| | |

Íbúaþing á Suðureyri

Nú er komið að þriðja íbúaþinginu sem Atvinnumálanefnd Ísafjarðarbæjar og Atvest standa sameiginlega fyrir um atvinnumál á Norðanverðum Vestfjörðum. Á morgun fimmtudaginn 19. Mars verður Íbúþing haldið á Suðureyri.

Yfirskrift íbúaþingsins er: Hvernig verður Suðureyri eftir 5-10 ár? Þar munu fulltrúar atvinnumálanefndar og Atvest halda stutt erindi, en síðan verður þátttakendum gefið færi á að starfa í vinnuhópi þar sem unnið verður undir eftirfarandi formerkjum:• Atvinnuþróun, nýsköpun
• Stjórnsýsla, skipulag og aðkoma að atvinnulífi
• Samfélagið og framtíðin

Íbúaþingið er öllum opið og vonast aðstandendur þess til að sem flestir mæti þannig að umræðan gefi sem besta mynd af skoðunum og hugmyndum íbúa á Þingeyri.

Íbúaþingið verður haldið í Félagsheimilinu á Suðureyri og stendur frá kl 17:00 til 18:30. Þátttöku má gjarnan tilkynna í síma 450-3000 eða á atvest@atvest.is

Allar nánari upplýsingar gefa Hálfdán Bjarki hjá Ísafjarðarbæ í síma 450-8000 og Ásgerður hjá Atvest í síma 450-3000