| | |

Ársfundi Sjávarútvegsklasa Vestfjarða frestað.

 

Því miður tilkynnist það hér með að ráðstefna sem átti að halda þann 15. Október næstkomandi á Patreksfirði undir yfirskriftinni Sjávarútvegur – Lífæð Vestfjarða verður frestað um óákveðinn tíma.
 
Dræmar skráningar og forföll valda þessari frestun.
 
Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Vaxtarsamningur Vestfjarða vill biðjast velvirðingar á þessum  snöggu breytingum á fyrirhugaðri ráðstefnu og vonumst við til að geta haldið ráðstefnuna eins fljótt og kostur er.  Áhugasömum er bent á að fylgjast með framvindu mála á heimasíðu atvest (www.atvest.is) eða með því að hafa samband við Neil Shiran Þórisson, verkefnisstjóra (shiran@atvest.is).