| | |

Nýir starfsmenn AtVest

Auglýst voru tvö störf hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða í byrjun október s.l., annarsvegar starf verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Vestfjarða og hinsvegar staða sérfræðings á atvinnuþróunarsviði með áherslu á ferðamál.

Ákveðið hefur verið að ráða Neil Shiran Þórisson, Ísafirði í stöðu verkefnisstjóra Vaxtarsamnings og Ásgerði Þorleifsdóttur, Reykjavík í stöðu sérfræðings. Shiran mun hefja störf nú byrjun nóvembermánaðar en Ásgerður væntanlega í byrjun desember n.k..

Félagið býður þau velkomin til starfa og væntir mikils af þeirra framlagi.

Willtir Westfirðir tilnefndir til Edduverðlaunanna 2007

Þættirnir Willtir Westfirðir í leikstjórn Kára Schram er tilnefndir til Edduverðlaunanna 2007 í flokknum Frétta og/eða viðtalsþáttur ársins. Meðlimir ÍKSA, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar munu síðan kjósa vinningshafa úr hópi tilnefndra. Edduverðlaunin verða afhent þann 11.nóvember n.k. á Hilton Nordica Reykjavík og verður sjónvarpað beint frá athöfninni á RÚV. Soffía Gústafsdóttir verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélagsins fer með stórt hlutverk í þáttunum auk þess þess að vera frumkvöðullinn að gerð þeirra.

Þættirnir eru tveir eru og fjalla um villta náttúru Vestfjarða, mannlíf, menningu og matargerð undir berum himni. Þeir voru sýndir á Rúv í sumar.

Mörkun - hugmyndafræðin sett í framkvæmd

Námskeið 3-4 október nk. í vörumerkjastjórnun á vegum Útflutningsráðs og ÍMARK.
Haldið á Radisson SAS Hótel Sögu kl. 09.00-17.00, báða dagana.

Námskeiðið verður undir stjórn dr. Keith Dinnie sem kynnir ýmsar kenningar, tól og tækni á sviði mörkunar.

Dr. Keith Dinnie er eigandi fyrirtækisins Brand Horizons. Hann hefur mikla þekkingu á hugmyndafræði mörkunar og reynslu í að skerpa sýn og færa þátttakendum tæki og tól til að innleiða rétta hugsun og skilvirkni þegar slík vinna er hafin í fyrirtækjum. Dr. Dinnie hefur m.a. unnið fyrir William, Grant & Sons, auglýsingastofuna Euro RSCG, Heineken, Sara Lee og þekktar ráðgjafastofur á sviði vörumerkjastjórnunar.

Gestafyrirlesarar:
Edda Sólveig Gísladóttir, markaðsstjóri Bláa lónsins
Ásdís Magnúsdóttir, lögfræðingur á vörumerkjasviði hjá Arnason Faktor

Verð: 59.500 kr. eða 45.500 kr. fyrir ÍMARK-félaga

Skráning fer fram hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is.  

Nánari upplýsingar veita Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is  og Jóhannes Ingi Davíðsson hjá ÍMARK, imark@imark.is.  

Jólasýning Handverks og hönnunar 2007

Sýning á handverki, listiðnaði og hönnun 8. til 23.des 2007

Handverk og hönnun stendur fyrir sýningu á handverki, listiðnaði og hönnun á aðventunni. Þetta verður í áttunda sinn sem HANDVERK OG HÖNNUN heldur sýningu af þessu tagi. Sýningin verður haldin á 1. hæð í Aðalstræti 10 (Fógetastofunum). Áætlað er að sýningin opni í byrjun desember og gert er ráð fyrir sýningarmunirnir geti verið til sölu og afhendingar í sýningarlok.

Umsóknir um þátttöku þurfa að berast í síðasta lagi 2. nóvember 2007.

Valið verður inn á sýninguna. Gert er ráð fyrir að niðurstaða valnefndar liggi fyrir viku síðar eða 9. nóvember. Þátttökugjald er kr. 7.500.-

Eftirfarandi verður að fylgja umsókn:


1) Sýnishorn eða góðar ljósmyndir af söluvöru.

2) Upplýsingar um hráefni, stærð og verð.


Allar nánari upplýsingar á skrifstofu HANDVERKS OG HÖNNUNAR sem er opin mánud. – föstud. frá kl. 9.00- 16.00.

Sendið umsóknir til: HANDVERK OG HÖNNUN ? Pósthólf 1556 ? 121 Reykjavík eða afhendið í Aðalstræti 10, 2.hæð.

Frá veiðum í eldi

Opinn kynningarfundur um þorskeldi sem ber yfirskriftina: Rannsóknir - lykill að verðmætasköpun verður haldinn miðvikudaginn 26.september nk. kl. 12:15. Meðal fyrirlesara er Einar Kristinn Guðfinnsson sjárvarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri Matís, Karl Almás framkvæmdastjóri SINTEF í Noregi og Þorleifur Ágústsson verkefnastjóri hjá Matís.

Menningarfulltrúi Vestfjarða á ferðinni

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, verður á ferðinni á norðanverðum Vestfjörðum næstu daga, frá miðvikudeginum 17. október til laugardagsins 20. október. Hann mun í ferðinni heimsækja sveitarfélög, fyrirtæki, félög,
stofnanir og einstaklinga sem eftir því leita í Súðavíkurhreppi, Ísafjarðarbæ og Bolungarvík. Þeir sem áhuga hafa á spjalli eða fundi eru hvattir til að hafa samband í síma 891-7372.

Menningarfulltrúinn er tilbúinn til skrafs og ráðagerða og engu skiptir hvor menn vilja ræða vítt og breitt um menningarmálin og möguleika á því sviði eða hvort menn eru að spekúlera í styrkjum Menningarráðs Vestfjarða sem
auglýstir hafa verið.

Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki frá Menningarráðinu er til 2. nóvember og allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á vefsíðunni www.vestfirskmenning.is undir tenglinum Styrkir.