| | |

Neytandinn og netbyltinginn - tímamótaráðstefna á Ísland - 17.október

Skoðað verður það nýjasta sem er að gerast í dreifingu og markaðssetningu á netinu,
netsamfélög, farsímamarkaðssetning og vörumerkjasamvinna.

Ráðstefnan er fyrir seljendur og neytendur, listamenn, hönnuði, auglýsendur,
markaðsfólk og alla þá sem vilja fá yfirsýn yfir hvers netið er megnugt og hvaða
nýjungar eru í gangi og í vændum.

Róttækar hugmyndir um ný viðskiptamódel í dreifingu á afþreyingar- og menningarefni
með tilliti til höfundarréttar. Markaðsfólk sýnir dæmi um nýbreytni í
markaðssetningu. Pallborðsumræður verða um þróun netsamfélaga og hvernig efni og
vörum er komið á framfæri við neytendur. Skoðuð verður neytendahegðun í
netverslunarumhverfi og það nýjasta sem er að gerast í farsímatækni og
markaðssetningu.

 • Gerd Leonhard sem hefur verið í fararbroddi netbyltingarinnar frá upphafi heldur
  opnunarræðu.
 • Jane Pollard dregur upp mynd af markaðsátaki vegna útgáfu sóló plötu Thom Yorke
  söngvara í Radiohead og Iain Forsyth fjallar um Grinderman verkefni Nick Cave. Jan
  og Iain eru par sem jafnframt því að fara fyrir markaðsdeildum tveggja stærstu óháðu
  plötufyrirtækjanna í Bretlandi hafa getið sér gott orð sem listamenn (sjá
  www.iainandjane.com  ).
 • Ralph Simon sem jafnan er talinn brautryðjandi í notkun farsímatækni í
  afþreyingariðnaðinum stýrir pallborðsumræðum um farsímatækni og markaðssetningu og
  um neytandann og netverslunina. Ralph er einn stofnenda Jive og Zomba
  plötufyrirtækjanna og spáði réttilega fyrir um að farsímar yrðu leiðandi í miðlun
  tónlistar og afþreyingarefnis til yngri kynslóðarinnar. Það má því teljast mikill
  hvalreki að hann skuli koma til Íslands í fyrsta sinn í þessum tilgangi.
 • Tina El-Hage frá Guardian stýrir viðskiptasamningum Guardian við netsamfélög. Alison
  Wenham heimsforseti óháðra plötufyrirtækja og Denzyl Feigulson sem stjórnað hefur
  iTunes versluninni í Bretlandi og er nú einn aðalráðgjafi Coce Music taka þátt í
  pallborðsumræðum ásamt fjölda annarra áhugaverðra gesta.
 • Kitty von Somewhere CCP og GusGus, Árni Matthíasson mbl.is, Einar Örn Benediktsson
  grapewire.com, Hjálmar Gíslason Símanum og Stefán Hjörleifsson tónlist.is veita
  innsýn í það helsta sem er að gerast á Íslandi.Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar og þátttakendur er að finna á
www.icelandicmusic.is  

Samstarfsaðilar að ráðstefnunni eru Nordic e-Marketing, Útflutningsráð Íslands og
Útón.

Ráðstefnan fer fram í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 105 Reykjavík frá kl.
09.30-17.00. Móttaka fyrir alla ráðstefnugesti verður haldin í Norræna húsinu strax
að ráðstefnu lokinni frá kl. 17.30-19.00.

Verð er 20.000 krónur.

Skráningar fara fram hjá Gretu í síma 511 4000 eða
greta@utflutningsrad.is  

Nánari upplýsingar veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir í síma 824 4371 eða
anna@icelandicmusic.is

Framtíð olíuvinnslu í heiminum

Þriðjudaginn 16. október nk. mun dr. Mamdouh G. Salameh, olíuhagfræðingur og ráðgjafi World Bank, heimsækja Háskóla Íslands.

Af því tilefni heldur hann erindi sem hann nefnir: “Peak Oil: Myth or Reality?” og fjallar um stöðu olíuvinnslu í heiminum, framtíð hennar og þróun. Þar kemur m.a. fram að hámarksframleiðslu olíu í heiminum var náð á sl. ári og búist er við að hún fari minnkandi næstu ár með hækkandi olíuverði í kjölfarið.

Í umræðum um framtíð eldsneytis á Íslandi er forvitnilegt að heyra sjónarmið eins helsta sérfræðings heims á þessu sviði.

Erindið verður flutt kl 17:00 í húsakynnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Keldnaholti (áður húsakynni Iðntæknistofnunar), í tilefni af því að starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar í samvinnu við Háskóla Íslands o.fl. er að hefjast undir verkefnisheitinu “Carbon Center”.

Átak til atvinnusköpunar - umsóknarfrestur 3.nóv

Átak til atvinnusköpunar veitir aðeins styrki til tvennskonar verkefna:

1. Verkefna sem eru á forstigi nýsköpunar og falla ekki undir verksvið annarra sem veita sambærilega fyrirgreiðslu.
2. Verkefna sem eru skilgreind sem sérstök átaksverkefni ráðuneytisins.

Frekari upplýsingar fást hjá Impru í s. 570-7267, hjá hbnmi.is og atak@nmi.is


Hægt að hlaða niður umsóknareyðublaðinu hér.
Best er að hægrismella á tengilinn og velja "SAVE TARGET AS" og vista á svæði í tölvu ykkar.
Umsóknareyðublaðið - ef þú lendir í einhverjum vandræðum með að opna skjalið vinsamlegast hafðu þá samband við Impru
Varðandi Átak til atvinnusköpunar

Umsóknir og fylgigögn
Allar umsóknir skulu færðar á meðfylgjandi umsóknareyðublað. Þar skal eftirfarandi koma fram:

 • Nafn, kennitala, heimilisfang umsækjanda og samstarfsaðilar.
 • Heiti verkefnis.
 • Markmið verkefnisins.
 • Lýsing á verkefninu, greining á nýnæmi þess og áætlaður árangur (afurð).
 • Styrkir og önnur fyrirgreiðsla sem áður hefur verið veitt til verkefnisins (heiti styrktaraðila, ár og upphæð).
 • Kostnaðaráætlun og tímaáætlun fyrir verkefnið í heild og einstaka áfanga þess og yfirlit um fjármögnun, þ.m.t. hvort sótt er um fjármögnun frá öðrum.
 • Áætlanir um sölu eða markaðssetningu.

 

 

Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins.Afar mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Sé umbeðnum gögnum ekki skilað fyrir auglýstan umsóknarfrest, áskilur stjórn Átaks til atvinnusköpunar sér rétt til að hafna umsókn. Munið að það getur verið gott að fá aðra til að lesa yfir umsóknir af þessu tagi og koma með ábendingar.

Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.

Mat umsókna
Umsóknir eru metnar af stjórn Átaks til atvinnusköpunar sem skipuð er af iðnaðarráðherra. Matið byggist eingöngu á þeim gögnum sem umsækjandi leggur fram og er þá miðað við eftirfarandi:

 • Eru markmið verkefnisins og vinnuferlar þess skýrir og skýrt leiðarljós að settu marki. Eru markmiðin glögg, raunhæf og skiljanleg? Getur sá sem ekkert veit um verkefnið gert sér skýra grein fyrir því hvað umsækjendur ætlast fyrir með því? Hvaða ávinningur er af verkefninu?
 • Felur verkefnið í sér nýjung sem getur verið atvinnuskapandi á Íslandi? Hver er sérstaða verkefnisins? Gerðu skýra grein fyrir því hvað er nýtt við verkefnið og með hvaða hætti það er atvinnuskapandi. Hverjir munu vinna við það?
 • Eru áætlanir um markaðssetningu og annan árangur líklegar til árangurs? Hefur umsækjandi greint markaðinn sem hann hyggst vinna á, gert áætlanir um markaðshlutdeild og gert raunhæfar áætlanir um innkomu sína á markaðinn. Notar hann leiðir til að koma sér á framfæri sem eru líklegar til árangurs?
 • Er kostnaðaráætlun trúverðug og er stuðningur Átaks til atvinnusköpunar líklegur til að skila árangri? Hefur umsækjandi safnað upplýsingum og gögnum sem nýtast honum við að gera raunhæfa kostnaðaráætlun? Getur verkefnið skilað arði? Hverju mun það skipta verkefnið að fá stuðning frá Átaki til atvinnusköpunar?
 • Að verkefnið hafi ekki fengið opinbera styrki sem eru yfir viðmiðum Evrópusambandsins (sjá nánar neðst á síðu).Eftirfylgni
Allir sem fá styrk frá Átaki til atvinnusköpunar þurfa að skila áfangaskýrslu og lokaskýrslu til Impru - Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík. Styrkurinn er greiddur út eftir framvindu verkefnisins. Helmingur styrksins er greiddur samkvæmt framvísuðum reikningi frá styrkþega þegar áfangaskýrsla liggur fyrir og síðari helmingur á sama máta þegar lokaskýrslu hefur verið skilað til Impru. Í þessum skýrslum skulu m.a. vera upplýsingar um framvindu og árangur borið saman við þær áætlanir sem fylgdu umsókninni.

Ef áfangaskýrslu hefur ekki verið skilað innan sex mánaða eftir að styrkveiting liggur fyrir, fellur styrkur sjálfkrafa niður. Í áfangaskýrslu þarf að gera grein fyrir framgangi verkefnis.

Iðnaðarráðuneytið getur gert sjálfstæða úttekt á þeim verkefnum sem það hefur stutt. Styrkþegar þurfa að gera grein fyrir verkefnum sínum, komi til slíkrar úttektar sem nær til verkefna þeirra.


Athugið:
Styrkþegar lýsa því yfir að þeir hafi ekki á umliðnum þremur árum, fengið styrki frá opinberum aðilum (skv. minniháttar reglunni "de minimis aid"), sem eru samtals hærri en 100.000 evrur að meðtöldum þeim styrk sem sótt er um. Við mat á því hvort framangreindu hámarki er náð, skal reikna styrkígildi aðstoðar, sem veitt er í öðru formi en beinum styrkjum (t.d. lán með hagstæðum kjörum) samkvæmt reglum Eftirlitsstofnunar EFTA. Í þessu sambandi eru þó undanskildir sérstakir styrkir sem aðili hefur fengið samkvæmt styrkjareglum sem Eftirlitsstofnun EFTA hefur samþykkt (t.d. rannsóknastyrki úr Vísindasjóði og Rannsóknasjóði og Vöruþróunar- og markaðsstyrkir Nýsköpunarsjóðs).

Laus störf hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestjfarða

Laus eru tvö störf til umsóknar hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 15. október nk.

Nánari uppýsingar um störfin má finna á meðfylgjandi auglýsingu.

Vefur menningarráðs og opnað fyrir styrkumsóknir

Í morgun var opnaður nýr vefur Menningarráðs Vestfjarða á slóðinni www.vestfirskmenning.is.  Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar um menningarlíf á Vestfjörðum og starfsemi Menningarráðsins, fréttir af atburðum og tíðindi úr menningarlífinu, tenglar og upplýsingar um styrki Menningarráðsins ásamt vefformi með umsóknareyðublaði.


Það voru nemendur í 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem aðstoðuðu Jón Jónsson menningarfulltrúa Vestfjarða við að opna vefinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í morgun, eftir að hafa hlýtt á pistil um nýsköpun og gildi einstaklingsframtaksins í menningarstarfi. Lagt var út frá því hvað hefði breyst til hins betra á Hólmavík og Ströndum frá því nemendurnir sjálfir komu í heiminn fyrir 9 árum. Í framhaldi af því ræddi hópurinn á hvaða sviðum menningar- og félagslífið gæti verið öflugra, hvar sóknarfærin lægju og hvernig nemendurnir sjálfir gætu breytt heiminum til hins betra þegar fram líða stundir ef aðrir verða ekki fyrri til. Að loknum umræðum var svo vefurinn opnaður við mikinn fögnuð.


Með opnun vefjarins er einnig opnað fyrir styrkumsóknir til Menningarráðsins vegna menningarstarfs og menningarverkefna á árinu 2007. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 2. nóvember og eru eyðublöð og úthlutunarreglur aðgengilegar á vefnum.


Vefurinn vestfirskmenning.is er unninn í vefumsjónarkerfinu Snerpil sem veffyrirtækið Snerpa á Ísafirði á veg og vanda að. Útlitshönnun var í höndum Ágústs Atlasonar hjá Snerpu.

Kynningarfundur um Norðurslóðaáætlunina

Byggðastofnun stóð fyrir kynningarfundi um Norðurslóðaáætlunina (NPP) fyrir tímabilið 2007-2013 þann 25. september sl. Á fundinum var farið yfir nýjar áherslur áætlunarinnar, umsóknarferla og reynslu af þátttöku í fyrri áætlun ásamt því að gert var grein fyrir verkefnishugmyndum sem eru í vinnslu.

Glærur frá kynningarfundinum má finna hér:

/atvest/upload/files/skyrslur_um_ferdamal/kynningarfundur_25._september_2007.ppt

/atvest/upload/files/skyrslur_um_ferdamal/general_introduction_to_npp_2007-13_with_photos.ppt

/atvest/upload/files/skyrslur_um_ferdamal/priorities_and_concepts_presentation_with_photos.ppt

Nárnari upplýsingar um áætlunina má finna á: http://www.northernperiphery.net/ og á heimasíðu Byggðastofnunar: http://www.byggdastofnun.is