| | |

Kynningarfundur um Vestfjarðastofu, Hótel Ísafirði kl 12.00 fyrir aðalfund 22. júní

Hugmyndir um sameiginlega Vestfjarðastofu sem tengir byggðamál og atvinnuþróun voru mótaðar meðal þingfulltrúa á liðnu fjórðungsþingi og jafnframt meðal starfsmanna Fjórðungssambandsins og ATVEST. Ráðgjafastofan Capacent hefur haldið utan um hugmyndavinnuna og leiðir umræður og skýrsluskrif um málið. Mikil og gagnleg samskipti hafa skapast um málið og því er kynningin mikilvægur áfangi á þessari vegferð. 

Tilkynning um aðalfund ATVEST 22.júní

Aðalfundur Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða hf, verður haldinn  fimmtudaginn 22. júní 2017 á Hótel Ísafirði, við Silfurtorg kl 13.30 Athugið að fyrir fundinn verður kynning á humyndum um Vestfjarðastofu  á sama stað kl 12. 

Ársreikningur ATVEST

Ársreikningur ársins 2016 hefur verið yfirfarinn. Ársreikninginn er þar með hægt að skoða hér fyrir aðalfundinn en hann verður einnig til sýnis fyrir hluthafa fram til aðalfundar 22. júní á skrifstofu félagsins Árnagötu 2-4.

Súpufundur ferðaþjóna

Frá Café Riis í Moss í Noregi
Frá Café Riis í Moss í Noregi

Haldinn var súpufundur miðvikudaginn 17. maí á Hólmavík. 18 ferðaþjónar komu á fundinn og gæddu sér á dásamlegri súpu frú Báru á Café Riis. Völundur Jónsson frá Bokun.is kynnti starfsemi fyrirtækisins og eðli kerfisins, en það felur í sér rafræna bókun, greiðslur og söluumboð fyrir aðra ferðaþjónustu. Hann fór yfir möguleika á notkun kerfisins fyrir greinina hér á svæðinu og sýndi hvernig hægt er að fella það inn í heimasíður viðkomandi fyrirtækja. Um 630 ferðaþjónustuaðilar nota bokun.is hérlendis og það er að verða sífellt vinsælla erlendis. Þð gerir það að verkum að fólk sem bókar á einum stað  sér hvaða þjónusta er í bóði í nágrenninu og getur bókað annað samhliða viðskiptum við valda þjónustu. 

Gísli Ólafsson frá hvalaskoðunarfyrirtækinu Láka á Grundarfirði greindi frá því að fyrirtækið ætlaði að hefja rekstur á Hólmavík í sumar og vera með einn hvalaskoðunarbát frá miðjum júní og fram í september, enda henti svæðið afar vel til hvalaskoðunar. Hann og fyrirtækið voru boðin velkomin á svæðið.

Rætt var um framhald súpufunda af þessu tagi. Fundarmenn voru á því að slíkir fundir væru mjög gagnlegir og stefnan var tekin á að halda þá mánaðarlega, allavega yfir vetrartímann, en þó yrði haldinn annar fundur um miðjan júní, áður en ferðamannatímabilið hefst fyrir alvöru.

Stefnumótun vestfirskrar ferðaþjónustu

Nú liggur fyrir stefna ferðaþjónustunnar á Vestfjörðum. Í samantektinni er gerð grein fyrir markmiðum, aðgerðurm og hvernig verður fylgt eftir þeim áföngum sem stefnt er að. Allir ferðaþjónar á svæðinu ættu að kynna sér heildarstefnuna og leggja sitt af mörkum, til dæmis með því að tileinka sér hugmyndirnar og taka þátt í samvinnu og samráði við aðra í greininni svo hún megi verða hornsteinn atvinnulífs á Vestfjörðum. 

Svæðisskipulag Vestfjarða

Nú hafa sveitarfélögin fengið lokaplagg stefnumörkunar Fjórðungsins til þess að taka til umfjöllunar og afgreiðslu. Stefnt er að því að skipuleggja og samhæfa atvinnustarfsemi við umhverfisvernd á öllum Vestfjörðum. Plaggið sem hér er viðhengt hefur verið mótað af hálfu íbúa og sveitarfélaga á fundum í vetur. Svæðisskipulag tekur yfir mörg sveitarfélög.