gefin kostur á lagfæringu og úthlutun samþykkt til verkefnisins við seinni hluta starfsársins.

Verkefni sem hlutu styrk í fyrri úthlutun 2009  voru eftirfarandi.

Fyrirtæki/Verkefni

Styrkupphæð kr.

Níels Ársælsson / Hjallar í víkingastíl

100.000

Skrímslasetur Bíldudal / Gagnagerð

600.000

Náttúrustofa Vestfjarða / Kortagerð

600.000

*Villimey / Rannsóknir á virkni smyrsla

0

Dýrfiskur / Fiskeldi

500.000

Þóroddur /  Botndýra- rannsóknir

1.000.000

Skelfiskur ehf / kaup á tækjum

200.000

Skelfiskur ehf  / kadmin rannsóknir

820.000

Hafkalk / Framleiðslumál-kaup á tækjum

500.000

Samtals veittir styrkir:

4.320.000

*Styrkur færður til seinni úthlutunar.

Seinni úthlutun  2009

Í raun var það hið sama og áður og var einum umsækjanda *(Villimey) í raun beint í seinni úthlutunina þar sem umsóknin var ekki fullnægjandi.  Það sama má segja um umsókn vegna Víkingahjalla.

Alls bárust níu umsóknir til sjóðsins á seinni hluta starfsársins.  Styrkur var veittur til átta aðila og var tekið mið að starfsreglum sjóðsins og þeim áherlsum sem stjórn hans ákvað fyrir starfsárið 2009.   Þó var einn af styrkþegum frá fyrri úthlutun starfsársins veittur verkefnastyrkur eftir lagfæringar á umsóknar-gögnum samkvæmt tillögum stjórnar sjóðsins.

Umsóknir seinni hluta voru fjölbreyttar líkt og í fyrri úthlutun.  Tveimur umsóknum var hafnað, þar sem þær voru taldar utan ramma sjóðsins og þeirra úthlutunarreglna sem hann hefur sett sér.

Verkefnin sem hlutu styrk voru eftirfarandi. 

Fyrirtæki/Verkefni

Styrkupphæð kr.

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum/Rannsóknir í ferðaþjónustu

500.000

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum/Mikilvægar uppeldisstöðvar nytjastofna í Vestur Barðastrandasýslu

1.000.000

Náttúrustofa Vestfjarða/Náttúru og fuglaskoðunarkort

500.000

Hafrannsóknarstofnun/Rannsóknaraðstaða í kræklingarækt

1.000.000

*Villimey/Rannsóknir á smyrslum

1.000.000

Sigurlaug Guðmundsdóttir/Hjallar

800.000

Gyða-Áhugamannafélag/Fiskeldi í Arnarfirði

500.000

Náttúrustofa Vestfjarða Fornleifadeild/Verminjar í Breiðavík

0

Vesturorka-WesTide/Sjávarfallavirkjanir á Vestfjörðum

500.000

Sveinseyri/Efnagreiningar á grunnvatni úr borholum

400.000

Samtals

6.200.000

Þar sem starfsemi sjóðsins hófst seint á árinu var ákveðið af stofnendum sjóðsins að mynda stjórn, sem síðan mótaði starfsreglur og verklag við mat á umsóknum hvers starfsárs.

Starfsmaður Rannsókna og nýsköpunarsjóðs Vestur- Barðastrandasýslu er Valgeir Ægir Ingólfsson valgeir@atvest.is Sími: 865-2490.

Nafn og heimilisfang

 • Rannsókna- og nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu, kt. 551208-0520, Aðalstræti 63, Patreksfirði
 • Skammstöfun sjóðsins er R&N V-Barð
 • Heimasíða sjóðsins er www.atvest.is

Stofnaðilar:

 • Stofnendur sjóðsins er sveitarfélögin Vesturbyggð kt. 510694-2369 og Tálknafjarðarhreppur kt. 640269-6779.

Hlutverk

 • Hlutverk Rannsókna- og nýsköpunarsjóðs Vestur-Barðastrandasýslu er að fjölga atvinnutækifærum með því að efla rannsóknir og nýsköpunarstarf fyrirtækja, einstaklinga og stofnana sem hafa aðsetur eða lögheimili í Vestur-Barðastandasýslu.
 • Áherslu skal leggja á verkefni sem tengjast nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningu svæðisins.
 • Sjóðurinn tekur að sér að úthluta fjárframlagi ríkisins, sem veitt var til mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar þorskaflaheimilda til verkefnisins “Rannsóknir vegna eldis sjávardýra”.

Stjórn og úthlutunarnefnd.

 • Úthlutunarnefnd er skipuð fjórum einstaklingum og fjórum varamönnum og er úthlutunarnefnd jafnframt stjórn sjóðsins. Skipa skal varamenn fyrir hvern einstakan aðalmann í stjórn sjóðsins og skal varamaður taka sæti í forföllum aðalmanns.
 • Í úthlutunarnefndinni situr bæjarstjóri Vesturbyggðar, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps, einn fulltrúi atvinnulífs Vestur-Barðastrandasýslu skipaður af stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, einn fulltrúi háskólasamfélagsins á Vestfjörðum skipaður af stjórn Háskólaseturs Vestfjarðar.

Styrkveitingar

 • Úthlutun styrkja úr sjóðnum skal fara fram tvisvar á ári, svo lengi sem verðugar umsóknir berast. Auglýsa skal eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með minnst fjögura vikna fyrirvara á vefsíðum atvest, Háskólaseturs Vestfjarða, Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
 • Að öðru leyti er árleg fjárhæð til styrkveitinga og til reksturs sjóðsins ákvörðun sjóðsstjórnar hverju sinni.
 • Heimilt er að styrkja stofnkostnað á búnaði og tækjum vegna þróunarstarfa og nýsköpunar.
 • Styrkupphæð getur almennt ekki orðið hærri en 50% af heildarkostnaði verkefna.
 • Úthlutunarnefndin setur sér nánari reglur um úthlutun, sem hún skal vinna eftir. Reglur þessar skulu birtar hverju sinni á vefsíðu eða með öðrum aðgengilegum hætti sem úthlutunarnefndin ákveður.
 • Umsækjendur skulu fara í einu og öllu eftir reglum sjóðsins hvað varðar uppsetningu og frágang umsóknar. Þær reglur eru aðgengilegar á heimasíðum aðstandenda sjóðsins
 • Úthlutunarnefndin skal afgreiða allar umsóknir með skriflegu svari innan 10 vikna frá auglýstum umsóknarfresti.

Áherslur sjóðsins eru bundnar við nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningu svæðisins. Innan þessa ramma ákveður stjórn sjóðsins sértækar áherslur og þema viðkomandi styrkveitingar. 

Hverjir geta sótt um?

Styrkir R&N V-Barð eru ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.

Mat á umsóknum:

Við mat á umsóknum leggur stjórn R&N V-Barð sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði: 

 • Umsóknin sé innan ramma og þema viðkomandi styrkveitingar.
 • Umsóknin sé nákvæmlega unnin með tilliti til tíma- og kostnaðarramma og að ljóst sé að full fjármögnun sé trygg.
 • Ljóst sé af umsókninni að um raunverulegt verkefni sé að ræða, þar sem færð eru rök fyrir markaðslegum ávinningi af verkefninu, nýtingu nýrra tækifæra og nýsköpunar í hugsun og framleiðslu. 

R&N V-Barð gerir kröfu um að niðurstöður séu birtar og hafðar aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins í 12 mánuði eftir að verkefni lýkur, svo lengi sem eðli verkefna er ekki trúnaðarmál og gefur færi á opinberri birtingu. Niðurstöður skulu þó í öllu falli vera aðgengilegar 12 mánuðum frá verkefnislokum.

 

Umsókn til Rannsóknar og Nýsköpunarsjóðs Vestur Barðastrandar (RannNýs V-Barð)

Úthlutun 2013
Atvinnuþróun og nýsköpun í V-Barð
Nota skal eftirfarandi uppsetningu við umsóknaskrif, og fara í einu og öllu eftir þessari uppröðun efnis.
Efnisyfirlit umsóknar:
1.       Forsíða sem hefur að geyma allar grunnupplýsingar
2.       Hvers vegna á RannNýsV-Barð að styrkja verkefnið?
3.       Umsókn – lýsing á verkefni, verkþættir, kostnaðaryfirlit ofl.
 
1. FORSÍÐA
Á fremstu síðu umsóknarinnar skal standa:
 1. Heiti verkefnis (stutt en lýsandi – hámark 50 slög)
 2. Markmið verkefnisins (hámark 50 orð)
 3. Umsækjandi og samstarfsaðilar (skrá þarf alla þá sem koma að verkefninu)
  1. Nöfn einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna. Tilgreina þarf hver er verkefnisstjóri verkefnisins, en hann er jafnframt ábyrgðarmaður.
  2. Upplýsa þarf um þann aðila sem hefur bókhaldsumsjón með verkefninu.
  3. Æskilegt er að verkefnisstjóri skili inn ferilskrá í sérstöku viðhengi.
  4. Útfylla þarf töfluna hér að neðan fyrir alla þátttakendur verkefnisins
 
Verkefnisstjóri eða meðumsækjandi
Nafn
 
Kennitala
 
Fyrirtæki
 
Sími
 
Heimilisfang
 
GSM
 
Póstnúmer
 
Netfang
 
Staður
 
Land
 
 
 1. Kostnaðaryfirlit
Fylla þarf út eftirfarandi töflu:
Ártal
Eigið framlag
Sótt um til annarra*
Sótt um til RannNýsVBarð
Heildarkostnaður
 
 
 
 
 
* Taka þarf fram ef verkefnið fær stuðning frá öðrum sjóðum eða ef ætlunin er að sækja um til annarra.
 
2. Hvers vegna á RannNýsVBarð að styrkja þetta verkefni?
 1. Hvernig styrkir þetta verkefni atvinnuþróun og nýsköpun í Vestur-Barðastrandasýslu?
RannNýsVBarð hefur það að markmiði að auka atvinnuþróun og nýsköpun í V-Barðastrandasýslu  ( Hámark 2 A4 síður lágmarks leturstærð 11 punktar og línubil 1,5)
Gerið grein fyrir hvernig verkefnið mætir þessum markmiðum sjóðsins. Gerið grein fyrir áætlaðri verðmætaaukningu eða störfum í tölum ef hægt er annars með sannfærandi rökstuðningi. Æskilegt er að fram komi m.a. í þessum texta:
a.       Áhrif á atvinnuþróun og nýsköpun – líkindi á að verkefnið skili aukinni atvinnu/verðmætum.
b.      Afurð verkefnisins – ný/bætt framleiðsla, tækni, þjónusta, markaður, þekking o.s.frv.
c.       Hvernig er aukið verðmæti (atvinnuþróun) metið? – rökstuðningur eða reikniaðferð.
d.      Nýtist afurð verkefnisins Vestur-Barðastrandasýslu í heild sinni eða er afrakstur verkefnisins fyrst og fremst ávinningur fyrir umsækjanda / fyrirtæki.
 
Við mat á umsóknum er í fyrstu umferð mats eingöngu skoðað hvernig umsækjendum tekst að svara spurningunni „Hvers vegna á RannNýsVBarð að styrkja verkefnið?“ og lagt er mat á atvinnuþróun og verðmæti annars vegar og nýnæmi og nýsköpun hins vegar, ef þessi hluti umsóknar skilar einkunn sem er 7,5 eða hærra þá er lagt mat á seinni hluta umsóknarinnar.
Metið er samkvæmt eftirfarandi:
Verðmæti - atvinnuþróun
0-20
21-40
41-60
61-80
81-100
Líkur á að markmið umsóknar um verðmæti og atvinnuþróun náist og að verkefnið skili hagnýtanlegri afurð
Engar líkur á að verðmæti/atvinna náist, engin aukin verðmæti fyrir Vestur-Barðastrandasýslu
Litlar líkur á að aukin verðmæti/ at­vinna náist, rök­stuðningur lítið sann­færandi, greinlega lítið bol­magn til að ná þeim árangri sem stefnt er að
Nokkrar líkur á að verðmæti/atvinna aukist, væntingar full bjartsýnar og bolmagn að nokkru leyti til staðar
Góð rök og góðar líkur á að verðmæti/atvinna náist, allnokkur verðmæti, bolmagn að mestu leyti til staðar
Ítarleg og trúverðug rök fyrir auknu verðmæti/atvinnu, mikil verðmæti, bolmagn og allar forsendur til staðar
 
Nýnæmi - nýsköpun
0-20
21-40
41-60
61-80
81-100
Tækni / Ferlar / Afurð / Markaðir
Engin breyting
Nýtir þekkta tækni eða ferla á nýjan máta / hefðbundnar afurðir á þekkta markaði
Umbætur á þekktri tækni eða ferlum / lítið breyttar afurðir á þekkta markaði
Allnokkrar umbætur á þekktri tækni eða ferlum / nýjar eða nokkuð breyttar afurðir á þekkta og nýja markaði, þekktar afurðir á nýja markaði
Verulegar umbætur eða þróun á nýrri tækni, ferlum og afurðum sem leiða til mikils verðmætaauka á þekktum og nýjum mörkuðum
Verðmæti/Atvinnuþróun hefur vægið 4 og nýnæmið vægið 2. Dæmi um útreikning á einkunn:  Ef mat á verðmæti/atvinnuþróun er 80 og nýnæmi 85 þá er niðurstaðan: ((80 x 4) + (85 x 2)) / 60 = 8,2 og öll umsóknin er metin, en ef mat verðmæti - atvinnuþróun er 65 og nýnæmið 80 þá er niðurstaðan 7,0 og umsóknin ekki skoðuð frekar.
3. UMSÓKN
 1. Almenn lýsing á verkefninu í heild (hámarkslengd 1.000 orð)
a.       Hver er staða þekkingar innlendrar og/eða erlendrar?
b.      Hver er staða einkaleyfa?
c.       Lýsa helstu verkþáttum
d.      Lýsa samstarfsaðilum og faglegu framlagi þeirra til verkefnisins
e.      Lýsa stjórnun verkefnisins, hver ber ábyrgð á verkefninu í heild, og hvernig er gert ráð fyrir verkaskiptingu (nánari lýsing í hverjum verkþætti fyrir sig)
Viðauki: Ef umsækjendur telja þörf á að koma frekari upplýsingum um verkefnið en rúmast innan 1.000 orða rammans þá er æskilegt að hafa þær upplýsingar í viðauka með umsókninni. Ef umsækjendur vilja skila inn viðskiptaáætlun þá er það að sjálfsögðu heimilt.
 1. Verkþættir og vörður verkefnisins
Mjög mikilvægt er að skipta verkefninu í verkþætti þar sem gerð er grein fyrir þátttöku allra umsækjenda í hverjum verkþætti fyrir sig.
Taflan á hér fyrir neðan sýnir hvernig best er að sýna þátttöku samstarfsaðila í hverjum verkþætti. Lagt er til að hver verkþáttur sé hafður á einni síðu og efst á síðunni sé tafla sambærilegri þeirri sem er hér fyrir neðan. Ef þessi hluti umsóknar er ritaður með þessum hætti þá er mun auðveldara að meta verkefnið og framvindu þess.
Verkþáttur 1 (nafn á verkþætti)
Upphaf: (hvaða mánuður verkefnisins)*
Lok: (Hvaða mánuður verkefnisins)*
Umsækjendur
Fyrirtæki 1
Fyrirtæki 2
Fyrirtæki 3
Fyrirtæki 4
Samtals
Fj. mannmánuða
 
 
 
 
 
* Upphaf og lok þar er átt við nr. mánaðar í verkefninu t.d. mán. nr. 3 frá upphafi verkefnisins, það er ekki átt við mánuði ársins eins og t.d. mars 2014.
Undir töflunni hér fyrir ofan þarf að gera nánar grein fyrir verkþættinum, þ.e.
                                                               i.      Markmið verkþáttar
                                                             ii.      Lýsing á verkþætti og undirverkþáttum, hvað á að gera og hvernig.
                                                            iii.      Stjórnun, hér skal gera grein fyrir hver ber ábyrgð á verkþættinum og hver á að gera hvað.
                                                           iv.      Gerið grein fyrir kostnaði verkþáttarins hvað varðar aðföng, áætluð tímanotkun kemur fram í töflunni hér fyrir ofan.
                                                             v.      Afrakstur verkþáttarins (t.d. að hvaða niðurstöðu er stefnt?)
                                                           vi.      Munið að gera grein fyrir verkþætti sem tekur á kynningu, eða birtingu niðurstaðna, hvað á að birta, hvar og hvenær. RannNýsVBarð gerir kröfu um að öll verkefni skili niðurstöðum og niðurstöður úr þeim megi birta á almennum vettvangi.
 
 
 
 
 1. Tímaáætlun fyrir verkefnið í heild
Myndin hér fyrir neðan sýnir dæmi um hvernig hægt er að setja upp tímaáætlun fyrir verkefnið í heild.
Mikilvægt er að setja inn vörður fyrir verkefnið, þ.e. hvenær ákveðnum þætti verkefnisins er lokið, sem getur haft áhrif á framvinduna.
 
 
 1. Yfirlit um kostnað og fjármögnun
Gera þarf grein fyrir hvernig kostnaður skiptist milli þátttakenda, mikilvægt er að nota töflu eins og hér fyrir neðan, en jafnframt er nauðsynlegt að skýra með orðum það sem fram kemur í töflunni.
  1. Setja þarf fram þátttöku annarra og hvort aðrir sjóðir, fyrirtæki eða einstaklingar leggi fé til verkefnisins og þá hve mikið.
  2. Koma þarf skýrt fram hve mikið er sótt um til RannNýsVBarð.
  3. Gerð er krafa um að séð sé fyrir endann á heildarfjármögnun verkefnisins eða þeim verkhluta, sem sótt er um styrk til.
 
Þátttakendur í verkefninu
Greining kostnaðar
Heildar
kostn.
samtals
Sótt um til RannNýs
Sótt um til annarra
Eigin fjárm.
Launa-
kostn.
Fjár-
festing
Ferða-
kostn.
Aðkeypt
þjónusta
Fyrirtæki 1
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrirtæki 2
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrirtæki 3
 
 
 
 
 
 
 
 
Fyrirtæki 4
 
 
 
 
 
 
 
 
Samtals
 
 
 
 
 
 
 
 
Ath. RannNýsVBarð styður ekki kaup á tækjum eða búnaði. En hægt er að telja til kostnað vegna afskrifta sérhæfðra tækja og búnaðar sem afla þarf vegna verkefnisins.
 1. Nýting niðurstaðna
  1. Gera þarf grein fyrir hverjir munu nýta sér niðurstöður verkefnisins og með hvaða hætti.
  2. Gera þarf grein fyrir birtingu niðurstaðna og skal slíkt bundið í samning sé þess óskað.
  3. Gera þarf grein fyrir hver mun eiga niðurstöðurnar og hvort ætla megi að þær geti orðið grundvöllur einkaleyfis.
 
 1. Yfirlit yfir viðauka og fylgigögn
Heimilt er að senda öll þau gögn sem umsækjandi telur að geti nýst við mat á umsókn umfram það sem kemur fram í umsókninni sjálfri og skulu þau tilgreint hér.
 
Mikilvæg minnisatriði:
1.       Nauðsynlegt er að stilla lengd umsóknar í hóf.
2.       Ef umsókn er ekki unnin í samræmi við ofangreindar leiðbeiningar og mikilvægar upplýsingar vantar, er RannNýsVBarð heimilt að hafna umsókninni án þess að gefa umsækjendum kost á að senda inn leiðréttingar eftir að umsóknarfrestur er liðinn.
3.       Umsóknin verður eingöngu metin á grundvelli þeirra gagna sem afhent verða.
4.       Umsóknum skal skilað með eftirfarandi hætti:
a.       Senda skal umsókn ásamt öllum fylgiskjölum, ef einhver eru, sem viðhengi til atvest@atvest.is fyrir kl. 23:59 þann dag sem frestur rennur út.
b.      Senda skal undirritað eintak, sem skal í öllum atriðum vera eins og rafræna eintakið til Atvest, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður.
Vinsamlegast bindið EKKI aðsend gögn í möppur eða gorma!
  
 
Umsækjendum er heimilt að senda gögn í viðauka, ef þau eru talin útskýra og/eða styðja við umsóknina. Þau gögn ber að útskýra vel og aðgreina frá umsókninni sjálfri.
 
Reglur og leiðbeiningar unnar og samþykktar af Stjórn R&N V-Barð
 
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða
Guðmundur Magnússon, stjórnarmaður
 
Háskólasetur Vestfjarða
Peter Weiss, forstöðumaður
 
Vesturbyggð
Ásthildur Sturludóttir, Bæjarstjóri
 
Tálknafjarðarhreppur
 Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Oddviti