| | |

Prófanir á jarðhita á Reykhólum

Holan við sundlaugina er afar aflmikil
Holan við sundlaugina er afar aflmikil
1 af 2

Vikuna 13.-16. febrúar hafa staðið yfir á Reykhólum mælingar á heitavatnsholum. ISOR mætti með rannsóknastöð í sendibíl og höfðu krakkarnir ómældan áhuga á að kíkja inn og velta fyrir sér tölvubúnaði og línuritum. Sigurður Garðar Kristjánsson fór fyrir flokknum. Móttökuliðið var ekki lakara; starfsmenn Orkubúsins stóðu vaktina dyggilega með þeim, þar á meðal Guðmundur á Grund. Í vikunni áður höfðu suðumenn í nógu að snúast (Ingimundur, frá OV) við að sjóða fyrir göt á leiðslum, endurnýja lagnir undir gatnamótum (Brynjólfur Smárason) hækka borholuhús og festa stúta á holutoppa.

Örnámskeið um gerð styrkumsókna

Haldin verða nokkur námskeið í gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins 9. janúar rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingasjóð Vestfjarða

Þeir Skúli Gautason menningarfulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnumálafulltrúi, halda örstutt námskeið í gerð umsókna og bjóða upp á viðtöl í kjölfarið

Námskeiði verður á eftirtöldum stöðum:

Birkimelur                     3. janúar kl 14:00

Skor Patreksfirði            3. janúar kl 17:00

Skrímslasetrið Bíldudal    3. janúar kl 20:30

Hópið Tálknafirði             4. janúar kl 12:00

Bókasafnið Reykhólum    4. janúar kl 17:00

 

Þekkingarsetrið, Vestrahúsinu Ísafirði    5. janúar kl:14:00

Magnea Garðarsdóttir starfsmaður Atvest mun halda námskeiðið á Ísafirði

 

Vonum að sem flestir nýta sér þessi námskeið, en þau eru ókeypis og öllum opin.

Lánatryggingasjóður kvenna auglýsir

Atvinnumálasjóður úthlutar tvenns konar stuðningi. Næsta úthlutun styrkja til atvinnumála kvenna verður að vori 2017. Opnað verður fyrir umsóknir í styrki í janúar 2017.

N'una er auglýstur umsóknarfrestur um lánatryggingar og er opið fyrir umsóknir til og með 7.nóvember næstkomandi.

Svanni veitir ábyrgðartryggingar til fyrirtækja í eigu kvenna en sjóðurinn á í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Eingöngu fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu. Gerð er krafa um að verkefnð leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Til er myndbandskynning um sjóðinn. 

Unnt er að sækja um ábyrgð vegna eftirtalinna þátta:
• Markaðskostnaðar
• Vöruþróunar
• Nýrra leiða í framleiðslu eða framsetningu vöru/þjónustu.

Lán skulu að jafnaði ekki fara yfir 10 milljónir króna.

Með umsókn skal skila eftirfarandi gögnum:
• Viðskiptaáætlun
• Fjárhagsáætlun
• Endurgreiðsluáætlun
• Staðfestingu á eignarhaldi fyrirtækis


Allar nánari upplýsingar auk umsóknareyðublaðs má finna á heimasíðu verkefnisins Svanna og er umsóknarfrestur til og með 7.nóvember næstkomandi. Mögulegt er að sækja um lán og lánatrygginu árið um kring en úthlutanir eru að hausti og að vori.


Nánari upplýsingar veitir starfsmaður verkefnisins í síma 531-7080 eða í netfangið asdis.gudmundsdottir(hjá)vmst.is