| | |

Umsóknarfrestur í Átak til Atvinnusköpunar er 26.september nk.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur auglýst eftir umsóknum í Átak til Atvinnusköpunar á heimasíðu sinni.

Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.


Markmið verkefnisins

  • Að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum sem hlotið gætu frekari fjármögnun sjóða og fjárfesta.
  • Að styðja við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða í frumkvöðla og sprotafyrirtækjum.

Sérstök áhersla er lögð á:

  • Verkefni sem skapa ný störf
  • Nýsköpun og/eða samstarfsverkefni sem byggja á hönnun
  • Nýsköpun sem á sér stað í klasasamstarfi
  • Verkefni sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðamarkaði

Heimasíða Átaksins.

Nýsköpunarstyrkur til að ráða námsmann

Auglýst er eftir umsóknum um 4 styrki að upphæð ein milljón hver  til fyrirtækja og/eða stofnana sem eru lögaðilar á Vestfjörðum,  til þess að ráða nýútskrifaðan háskólanema í nýsköpunarverkefni eða þróunarverkefni á vegum fyrirtækisins/stofnunarinnar.

Íbúafundur á Bíldudal 2.apríl

Miðvikudagskvöldið, 2. apríl er boðið til opins íbúafundar á Bíldudal í tengslum við verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“.

Viðhorfskönnun ferðaþjóna á Vestfjörðum 2013.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða gerði á dögunum viðhorfskönnun meðal aðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Send var netkönnun á netföng 170 aðila á póstlista Markaðsstofu Vestfjarða og var svarhlutfallið 35% sem er um 5% aukning frá könnun 2012.