Framundan er úthlutun fjármagns Rannsókna-og nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu. Úthlutun fer fram í lok september 2013.
Áherslur við úthlutun sjóðsins styðjast við stofnskrá sjóðsins. Stjórn sjóðsins leggur áherslu á að umsóknir endurspegli verkefni sem tengjast með skýrum hætti nýtingu og rannsóknir á staðbundnum auðlindum einnig að verkefni stuðli að eflingu menntunar og mannauðs. Sérstök áhersla er lögð á:
Umsóknarfrestur er til miðnættis 31. júlí 2013 og skal umsóknum skilað til Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest), Árnagötu 2-4, 400 Ísafjörður eða með tölvupósti valgeir@atvest.is. Nánari upplýsingar veitir Valgeir Ægir Ingólfsson, valgeir@atvest.is
Að öðru leyti er vísað í hlutverk sjóðsins og reglur um úthlutanir á heimasíðum Atvest (www.atvest.is), Háskólaseturs Vestfjarða (www.uwestfjords.is), Tálknafjarðarhrepps (www.talknafjordur.is) og Vesturbyggðar (www.vesturbyggd.is).
7. júní 2013
Stjórn Rannsókna- og nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu
Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar sjóðsins árið 2013 og ákvörðun um framlög til einstakra verkefna liggur fyrir. Úthlutanir sjóðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni.
Alls bárust 10 umsóknir og í þeim hópi fjöldi góðra og spennandi verkefna. Veitt eru framlög til 7 verkefna, samtals að upphæð 18.498.000 m.kr. Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2013 að úthlutunarreglur miðuðu að eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.
Breytingar urðu á stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur Barðastrandasýslu, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir lauk sínu tímabili og við hennar stöðu tekur Indriði Indriðason, Peter Weiss lauk einnig sínu tímabili og hans stöðu tekur Dagný Arnarsdóttir. Guðmundur Valgeir Magnússon situr áfram sem formaður, Ásthildur Sturludóttir situr einnig áfram. Starfsmaður sjóðsins er Valgeir Ægir Ingólfsson. Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur sjóðsins og styrkveitingar hverju sinni.
Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Umsóknir vegna starfsársins 2014 verða auglýstar síðar.
Eftirtalin verkefni fengu styrk 2013:
Náttúrustofa Vestfjarða, Umhverfisstofnun og Westfjords AdventuresFuglaskoðunarkort: Látrabjarg og nágrenni |
650.000 kr. |
Náttúrustofa Vestfjarða, Háskóla Íslands og Arnarlax: Athugun á uppsöfnun á lífrænum leifum fráfiskeldi með kjarnasýnatöku |
2.565.000 kr. |
Náttúrustofa Vestfjarða og Matís: Möguleikar á ræktun purpurahimnu |
2.268.000 kr. |
Matís og Villimey: Villimey slf, virknirannsóknir á smyrslum |
4.000.000 kr. |
Matís : Vor í lofti 2013, samstarfsverkefni um nýsköpun og verðmætaaukningu á svæðinu umhverfis Breiðafjörð |
2.000.000 kr. |
Akvaplan Niva, Hólaskóli, Fjarðalax og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða :Hrognkelsi-Lostætan lúsaætan (Lúsinfer) |
6.000.000 kr. |
Henry Fletcher, Westfjords Adventures og Borea Adventures: Westfjords Wilderness Trail |
1.015.000 kr. |
Samtals veittir styrkir: |
18.498.000 kr. |
Engar úthlutanir voru á starfsárinu 2012. Stefnt er að úthlutun 2013.
Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu hefur lokið vinnu við að fara yfir styrkumsóknir vegna úthlutunar sjóðsins árið 2011 og ákvörðun um framlög til einstakra verkefna liggur fyrir. Úthlutanir sjóðsins byggjast á úthlutunarreglum sem samþykktar eru hverju sinni.
Alls bárust 11 umsóknir og í þeim hópi fjöldi góðra og spennandi verkefna. Veitt eru framlög til 4 verkefna, samtals að upphæð 8.100.000 m.kr. Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2011 að úthlutunarreglur miðuðu að eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.
Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu þakkar kærlega fyrir allar umsóknir sem bárust og óskar umsækjendum velfarnaðar í verkefnum sínum. Umsóknir vegna starfsársins 2012 verða auglýstar á komandi haustmánuðum.
Stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu stefnir á að halda málþing fyrir lok árs 2012, þar sem úthlutanir sjóðsins verða til umræðu og hvernig sjóðurinn hefur nýst til nýsköpunar og rannsókna á starfssvæði hans.
Í stjórn Rannsóknar og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandasýslu sitja Guðmundur Valgeir Magnússon formaður, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Peter Weiss og Ásthildur Sturludóttir, starfsmaður sjóðsins er Valgeir Ægir Ingólfsson. Stjórn sjóðsins ákveður úthlutunarreglur sjóðsins og styrkveitingar hverju sinni.
Stjórn Rannsókna- og Nýsköpunarsjóðs V-Barðastrandasýslu ákvað samkvæmt starfsreglum að árið 2010 skyldu veittir styrkir til verkefna í tveimur úthlutunum.
Stjórn sjóðsins lagði áherslu á að umsóknir endurspegluðu með skýrum hætti verkefni og tengdust áherslum stofnsamþykkta sjóðsins og Atvinnu og Sjávarútvegsráðuneytis.
Fyrri úthlutun 2010
Árherslur fyrir fyrri hluta voru eftirfarandi:
Stjórn sjóðsins fundaði reglulega eftir þeim starfsreglum sem stjórn setti sér 2009 og beitti verklagi við mat á umsóknum og afgreiðslu á styrkjum í samræmi við það. Stjórn sjóðsins skipa:
Eftirfarandi umsóknir bárust í fyrri hluta starfsárs 2010 og tölur vísa í upphæð styrks sem veittur var.
Fyrirtæki/Verkefni |
Styrkupphæð |
Íslenskur Kræklingur/Verkefnastjórn við útleigu og notkun nútíma framleiðslutækja í kræklingarækt. |
800.000 |
Nýskel/Framleiðslustj., rekjanleiki í krækilingaræktunar. Þróun hugbúnaðar |
500.000 |
Hafrannsóknarstofnun/Rannsóknir á kynþroskaferli og hrygningu kræklings í Steingrímsfirði og Patreksfirði. |
1.000.000 |
Skelfiskur/Söfnun á rekskel-stytting á framleiðslutíma í kræklingarækt. |
1.000.000 |
Arnarlax/Rannsóknir á laxeldi í Arnarfirði |
2.500.000 |
Samtals veittir styrkir: |
5.800.000 |
Einni umsókn var hafnað, en umsækjandi hvattur til að sækja um í seinni úthlutun 2010. Sem fyrr fengu allir umsækjendur skriflegt svar og umsögn.
Seinni úthlutun árið 2010
Eftirfarandi umsóknir bárust í verkefni seinni hluta starfsárs 2010 og tölur vísa í upphæð styrks sem veittur var.
Fyrirtæki/Verkefni |
Styrkupphæð |
Fjarðalax ehf/Sjálfbært Laxeldi – undirbúningur vottunar í sátt við samfélagið |
700.000 |
Mardöll ehf/Vinnsla á innfjarðarrækju á Bíldudal/Styrkur ekki nýttur! |
-750.000 |
Hafkalk/Mat á möguleikum til ræktunar þara í Arnarfirði |
1.000.000 |
Oddi hf/Nýting hrognkelsisafurða |
1.000.000 |
Oddi hf/Þorskmagar fyrir Japansmarkað/Styrkur ekki nýttur! |
-750.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða/ Sedimentation processes under sea-cages |
2.500.000 |
Samtals veittir styrkir |
3.700.000 |
Úthlutanir 2009
Á árinu 2009 voru áherslur tvíþættar. Fyrri úthlutun náði til skammtímaverkefna, þar sem brýnt þótti að koma aðgerðum af stað, en seinni úthlutunin átti að höfða meira til þeirra sem vinna að langtíma- uppbyggingar verkefnum.
Árið 2009 var fyrsta heila starfsár sjóðsins (RNV-B). Stjórn sjóðsins fundaði reglulega og mótaði starfsreglur og verklag við mat á umsóknum og afgreiðslu á styrkjum. Stjórn sjóðsins árið 2009 skipuðu:
Fyrri úthlutun 2009
Stjórn sjóðsins ákvað fyrir starfsárið 2009 að úthlutunarreglur miðuðu að eftirfarandi flokkum; fiskeldi, úrvinnsla á hráefni auðlinda svæðisins, ræktun og veiði skeldýra og ferðaþjónustu.
Úthlutunarreglur taka mið af stofnsamþykkt sjóðsins og er samþykkt af Landbúnaðar og sjávarútvegsráðuneyti fyrir starfsárið 2009.
Þema fyrri úthlutunar
Alls bárust ‚ níu umsóknir og í þeim hópi góð og spennandi verkefni. Veitt voru framlög til átta verkefna, samtals að upphæð 4.320.000 m.kr. Því verkefni sem var hafnað, var umsóknaraðila gefin kostur á lagfæringu og úthlutun samþykkt til verkefnisins við seinni hluta starfsársins.
Verkefni sem hlutu styrk í fyrri úthlutun 2009 voru eftirfarandi.
Fyrirtæki/Verkefni |
Styrkupphæð kr. |
---|---|
Níels Ársælsson / Hjallar í víkingastíl |
100.000 |
Skrímslasetur Bíldudal / Gagnagerð |
600.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða / Kortagerð |
600.000 |
*Villimey / Rannsóknir á virkni smyrsla |
0 |
Dýrfiskur / Fiskeldi |
500.000 |
Þóroddur / Botndýra- rannsóknir |
1.000.000 |
Skelfiskur ehf / kaup á tækjum |
200.000 |
Skelfiskur ehf / kadmin rannsóknir |
820.000 |
Hafkalk / Framleiðslumál-kaup á tækjum |
500.000 |
Samtals veittir styrkir: |
4.320.000 |
*Styrkur færður til seinni úthlutunar.
Seinni úthlutun 2009
Í raun var það hið sama og áður og var einum umsækjanda *(Villimey) í raun beint í seinni úthlutunina þar sem umsóknin var ekki fullnægjandi. Það sama má segja um umsókn vegna Víkingahjalla.
Alls bárust níu umsóknir til sjóðsins á seinni hluta starfsársins. Styrkur var veittur til átta aðila og var tekið mið að starfsreglum sjóðsins og þeim áherlsum sem stjórn hans ákvað fyrir starfsárið 2009. Þó var einn af styrkþegum frá fyrri úthlutun starfsársins veittur verkefnastyrkur eftir lagfæringar á umsóknar-gögnum samkvæmt tillögum stjórnar sjóðsins.
Umsóknir seinni hluta voru fjölbreyttar líkt og í fyrri úthlutun. Tveimur umsóknum var hafnað, þar sem þær voru taldar utan ramma sjóðsins og þeirra úthlutunarreglna sem hann hefur sett sér.
Verkefnin sem hlutu styrk voru eftirfarandi.
Fyrirtæki/Verkefni |
Styrkupphæð kr. |
---|---|
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum/Rannsóknir í ferðaþjónustu |
500.000 |
Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum/Mikilvægar uppeldisstöðvar nytjastofna í Vestur Barðastrandasýslu |
1.000.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða/Náttúru og fuglaskoðunarkort |
500.000 |
Hafrannsóknarstofnun/Rannsóknaraðstaða í kræklingarækt |
1.000.000 |
*Villimey/Rannsóknir á smyrslum |
1.000.000 |
Sigurlaug Guðmundsdóttir/Hjallar |
800.000 |
Gyða-Áhugamannafélag/Fiskeldi í Arnarfirði |
500.000 |
Náttúrustofa Vestfjarða Fornleifadeild/Verminjar í Breiðavík |
0 |
Vesturorka-WesTide/Sjávarfallavirkjanir á Vestfjörðum |
500.000 |
Sveinseyri/Efnagreiningar á grunnvatni úr borholum |
400.000 |
Samtals |
6.200.000 |
Þar sem starfsemi sjóðsins hófst seint á árinu var ákveðið af stofnendum sjóðsins að mynda stjórn, sem síðan mótaði starfsreglur og verklag við mat á umsóknum hvers starfsárs.
Starfsmaður Rannsókna og nýsköpunarsjóðs Vestur- Barðastrandasýslu er Valgeir Ægir Ingólfsson valgeir@atvest.is Sími: 865-2490.
Nafn og heimilisfang
Stofnaðilar:
Hlutverk
Stjórn og úthlutunarnefnd.
Styrkveitingar
Áherslur sjóðsins eru bundnar við nýtingu staðbundinna náttúruauðlinda, s.s fiskeldi, ræktun skeldýra og ferðaþjónustu sem byggir á náttúru og menningu svæðisins. Innan þessa ramma ákveður stjórn sjóðsins sértækar áherslur og þema viðkomandi styrkveitingar.
Hverjir geta sótt um?
Styrkir R&N V-Barð eru ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.
Mat á umsóknum:
Við mat á umsóknum leggur stjórn R&N V-Barð sérstaka áherslu á eftirfarandi atriði:
R&N V-Barð gerir kröfu um að niðurstöður séu birtar og hafðar aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins í 12 mánuði eftir að verkefni lýkur, svo lengi sem eðli verkefna er ekki trúnaðarmál og gefur færi á opinberri birtingu. Niðurstöður skulu þó í öllu falli vera aðgengilegar 12 mánuðum frá verkefnislokum.
Umsókn til Rannsóknar og Nýsköpunarsjóðs Vestur Barðastrandar (RannNýs V-Barð)
Verkefnisstjóri eða meðumsækjandi
|
|||
Nafn
|
|
Kennitala
|
|
Fyrirtæki
|
|
Sími
|
|
Heimilisfang
|
|
GSM
|
|
Póstnúmer
|
|
Netfang
|
|
Staður
|
|
Land
|
|
Ártal
|
Eigið framlag
|
Sótt um til annarra*
|
Sótt um til RannNýsVBarð
|
Heildarkostnaður
|
|
|
|
|
|
Verðmæti - atvinnuþróun
|
0-20
|
21-40
|
41-60
|
61-80
|
81-100
|
Líkur á að markmið umsóknar um verðmæti og atvinnuþróun náist og að verkefnið skili hagnýtanlegri afurð
|
Engar líkur á að verðmæti/atvinna náist, engin aukin verðmæti fyrir Vestur-Barðastrandasýslu
|
Litlar líkur á að aukin verðmæti/ atvinna náist, rökstuðningur lítið sannfærandi, greinlega lítið bolmagn til að ná þeim árangri sem stefnt er að
|
Nokkrar líkur á að verðmæti/atvinna aukist, væntingar full bjartsýnar og bolmagn að nokkru leyti til staðar
|
Góð rök og góðar líkur á að verðmæti/atvinna náist, allnokkur verðmæti, bolmagn að mestu leyti til staðar
|
Ítarleg og trúverðug rök fyrir auknu verðmæti/atvinnu, mikil verðmæti, bolmagn og allar forsendur til staðar
|
Nýnæmi - nýsköpun
|
0-20
|
21-40
|
41-60
|
61-80
|
81-100
|
Tækni / Ferlar / Afurð / Markaðir
|
Engin breyting
|
Nýtir þekkta tækni eða ferla á nýjan máta / hefðbundnar afurðir á þekkta markaði
|
Umbætur á þekktri tækni eða ferlum / lítið breyttar afurðir á þekkta markaði
|
Allnokkrar umbætur á þekktri tækni eða ferlum / nýjar eða nokkuð breyttar afurðir á þekkta og nýja markaði, þekktar afurðir á nýja markaði
|
Verulegar umbætur eða þróun á nýrri tækni, ferlum og afurðum sem leiða til mikils verðmætaauka á þekktum og nýjum mörkuðum
|
Verkþáttur 1 (nafn á verkþætti)
|
|||||
Upphaf: (hvaða mánuður verkefnisins)*
|
Lok: (Hvaða mánuður verkefnisins)*
|
||||
Umsækjendur
|
Fyrirtæki 1
|
Fyrirtæki 2
|
Fyrirtæki 3
|
Fyrirtæki 4
|
Samtals
|
Fj. mannmánuða
|
|
|
|
|
|
Þátttakendur í verkefninu
|
Greining kostnaðar
|
Heildar
kostn.
samtals
|
Sótt um til RannNýs
|
Sótt um til annarra
|
Eigin fjárm.
|
|||
Launa-
kostn.
|
Fjár-
festing
|
Ferða-
kostn.
|
Aðkeypt
þjónusta
|
|||||
Fyrirtæki 1
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fyrirtæki 2
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fyrirtæki 3
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Fyrirtæki 4
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Samtals
|
|
|
|
|
|
|
|
|