| | |

Fulltrúar Byggðastofnunar - lánadeildar

Rjúpa að hausti
Rjúpa að hausti

Í dag, fimmtudag 29.9.2016 verða Pétur Grétarsson (863-5653), Sigurður Árnason (893-4450) og Andri Þór Árnason, (848-4189) til viðtals á Þróunarsetrinu á Hólmavík (gengt Galdrasýningunni) milli kl 15 og 16.30.

 Þið getið náð í mig í síma 

 

Málefni ATVEST á Fjórðungsþingi

Á nýliðnu haustþingi  Fjóðrungssambands Vestfjarða var rætt um tengsl Atvinnuþróunarfélagsins og Fjórðungssambandsins. Þingið  samþykkti eftirfarandi ályktanir. 

Framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar - Samstarf FV og Atvest


1. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Hólmavík 9. og 10. september 2016 samþykkir að veita stjórn FV umboð til þess að annast framkvæmdarstjórn Atvest tímabundið.
2. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga veitir stjórn FV umboð til að leiða umræður um stofnun Vestfjarðarstofu í samstarfi við stjórn Atvest, niðurstöður þeirra umræðna verða lagðar fram á 62. fjórðungsþingi vorið 2017.

Nánar má kynna sér gögn þingsins á síðu Fjóðrungssambandins

Vestfjarðanefnd hefur hafið störf

Þann 31. maí birtist frétt á síðu forsætisráðuneytisins um að samþykkt hafi verið að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Vinnan fer fram í nánu samstarfi við ráðuneyti og í samráði við stýrihóp þeirra um byggðamál. Nefndin mun funda í sumar og ræða uppbyggileg verkefni i í Vestfjarðafjórðungi. 

Í nefndinni sitja Ágúst Bjarni Garðarsson sem fulltrúi forsætisráðuneytisins og formaður nefndarinnar, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar, Daníel Jakobsson, fulltrúi norðanverðra Vestfjarða, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi Stranda og Reykhólahrepps og Valgeir Ægir Ingólfsson, fulltrúi sunnanverðra Vestfjarða. Pétur Markan verður einnig nefndinni til fulltingis við mótun tillagna en hann bloggar reglulega einkum um málefni Vestfjarða. 

Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst 2016. Ekki er greitt sérstaklega fyrir störf í nefndinni.

Magnea nýr starfsmaður ATVEST

Magnea Garðarsdóttir
Magnea Garðarsdóttir

Magnea Garðarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Ísafirði. Magnea er ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur reynslu af ferðaþjónustu í gegnum fyrri störf, til dæmis hjá Hótel Sögu og hjá Bílaleigu Akureyrar þar sem hún starfaði í rúm 10 ár. 

 Magnea var valin úr hópi 8 umsækjenda. Við hjá ATVEST bjóðum hana velkomna í hópinn.

Mannabreytingar hjá ATVEST

Shiran Þórisson
Shiran Þórisson

Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, Shiran Þórisson hefur sagt upp störfum og óskað eftir því að semja um starfslok við félagið. Stjórn ATVEST mun hittast í næstu viku til þess að fara yfir hvernig starfslokum verði háttað.  Shiran hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2008 en starfaði þar einnig á árunum 2002-2005.

Sjávarþörungar - nýtt ofurfæði

Sölubás með fjöruperlum
Sölubás með fjöruperlum

Um þessar mundir er mikill uppgangur í rannsóknum, nýrri vinnslu og vöruþróun út frá sjávarþörungum. Hér gætu legið mörg tækifæri fyrir Vestfirði við að nýta þá meira og á nýstárlegan hátt. Þörungar eru notaðir í matvæli, lyf, fæðubótarefni, húðvörur og sáraumbúðir. Á Íslandi eru söl góður fulltrúi hollustufæðis úr sjávarþörungum, en þau eru einnig flutt út til annarra Norðurlanda og Þýskalands. Hér á landi eru einnig framleiddar snyrtivörur með þörungasafa. 

Hefðbundin vinnsla þörunga er gerð hleypiefna í mat og fyllingaerefni í lyf. Þetta getur verið t.d. carragen úr rauðþörungum og alginöt úr brúnþörungum. Þörungar eru einnig notaðir í dýrafóður og lífrænan áburð. Norðmenn eru að gera tilraun til að nýta sjávarþörunga til að blanda í laxafóður í stað maísmjöls. Danir og Svíar leggja áherslu á notkun þörunga í matvæli handa grænmetisætum því þeir innihalda vítamín B12 sem helst finnst í dýraafurðum.  Færeyingar selja bæði ræktaðan beltisþara til hótela og sleginn í stórtækari iðnað.

Ekki má heldur gleyma fjöruperlum hennar Kristínar Þórunnar Helgadóttur