| | |

Uppbyggingarsjóður auglýsir umsóknarfrest

Nú er aftur gefinn kostur á að sækja um styrki í Uppbyggingarsjóð Vestfjarða. Að þessu sinni geta styrkir numið samtals allt að 13. milljónum. Það vildi brenna við í síðustu umferð að umsóknir væru ekki mótaðar í samræmi við leiðbeiningar. Vandið því til verka og leitið til atvinnuþróunarfulltrúa og starfsmanna Fjórðungssambandsins með aðstoð [valgeir (hja) atvest.is og mmaaria (hja) atvest.is } Þeir fiska sem róa, eins og segir í páskaegginu. 

Sjá hér: vestfirdir.is/uppbyggingarsjodur/

Samvinna ferðaþjóna á svæði Reykhólahrepps, Stranda og Dala

Ferðaþjónusta hefur aukist nokkuð á Vestfjörðum. En háönnin hefur verið stutt og ýmislegt mætti betur fara til að laða ferðafólk meira á staði sem ekki eru jafn fjölsóttir og til dæmis Látrabjarg og Dynjandi. 

Bjarnheiður ferðafulltrúi Dala og María atvinnuþróunafulltrúi á Reykhólum og Ströndum hafa áhuga á að blása lífi í samstarf ferðaþjóna að svæðinu. Tilgangurinn væri að efla ferðamennsku á haustin og veturna og koma þjónustunni betur á framfæri. Á næstunni verður haft samband við ýmsa þá sem vitað er að hafa þjónað ferðafólki, en nýtt fólk er velkomið í hópinn og ætti að hafa samband í tölvupósti sem hér segir: ferdamal (hjá) dalir.is   og mmaaria  (hjá) atvest.is . Stefnt er að því að efla tengsl, þróa afþreyingu og koma henni betur á framfæri, efla merkingar og upplýsingar til ferðafólks. 

Umsóknir fyrir barnamenningu

List fyrir alla er áætlun sem býður styrki til að halda menningarviðburði fyrir börn, efla menningu sem sköpuð er af börnum eða með þeirra þátttöku. Sótt er um á www.listfyriralla.is/barnamenning fram til 29. mars. 

Helst er höfðað til listamanna og annarra sem sinna barnamenningu í tónlist, sviðslistum, myndlist og ekki síður þar sem farið er inn á nokkur svið lista og menningar. Umsóknarferlinu hefur verið breytt þannig að ekki er sótt lengur til RANN'IS. Gott er að hafa nokkuð nákvæma áætlun tiltæka áður en umsókn er fyllt út. 

Örnámskeið um gerð styrkumsókna

Haldin verða nokkur námskeið í gerð styrkumsókna, en á miðnætti mánudagsins 9. janúar rennur út umsóknarfrestur í Uppbyggingasjóð Vestfjarða

Þeir Skúli Gautason menningarfulltrúi Fjórðungssambands Vestfirðinga og Valgeir Ægir Ingólfsson atvinnumálafulltrúi, halda örstutt námskeið í gerð umsókna og bjóða upp á viðtöl í kjölfarið

Námskeiði verður á eftirtöldum stöðum:

Birkimelur                     3. janúar kl 14:00

Skor Patreksfirði            3. janúar kl 17:00

Skrímslasetrið Bíldudal    3. janúar kl 20:30

Hópið Tálknafirði             4. janúar kl 12:00

Bókasafnið Reykhólum    4. janúar kl 17:00

 

Þekkingarsetrið, Vestrahúsinu Ísafirði    5. janúar kl:14:00

Magnea Garðarsdóttir starfsmaður Atvest mun halda námskeiðið á Ísafirði

 

Vonum að sem flestir nýta sér þessi námskeið, en þau eru ókeypis og öllum opin.