| | |

Þekking á Vestfjörðum

Þekking er forsenda framfara. Annað ástand er stöðnun og á endanum afturför. Þekking hefur alltaf skipt máli, alltaf veitt fyrirtækjum og einstaklingum samkeppnisforskot, alltaf skapað verðmæti, en kannski aldrei líkt og nú. Samkeppnisumhverfi íslenskra fyrirtækja hefur þróast með slíkum hætti að aðgangur að réttum upplýsingum getur einfaldlega skipt sköpum um nýtingu tækifæra og farsælan rekstur.

Hvað gerir Atvest?

Nafn félagsins er víðfeðmt og draga allflestir þá ályktum að ATVEST sé eingöngu í því hlutverki að þróa ný störf. Svo er ekki, því almenn öflun og miðlun fagþekkingar til viðskiptavina fyrirtækisins er mikilvægur liður í starfinu. Atvinnusköpun er vissulega óbein afleiðing af því sem við gerum en er ekki eini mælikvarðinn fyrir það þróunarstarf sem er daglega í gangi hjá félaginu. ATVEST tekur þátt í atvinnusköpun frumkvöðla og fyrirtækja á frumstigum og oftast á sviði rannsóknar, upplýsingaröflunar eða faglegra úrlausna viðskiptatengdra vandamála. Árangurinn af því er ánægður viðskiptavinur og árangur ánægðs viðskiptavinar er framlag í hagkerfið með atvinnu- eða verðmætasköpun. Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að lokanir fyrirtækja eða efnahagskreppa er vandamál sem félagið getur ekki brugðist við með skjótum og beinum hætti. Dæmi um starfsemi félagsins eru eftirfarandi.