| | |

Íbúaþing um atvinnumál í Ísafjarðarbæ - 24. mars n.k. kl 17:30-19:00

Þriðjudaginn 24. mars n.k. lýkur röð fyrirtækjaheimsókna og íbúaþinga í Ísafjarðarbæ á vegum Atvest og Atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar. Þá verður búið að heimsækja fyrirtæki og einstaklinga á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri og halda íbúaþing á öllum stöðum.


Á íbúaþinginu á Ísafirði, sem haldið verður í Stjórnsýsluhúsinu, 4 hæð kl 17:30-19:00 verður fyrst rætt um horfur í atvinnuþróun á Ísafirði og síðan kynntar niðurstöður frá íbúaþingunum á hinum stöðum sveitarfélagsins.


Það er von Atvest og Atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar að sem flestir sjái sér fært að mæta og taki þátt í umræðunum . Með þeim hætti eru íbúarnir virkir í allri umræðu um atvinnuþróun og geta komið skoðunum sínum á framfæri.

Unnið verður síðan út niðurstöðum þessara íbúaþinga og mun sú vinna verða kynnt síðar.