| | |

Lánatryggingasjóður kvenna auglýsir

Atvinnumálasjóður úthlutar tvenns konar stuðningi. Næsta úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna verður að vori 2017. Opnað verður fyrir umsóknir í styrki í janúar 2017.

N'una er auglýstur umsóknarfrestur um lánatryggingar og er opið fyrir umsóknir til og með 7.nóvember næstkomandi.

Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn á í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Til er myndbandskynning um sjóðinn. 

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:
• Markaðskostnaðar
• Vöruþróunar
• Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Lán skulu að jafnaði ekki fara yfir 10 milljónir króna.

Með umsókn skal skila eftirfarandi gögnum:
• Viðskiptaáætlun
• Fjárhagsáætlun
• Endurgreiðsluáætlun
• Staðfestingu á eignarhaldi fyrirtækis


Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins Svanna og er umsóknarfrestur til og með 7.nóvember næstkomandi. Mögulegt er að sækja um lán og lánatrygginu árið um kring en úthlutanir eru að hausti og að vori.


Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 531-7080 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir(hjá)vmst.is

 

Fulltrúar Byggðastofnunar - lánadeildar

Rjúpa að hausti
Rjúpa að hausti

Í dag, fimmtudag 29.9.2016 verða Pétur Grétarsson (863-5653), Sigurður Árnason (893-4450) og Andri Þór Árnason, (848-4189) til viðtals á Þróunarsetrinu á Hólmavík (gengt Galdrasýningunni) milli kl 15 og 16.30.

 Þið getið náð í mig í síma 

 

Málefni ATVEST á Fjórðungsþingi

Á nýliðnu haustþingi  Fjóðrungssambands Vestfjarða var rætt um tengsl Atvinnuþróunarfélagsins og Fjórðungssambandsins. Þingið  samþykkti eftirfarandi ályktanir. 

Framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar - Samstarf FV og Atvest


1. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Hólmavík 9. og 10. september 2016 samþykkir að veita stjórn FV umboð til þess að annast framkvæmdarstjórn Atvest tímabundið.
2. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga veitir stjórn FV umboð til að leiða umræður um stofnun Vestfjarðarstofu í samstarfi við stjórn Atvest, niðurstöður þeirra umræðna verða lagðar fram á 62. fjórðungsþingi vorið 2017.

Nánar má kynna sér gögn þingsins á síðu Fjóðrungssambandins

Vestfjarðanefnd hefur hafið störf

Þann 31. maí birtist frétt á síðu forsætisráðuneytisins um að samþykkt hafi verið að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Vinnan fer fram í nánu samstarfi við ráðuneyti og í samráði við stýrihóp þeirra um byggðamál. Nefndin mun funda í sumar og ræða uppbyggileg verkefni i í Vestfjarðafjórðungi. 

Í nefndinni sitja Ágúst Bjarni Garðarsson sem fulltrúi forsætisráðuneytisins og formaður nefndarinnar, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar, Daníel Jakobsson, fulltrúi norðanverðra Vestfjarða, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi Stranda og Reykhólahrepps og Valgeir Ægir Ingólfsson, fulltrúi sunnanverðra Vestfjarða. Pétur Markan verður einnig nefndinni til fulltingis við mótun tillagna en hann bloggar reglulega einkum um málefni Vestfjarða. 

Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst 2016. Ekki er greitt sérstaklega fyrir störf í nefndinni.

Magnea nýr starfsmaður ATVEST

Magnea Garðarsdóttir
Magnea Garðarsdóttir

Magnea Garðarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Ísafirði. Magnea er ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur reynslu af ferðaþjónustu í gegnum fyrri störf, til dæmis hjá Hótel Sögu og hjá Bílaleigu Akureyrar þar sem hún starfaði í rúm 10 ár. 

 Magnea var valin úr hópi 8 umsækjenda. Við hjá ATVEST bjóðum hana velkomna í hópinn.