| | |

Íbúaþing um atvinnumál í Bolungarvík


Hvernig verður Bolungarvík eftir 5-10 ár? Þessari spurningu verður reynt að svara á Íbúaþingi sem haldið verður þriðjudaginn 12 maí n.k. í Safnaðarheimilinu í Bolungarvík frá kl 17.00-19.00

Að íbúaþinginu standa Bolungarvíkurkaupstaður og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Lögð er áhersla á að horfa til framtíðar, ýta frá öllu krepputali og ræða um horfur í atvinnumálum, aðkomu sveitarfélagins að atvinnulífi og þróun samfélags í Bolungarvík.


Þetta íbúaþing er kjörið tækifæri fyrir íbúa Bolungarvíkur að hittast og taka þannig þátt í að ræða og móta framtíð sveitarfélagsins m.t.t. atvinnumála.

 

Allar nánari upplýsingar gefa Ásgerður Þorleifsdóttir hjá Atvest í síma 862 2617 og Halla Signý Kristjánsdóttir hjá Bolungarvíkurkaupstað í síma 450 7000

Með von um að sjá sem flesta
Atvest og Bolungarvíkurkaupstaður.