| | |

Mannabreytingar hjá ATVEST

Shiran Þórisson
Shiran Þórisson

Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Shiran Þórisson hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að semja um starfslok við félagið. Stjórn ATVEST mun hittast í næstu viku til þess að fara yfir hvernig starfslokum verði háttað.  Shiran hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2008 en starfaði þar einnig á árunum 2002-2005.

Sjávarþörungar - nýtt ofurfæði

Sölubás með fjöruperlum
Sölubás með fjöruperlum

Um þessar mundir er mikill uppgangur í rannsóknum, nýrri vinnslu og vöruþróun út frá sjávarþörungum. Hér gætu legið mörg tækifæri fyrir Vestfirði við að nýta þá meira og á nýstárlegan hátt. Þörungar eru notaðir í matvæli, lyf, fæðubótarefni, húðvörur og sáraumbúðir. Á Íslandi eru söl góður fulltrúi hollustufæðis úr sjávarþörungum, en þau eru einnig flutt út til annarra Norðurlanda og Þýskalands. Hér á landi eru einnig framleiddar snyrtivörur með þörungasafa. 

Hefðbundin vinnsla þörunga er gerð hleypiefna í mat og fyllingaerefni í lyf. Þetta getur verið t.d. carragen úr rauðþörungum og alginöt úr brúnþörungum. Þörungar eru einnig notaðir í dýrafóður og lífrænan áburð. Norðmenn eru að gera tilraun til að nýta sjávarþörunga til að blanda í laxafóður í stað maísmjöls. Danir og Svíar leggja áherslu á notkun þörunga í matvæli handa grænmetisætum því þeir innihalda vítamín B12 sem helst finnst í dýraafurðum.  Færeyingar selja bæði ræktaðan beltisþara til hótela og sleginn í stórtækari iðnað.

Ekki má heldur gleyma fjöruperlum hennar Kristínar Þórunnar Helgadóttur

Arctic Fish og ATVEST í samvinnu um uppbyggingu

Vor á Vestfjörðum
Vor á Vestfjörðum

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein á Vestfjörðum. Til lengri tíma má gera ráð fyrir því að fiskeldi, vinnsla og fleiri stoðgreinar muni ná fótfestu líkt og á við um hefðbundnar bolfiskveiðar og -vinnslu. Arctic fish og ATVEST munu starfa saman við uppbyggingu í fiskeldisgreinum. 

Stórhugur á Reykhólum

Sjávarböð hafa verið skipulögð í landi Reykhóla við sjávarsíðuna. Nú eru fyrstu skref í undirbúningi.