| | |

Fulltrúar Byggðastofnunar - lánadeildar

Rjúpa að hausti
Rjúpa að hausti

Í dag, fimmtudag 29.9.2016 verða Pétur Grétarsson (863-5653), Sigurður Árnason (893-4450) og Andri Þór Árnason, (848-4189) til viðtals á Þróunarsetrinu á Hólmavík (gengt Galdrasýningunni) milli kl 15 og 16.30.

 Þið getið náð í mig í síma 

 

Málefni ATVEST á Fjórðungsþingi

Á nýliðnu haustþingi  Fjóðrungssambands Vestfjarða var rætt um tengsl Atvinnuþróunarfélagsins og Fjórðungssambandsins. Þingið  samþykkti eftirfarandi ályktanir. 

Framtíðarsýn um stoðkerfi atvinnu- og byggðaþróunar - Samstarf FV og Atvest


1. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga haldið á Hólmavík 9. og 10. september 2016 samþykkir að veita stjórn FV umboð til þess að annast framkvæmdarstjórn Atvest tímabundið.
2. Haustþing Fjórðungssambands Vestfirðinga veitir stjórn FV umboð til að leiða umræður um stofnun Vestfjarðarstofu í samstarfi við stjórn Atvest, niðurstöður þeirra umræðna verða lagðar fram á 62. fjórðungsþingi vorið 2017.

Nánar má kynna sér gögn þingsins á síðu Fjóðrungssambandins

Nýtt styrkjakerfi og stóraukin framlög

Náttúrafurð breytt í verðmæti
Náttúrafurð breytt í verðmæti

Tækniþróunarsjóði RANNÍS / Atvinnu og Nýsköpunarráðuneytis hefur verið umbylt. Nú geta nýsköpunarfyrirtæki sótt um misháa styrki eftir því hvar í þróunarferli fyrirtækin eru stödd. Þannig er fyrst hægt að fá styrk til grunn- eða hagnýtra rannsókna. Ef vel gengur er hægt að sækja um til vöruþróunar sem að sjálfsögðu er einnig til að þróa hugmynd um þjónustu. Þegar fyrirtæki vill síðan taka svifflug og stækka umsvif er hægt að sækja um framlag úr Vexti  gegn því að inn komi jafnhátt framlag sem hlutafé. Einnig er hægt að sækja sérstaklega um styrk til markaðssetningar á vöru sem hefur sannað sig. Þetta er breyting sem margir hafa beðið eftir. Nú er frumkvöðlum sem komnir eru mislangt með hugmynd sína gefinn kostur á að keppa við aðra sem eru í svipaðri stöðu og færa sig áfram upp þroskastigann.

Atvinnuþróunarfulltrúar geta veitt aðstoð við að sækja um í þessa sjóði, en það er langbest að vera búin/n að setja niður á blað öll helstu atriði viðskiptaáætlunar og fastmótaðar hugmyndir um samstarfsaðila. Vefgáttin Island.is er notuð til að fylla út umsóknir og þess vegna er kostur að þekkja það vef-umhverfi og eiga íslykil eða auðkenni í síma. Þó er gefinn kostur á að annar en frumkvöðullinn eða nýsköpunarfyrirtækið sæki um. Einnig er sá kostur í boði að nýta hluta upphæðinnar í verkefnastjórnun. Það getur komið sér vel í skýrsluskilum og umsjón allt eftir því hvar frumkvöðullin sækist eftir að einbeita sér.

Næsti umsóknafrestur er kl 16 þann 15. september í flesta sjóði. Þeir sem eru á algjöru byrjunarstigi verða þó að hinkra þar til 3. apríl 2017. Þá er hægt að sækja um 1.500 þúsund í stuðning viðmótun hugmynda. Skoðið síðu Tækniþróunarsjóðs og glærukynningu sem sýnd var á fundi í Þróunarsetrinu á Ísafirði 25.8.2016

Vestfjarðanefnd hefur hafið störf

Þann 31. maí birtist frétt á síðu forsætisráðuneytisins um að samþykkt hafi verið að skipa nefnd til að vinna aðgerðaráætlun á sviði samfélags- og atvinnuþróunar fyrir Vestfirði. Vinnan fer fram í nánu samstarfi við ráðuneyti og í samráði við stýrihóp þeirra um byggðamál. Nefndin mun funda í sumar og ræða uppbyggileg verkefni i í Vestfjarðafjórðungi. 

Í nefndinni sitja Ágúst Bjarni Garðarsson sem fulltrúi forsætisráðuneytisins og formaður nefndarinnar, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, sem jafnframt er starfsmaður nefndarinnar, Daníel Jakobsson, fulltrúi norðanverðra Vestfjarða, Aðalbjörg Óskarsdóttir fulltrúi Stranda og Reykhólahrepps og Valgeir Ægir Ingólfsson, fulltrúi sunnanverðra Vestfjarða. Pétur Markan verður einnig nefndinni til fulltingis við mótun tillagna en hann bloggar reglulega einkum um málefni Vestfjarða. 

Gert er ráð fyrir að nefndin skili tillögum eigi síðar en 31. ágúst 2016. Ekki er greitt sérstaklega fyrir störf í nefndinni.

Magnea nýr starfsmaður ATVEST

Magnea Garðarsdóttir
Magnea Garðarsdóttir

Magnea Garðarsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri til Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða á Ísafirði. Magnea er ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur reynslu af ferðaþjónustu í gegnum fyrri störf, til dæmis hjá Hótel Sögu og hjá Bílaleigu Akureyrar þar sem hún starfaði í rúm 10 ár. 

 Magnea var valin úr hópi 8 umsækjenda. Við hjá ATVEST bjóðum hana velkomna í hópinn.