| | |

Án áfangastaðar - Ráðstefna tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku

Practicing Nature-Based Tourism


Ráðstefna í Hafnarhúsinu, Reykjavík 5.-6. febrúar 2011

Practicing Nature-Based Tourism er alþjóðleg, þverfagleg ráðstefna tileinkuð fræðslu um náttúrutengda ferðamennsku og umræðu um Ísland sem áfangastað ferðamanna. Hún er hugsuð sem tækifæri fyrir innlenda og erlenda rannsakendur á ýmsum sviðum náttúrutengdrar ferðamennsku að koma niðurstöðum sínum á framfæri til samfélagsins.

Á mælendaskrá verða ferðamálafræðingar, landfræðingar, sagnfræðingar, félagsfræðingar, umhverfisfræðingar, mannfræðingar, listamenn, arkítektar og markaðsfólk úr ferðageiranum. Á eftir þéttskipaðri fræðsludagskrá verða pallborðsumræður, þar sem rætt verður um þær áskoranir sem blasa við ferðamannalandinu Íslandi – hvar það stendur og hvert það stefnir nú á tímum aukins ferðamannastraums og álags. Pallborðið verður skipað helstu ráðamönnum íslensku ferðaþjónustunnar, ásamt fagfólki í greininni og sérfræðingum á þessu sviði. Þau munu reifa helstu áskoranir íslenskrar ferðaþjónustu frá bæjardyrum síns fags.


Ráðstefnan er öllum opin og ókeypis en skráning til þátttöku fer fram á netfanginu without.destination.conference@gmail.com .

 

Nauðsynlegt er að allir þátttakenndur skrái sig til að auðvelda undirbúning, sama hvort tilgangurinn sé að sitja einn fyrirlestur eða alla. Skráningu lýkur föstudaginn 4. febrúar kl. 13:00.

Dagskrá og nánari upplýsingar er að finna á vef Listasafns Reykjavíkur