| | |

Verkefnastyrkir NORA - haustúthlutun

NORA auglýsir eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA-landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. Umsóknarfrestur er 5. október n.k.

NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA-landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs.

Sækja má um styrki til verkefna sem falla undir eftirtalin meginsvið NORA:

Auðlindir sjávar

Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að nýtingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.

Ferðamál

Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.

Upplýsingatækni

Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu.

Annað svæðasamstarf, samgöngur og sjálfbærni

Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum, samgöngur og sjálfbæra þróun.

Styrkir NORA eru helst veittir fyrirtækjum, einum sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunar ESB (NPP). Frá árinu 2007 styrkir NPP verkefni á sviði nýsköpunar og samkeppni, ásamt sjálfbærni náttúru- og samfélagsauðlinda. Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norðanverðu Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar.

Styrki er lengst unnt að veita til 3ja ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis (hámark 50%), gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli a.m.k. tveggja NORA-landa.

Umsóknareyðublaðið má finna á heimasíðu NORA, http://www.nora.fo/ og útfyllist á dönsku, norsku eða sænsku og skilist í tölvutæku formi til:
www.nora.fo/
NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE

Bryggjubakki 12 • Box 259 • FO-110 Tórshavn • Sími: +298 353110 • Fax: +298 353101 • nora@nora.fo  

Umsóknir skulu berast NORA í síðasta lagi 5. október 2007.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, sími 455 5400, netfang sigga@byggdastofnun.is  

Jafnframt er að finna upplýsingar hér á heimasíðu Byggðastofnunar undir merki NORA eða undir "Erlent samstarf"

Auglýsing um styrki til námskeiða í íslensku haustið 2007

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar.


Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Fyrirtæki, sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samning (skannað skjal) við hæfan fræðsluaðila er annast kennsluna fylgja umsókninni.

Umsækjandi skal veita menntamálaráðuneyti upplýsingar um markmið námsins, kennslustundafjölda, kennslutíma, fjölda námskeiða, fjölda þátttakenda og námskeiðskostnað.

Aðilar sem bjóða upp á fleiri en fimm námskeið skila aðeins inn einu umsóknareyðublaði en því skal fylgja sundurliðað yfirlit þar sem fram koma upplýsingar um hvert námskeið og heildarfjölda námskeiða, heildarfjölda þátttakenda, samanlagðan nemendastundafjölda, áætlaðan kostnað og heildarupphæð sem sótt er um.

Að námskeiði loknu, áður en til lokagreiðslu styrks kemur og eigi síðar en 15. desember n.k., ber að senda inn lista með nöfnum og kennitölum nemenda sem sóttu námskeiðið og ber þá að taka mið af þeim sem mættu í 75% kennslustunda að lágmarki. Ráðuneytið hefur eftirlit með gæðum námskeiðahaldsins og áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum er varða rekstur og faglega framkvæmd námskeiða. Þar með talið upplýsingar um reikningshald, fjármögnun, greiðslur nemenda og viðveruskráningu, sem og upplýsingar um kennara, menntun þeirra og starfsreynslu og námsefni sem stuðst er við.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur er til 7. september 2007.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Menntamálaráðuneytis www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/4196

Auglýsing um styrki til námskeiða í íslensku haustið 2007

Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til námskeiða í íslensku sem ekki eru hluti af almennu námi á grunn- eða framhaldsskólastigi. Markmið með styrkjunum er að gefa öllum sem búsettir eru á Íslandi færi á að öðlast þá færni í íslensku að þeir geti orðið virkir samfélagsþegnar.


Fræðsluaðilar og fyrirtæki sem bjóða starfsmönnum sínum upp á skipulagða kennslu í íslensku og eru á fyrirtækjaskrá geta sótt um styrki. Fyrirtæki, sem ekki eru fræðsluaðilar, þurfa að láta undirritaðan samning (skannað skjal) við hæfan fræðsluaðila er annast kennsluna fylgja umsókninni.

Umsækjandi skal veita menntamálaráðuneyti upplýsingar um markmið námsins, kennslustundafjölda, kennslutíma, fjölda námskeiða, fjölda þátttakenda og námskeiðskostnað.

Aðilar sem bjóða upp á fleiri en fimm námskeið skila aðeins inn einu umsóknareyðublaði en því skal fylgja sundurliðað yfirlit þar sem fram koma upplýsingar um hvert námskeið og heildarfjölda námskeiða, heildarfjölda þátttakenda, samanlagðan nemendastundafjölda, áætlaðan kostnað og heildarupphæð sem sótt er um.

Að námskeiði loknu, áður en til lokagreiðslu styrks kemur og eigi síðar en 15. desember n.k., ber að senda inn lista með nöfnum og kennitölum nemenda sem sóttu námskeiðið og ber þá að taka mið af þeim sem mættu í 75% kennslustunda að lágmarki. Ráðuneytið hefur eftirlit með gæðum námskeiðahaldsins og áskilur sér rétt til að kalla eftir frekari upplýsingum er varða rekstur og faglega framkvæmd námskeiða. Þar með talið upplýsingar um reikningshald, fjármögnun, greiðslur nemenda og viðveruskráningu, sem og upplýsingar um kennara, menntun þeirra og starfsreynslu og námsefni sem stuðst er við.

Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi.

Umsóknarfrestur er til 7. september 2007.

Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Menntamálaráðuneytis www.menntamalaraduneyti.is/frettir/Auglysingar/allar/nr/4196

Ný stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Ný stjórn Atvinnuþróunarfélagsins var kosin á aðalfundi félagsins sem haldin var í gær.

Stjórn Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða Aðalstjórn Varastjórn
Kristján G. Jóhannsson, Ísafirði Kristján Jóakimsson, Ísafirði
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólum Halldór Sigurðsson, Reykhólum
Magdalena Sigurðardóttir, Ísafirði Sigurborg Þorkelsdóttir, Ísafirði
Sigríður Elín Þórðardóttir, Sauðárkróki Sigríður Elín Hreinsdóttir, Bolungarvík
Skjöldur Pálmason, Patreksfirði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði
Elfa Björk Bragadóttir, Hólmavík Gunnlaugur Sighvatsson, Hólmavík
Anna Guðrún Edvarsdóttir, Bolungarvík Ingi Þór Ágústsson, Ísafirði


Ragnheiður Hákonardóttir, Þuríður Ingimundardóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Guðni Geir Jóhannesson fóru úr stjórn og eru þeim þökkuð góð störf sín í þágu félagsins. Skjöldur Pálmason, Anna Guðrún Edvardsdóttir og Ingi Þór Ágústsson komu ný inn og eru þau boðin velkomin til starfa.

Ársreikning félagsins fyrir árið 2006 má finna hér

Ný stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða

Ný stjórn Atvinnuþróunarfélagsins var kosin á aðalfundi félagsins sem haldin var í gær.

Stjórn Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða Aðalstjórn Varastjórn
Kristján G. Jóhannsson, Ísafirði Kristján Jóakimsson, Ísafirði
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Reykhólum Halldór Sigurðsson, Reykhólum
Magdalena Sigurðardóttir, Ísafirði Sigurborg Þorkelsdóttir, Ísafirði
Sigríður Elín Þórðardóttir, Sauðárkróki Sigríður Elín Hreinsdóttir, Bolungarvík
Skjöldur Pálmason, Patreksfirði Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, Tálknafirði
Elfa Björk Bragadóttir, Hólmavík Gunnlaugur Sighvatsson, Hólmavík
Anna Guðrún Edvarsdóttir, Bolungarvík Ingi Þór Ágústsson, Ísafirði


Ragnheiður Hákonardóttir, Þuríður Ingimundardóttir, Sigríður Magnúsdóttir og Guðni Geir Jóhannesson fóru úr stjórn og eru þeim þökkuð góð störf sín í þágu félagsins. Skjöldur Pálmason, Anna Guðrún Edvardsdóttir og Ingi Þór Ágústsson komu ný inn og eru þau boðin velkomin til starfa.

Ársreikning félagsins fyrir árið 2006 má finna hér

Dorothee Lubecki lætur af störfum hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða

Dorothee Lubecki (Dóra) hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða eftir 10 ára starf, eða allt frá upphafi starfsemi félagsins. Meginverkefni hennar hafa tengst ferðamálum og uppbyggingu ferðaþjónustu, nú síðast sem klasastjóri í ferðaþjónustu og menningarklasa Vaxtarsamnings Vestfjarða. Hún hefur einnig stýrt tveim Evrópuverkefnum hjá félaginu auk þess að halda utanum verkefni er tengjast atvinnumálum kvenna.

Dóru eru þökkuð hennar störf hjá félaginu sem unnin hafa verið af dugnaði og ósérhlífni og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi sem Menningarfulltrúi Suðurlands. Hún lætur af störfum hjá félaginu um miðjan september n.k..