| | |

Vefur menningarráðs og opnað fyrir styrkumsóknir

Í morgun var opnaður nýr vefur Menningarráðs Vestfjarða á slóðinni www.vestfirskmenning.is.  Á vefnum eru margvíslegar upplýsingar um menningarlíf á Vestfjörðum og starfsemi Menningarráðsins, fréttir af atburðum og tíðindi úr menningarlífinu, tenglar og upplýsingar um styrki Menningarráðsins ásamt vefformi með umsóknareyðublaði.


Það voru nemendur í 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík sem aðstoðuðu Jón Jónsson menningarfulltrúa Vestfjarða við að opna vefinn á Héraðsbókasafni Strandasýslu í morgun, eftir að hafa hlýtt á pistil um nýsköpun og gildi einstaklingsframtaksins í menningarstarfi. Lagt var út frá því hvað hefði breyst til hins betra á Hólmavík og Ströndum frá því nemendurnir sjálfir komu í heiminn fyrir 9 árum. Í framhaldi af því ræddi hópurinn á hvaða sviðum menningar- og félagslífið gæti verið öflugra, hvar sóknarfærin lægju og hvernig nemendurnir sjálfir gætu breytt heiminum til hins betra þegar fram líða stundir ef aðrir verða ekki fyrri til. Að loknum umræðum var svo vefurinn opnaður við mikinn fögnuð.


Með opnun vefjarins er einnig opnað fyrir styrkumsóknir til Menningarráðsins vegna menningarstarfs og menningarverkefna á árinu 2007. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 2. nóvember og eru eyðublöð og úthlutunarreglur aðgengilegar á vefnum.


Vefurinn vestfirskmenning.is er unninn í vefumsjónarkerfinu Snerpil sem veffyrirtækið Snerpa á Ísafirði á veg og vanda að. Útlitshönnun var í höndum Ágústs Atlasonar hjá Snerpu.

Kynningarfundur um Norðurslóðaáætlunina

Byggðastofnun stóð fyrir kynningarfundi um Norðurslóðaáætlunina (NPP) fyrir tímabilið 2007-2013 þann 25. september sl. Á fundinum var farið yfir nýjar áherslur áætlunarinnar, umsóknarferla og reynslu af þátttöku í fyrri áætlun ásamt því að gert var grein fyrir verkefnishugmyndum sem eru í vinnslu.

Glærur frá kynningarfundinum má finna hér:

/atvest/upload/files/skyrslur_um_ferdamal/kynningarfundur_25._september_2007.ppt

/atvest/upload/files/skyrslur_um_ferdamal/general_introduction_to_npp_2007-13_with_photos.ppt

/atvest/upload/files/skyrslur_um_ferdamal/priorities_and_concepts_presentation_with_photos.ppt

Nárnari upplýsingar um áætlunina má finna á: http://www.northernperiphery.net/ og á heimasíðu Byggðastofnunar: http://www.byggdastofnun.is  

Stjórn

 

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 2013-2014 skipa: 

Ómar Már Jónsson, Súðavík
Ásthildur Sturludóttir, Vesturbyggð
Einar Kristinn Jónsson, Vesturbyggð
Óðinn Gestsson, Suðureyri
Andrea Jónsdóttir, Reykhólahreppi
Kristján Andri Guðjónsson, Ísafirði
Guðrún Stella Gissurardóttir, Ísafirði
 

Varastjórn 2012-2013: 

Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi
Þorsteinn Newton, Hólmavík
Albertína F. Elíasdóttir, Ísafirði
Guðni Einarsson, Suðureyri
Sigurborg Þorkelsdóttir, Ísafirði
Anna Lóa Guðmundsdóttir, Ísafirði
Matthildur Helga- og Jónudóttir Ísafirði
 

 

 

 

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 2012-2013 skipa: 
Ómar Már Jónsson, Súðavík

Guðni Einarsson, Suðureyri 
Andrea Björnsdóttir, Reykhólahreppi
Guðrún Stella Gissurardóttir, Bolungarvík
Eiríkur Finnur Greipsson, Flateyri 
Ásthildur Sturludóttir, Patreksfirði
Guðmundur Valgeir Magnússon, Bíldudal

 

 

Varastjórn 2012-2013: 
Albertína F Elíasdóttir, Ísafirði

Matthildur Helga og Jónudóttir, Ísafirði
Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi
Óðinn Gestsson, Ísafirði 
Sigurborg Þorkelsdóttir, Ísafirði
Anna Lóa Guðmundsdóttir, Ísafirði
Þorsteinn Newton, Hólmavík 

 

 

Stjórn Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 2011-2012 skipa: 
Ómar Már Jónsson, Súðavík - formaður stjórnar

Guðni Einarsson, Suðureyri 
Ingibjörg Valgeirsdóttir, Hólmavík
Guðrún Stella Gissurardóttir, Bolungarvík
Sigríður Elín Þórðardóttir, Sauðárkróki
Ásthildur Sturludóttir, Patreksfirði
Guðmundur Valgeir Magnússon, Bíldudal

 

 

Varastjórn 2011-2012:
Albertína F Elíasdóttir, Ísafirði

Matthildur HelgaogJónudóttir, Ísafirði
Sveinn Ragnarsson, Reykhólahreppi
Óðinn Gestsson, Ísafirði
Jóhann Tryggvi Arnarson, Sauðárkróki
Anna Lóa Guðmundsdóttir, Ísafirði
Þorsteinn Newton, HólmavíkMörkun - hugmyndafræðin sett í framkvæmd

Námskeið 3-4 október nk. í vörumerkjastjórnun á vegum Útflutningsráðs og ÍMARK.
Haldið á Radisson SAS Hótel Sögu kl. 09.00-17.00, báða dagana.


Námskeiðið verður undir stjórn dr. Keith Dinnie sem kynnir ýmsar kenningar, tól og tækni á sviði mörkunar.

Dr. Keith Dinnie er eigandi fyrirtækisins Brand Horizons. Hann hefur mikla þekkingu á hugmyndafræði mörkunar og reynslu í að skerpa sýn og færa þátttakendum tæki og tól til að innleiða rétta hugsun og skilvirkni þegar slík vinna er hafin í fyrirtækjum. Dr. Dinnie hefur m.a. unnið fyrir William, Grant & Sons, auglýsingastofuna Euro RSCG, Heineken, Sara Lee og þekktar ráðgjafastofur á sviði vörumerkjastjórnunar.

Gestafyrirlesarar:
Edda Sólveig Gísladóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins
Ásdís Magnúsdóttir, lögfræðingur á vörumerkjasviði hjá Arnason Faktor

Verð: 59.500 kr. eða 45.500 kr. fyrir ÍMARK-félaga

Skráning fer fram hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is.  

Nánari upplýsingar veita Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is og Jóhannes Ingi Davíðsson hjá ÍMARK, imark@imark.is.

Frá veiðum í eldi

Opinn kynningarfundur um þorskeldi sem ber yfirskriftina: Rannsóknir - lykill að verðmætasköpun verður haldinn miðvikudaginn 26.september nk. kl. 12:15. Meðal fyrirlesara er Einar Kristinn Guðfinnsson sjárvarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís, Karl Almás framkvæmdastjóri SINTEF í Noregi og Þorleifur Ágústsson verkefnastjóri hjá Matís.

Verkefnastyrkir NORA - haustúthlutun

NORA auglýsir eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA-landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. Umsóknarfrestur er 5. október n.k.

NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA-landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs.

Sækja má um styrki til verkefna sem falla undir eftirtalin meginsvið NORA:

Auðlindir sjávar

Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að nýtingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina.

Ferðamál

Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum.

Upplýsingatækni

Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu.

Annað svæðasamstarf, samgöngur og sjálfbærni

Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum, samgöngur og sjálfbæra þróun.

Styrkir NORA eru helst veittir fyrirtækjum, einum sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunar ESB (NPP). Frá árinu 2007 styrkir NPP verkefni á sviði nýsköpunar og samkeppni, ásamt sjálfbærni náttúru- og samfélagsauðlinda. Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norðanverðu Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar.

Styrki er lengst unnt að veita til 3ja ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis (hámark 50%), gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli a.m.k. tveggja NORA-landa.

Umsóknareyðublaðið má finna á heimasíðu NORA, http://www.nora.fo/ og útfyllist á dönsku, norsku eða sænsku og skilist í tölvutæku formi til:
www.nora.fo/
NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE

Bryggjubakki 12 • Box 259 • FO-110 Tórshavn • Sími: +298 353110 • Fax: +298 353101 • nora@nora.fo  

Umsóknir skulu berast NORA í síðasta lagi 5. október 2007.

Frekari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, sími 455 5400, netfang sigga@byggdastofnun.is  

Jafnframt er að finna upplýsingar hér á heimasíðu Byggðastofnunar undir merki NORA eða undir "Erlent samstarf"